Fundargerðir


Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðsluráð - 492

Haldinn í Krosseyri, Linnetsstíg 3,
15.06.2022 og hófst hann kl. 14:15
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen formaður,
Bjarney Grendal Jóhannesdóttir varaformaður,
Kolbrún Magnúsdóttir aðalmaður,
Gauti Skúlason aðalmaður,
Karólína Helga Símonardóttir áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Valgerður Sveinbjörnsdóttir, ritari
Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Lars Imsland, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Særún Þorláksdóttir, varaáheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sólveig Reynisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Margrét Thelma Líndal áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2205659 - Ráð og nefndir 2022 - 2026, kosningar
Lögð fram skipan bæjarstjórnar frá 8. júní sl. í fræðsluráð.
Lagt fram.
2. 2206160 - Skipulag leikskóladagsins
Bæjarstjórn vísaði á fundi sínum 8.júní sl. eftirfarandi tillögu til fræðsluráðs:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að hafinn verði undirbúningur að endurskipulagningu leikskóladagsins með það að leiðarljósi að þróa leikskólastarf enn frekar að nútímakröfum starfsfólks og barna. Tillögunni er vísað til útfærslu í fræðsluráði.
Fræðsluráð samþykkir að hefja undirbúning að endurskipulagningu leikskóladagsins með það að leiðarljósi að þróa leikskólastarf í Hafnarfirði enn frekar. Miklar breytingar á starfsumhverfi kennara í leikskólum samhliða lífskjarasamningum og breytingar í starfsumhverfi leikskóla kalla á að skoða leiðir til að þróa leikskólastarf til að takast á við þessar breytingar í starfsumhverfi og nútíma samfélagi leikskólastarfi öllu til framdráttar.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs að undirbúa erindisbréf og tillögur að vinnulagi, tímalínu og samantekt á þeim starfsmönnum og öðrum þeim sem lagt verður til að, að vinnunni koma.

3. 2206162 - Frístundastyrkur
Bæjarstjórn vísaði á fundi sínum 8. júní sl. eftirfarandi tillögu til fræðsluráðs:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að frístundastyrkur verði teknir upp við þriggja ára aldur á kjörtímabilinu. Áhersla er á lægri gjöld í þjónustu til barna enda er það brýnt hagsmunamál barnafjölskyldna í bænum. Tillögunni er vísað til útfærslu í fræðsluráði.
Fræðsluráð samþykkir að vísa tillögu um frístundastyrk yngri barna til vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2023.

Fulltrúi Viðreisnar lagði fram eftirfarandi bókun:
Viðreisn fagnar því að verið sé að færa út notkun á frístundastyrkjum til barna og ungmenna, svo yngri börn sem iðka tómstundir geti notið styrksins. Meirihluti leggur til að byrja á fimm ára, Viðreisn samþykkir það en óskar eftir því að samhliða þessari vinnu verði sett inn í fjárhagáætlunarvinnu, kostnaðarmat á að færa styrkinn niður í 3ja ára aldur. Einnig verði endurskoðun á frístundastyrknum. Í dag er frístundastyrkurinn talinn í mánuðum eða hver iðkandi fær mánaðargreiðslu, þar sem hvert barn fær um 4.500 kr. á mánuði. Við í Viðreisn teljum það kerfi flókið og ógagnsætt og viljum líta til nágrannasveitarfélaga okkar. Þar er öllum börnum úthlutað jafnmiklu fjármagni, burt séð frá því hvort þau æfi tómstund sem er aðeins 10 mánuði á ári eða 12 mánuði á ári. Einnig býður sú leið upp á að hægt sé að ráðstafa styrknum í eina eða fleiri greinar. Núverandi fyrirkomulag mismunar börnum sem ekki eru í tómstundum alla mánuði ársins.
Eins teljum við mikilvægt að minnka flækjustig fyrir foreldra/forráðafólk eins og hægt er, með því að hafa eina fasta greiðslu sem hægt er að ráðstafað að vild í tómstundir barnanna og ungmenna. Eins gæti sumarfrístundakerfið farið undir þessa einnar krónustyrk. Sumarfrístundarstyrkjakerfið eins og það er í dag er ógagnsætt, það er enginn leið fyrir foreldra/forráðafólk að flétta upp stöðunni á styrknum í dag og vita því fáir hvað barnið þeirra „á inni“ af styrkjum. Einna krónutölu kerfi er einfaldara og gagnsærra fyrir alla.
Flest öll sveitafélög á Íslandi styðjast við eina krónutölu sem foreldrar/forráðafólk ráðstafa, einföldum kerfið.
4. 2206164 - Tónlistarskóli
Bæjarstjórn vísaði á fundi sínum 8.júní sl. eftirfarandi tillögu til fræðsluráðs og umhverfis- og framkvæmdaráðs
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að hefja undirbúning að stækkun Tónlistarskóla Hafnarfjarðar; greindir verðir möguleikar til viðbyggingar við núverandi húsnæði og gerð áætlun um framkvæmdir og kostnað. Tillögunni er vísað til úrvinnslu í fræðsluráði og umhverfis- og framkvæmdaráði.
Fræðsluráð samþykkir að fela sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs í samvinnu við umhverfis- og skipulagssvið að vinna áfram að tillögum með skólastjóra tónlistarskóla Hafnarfjarðar.
5. 1508512 - Ókeypis ritföng í grunnskólum
Lagt fram minnisblað þróunarfulltrúa grunnskóla dags. 30. maí 2022 um gjaldfrjálsan grunnskóla ókeypis skólagögn.
Til kynningar.
Minnisblað_Ritfangaútboð grunnskóla_Samantekt 2017-2023.pdf
6. 2201738 - Fjölgun leikskólaplássa
Lagt fram minnisblað aðstoðarmanns sviðsstjóra um fjölgun leikskólaplássa við Hraunvallaskóla þar sem óskað er eftir viðauka fjárhagsáætlun.
Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi minnisblað um fjölgun leikskólarýma í Hraunvallaskóla og vísar framkvæmd til umhverfis- og skipulagssviðs til framkvæmda, jafnframt er viðauka vísað til samþykktar í bæjarráði.
7. 2205262 - Fjölgun leikskólarýma
Lagt fram minnisblað aðstoðarmanns sviðsstjóra um lausar kennslustofur.
Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi minnisblað vegna kaupa á færanlegum skólastofum við Vesturkot og Hamravelli og vísar framkvæmd til umhverfis- og skipulagssviðs til framkvæmda, jafnframt er viðauka vísað til samþykktar í bæjarráði.
8. 2011220 - Skólalóðir
Skólalóðir, leik- og grunnskóla.
Fræðsluráð óskar eftir því að umhverfis- og skipulagssvið taki saman minnisblað með greiningu um stöðu skólalóða leik- og grunnskóla í Hafnarfirði þar sem greind verður staða hvers skóla fyrir sig. Óskað er eftir því að í framhaldi verði gerð langtíma og framkvæmdaáætlun um endurbætur á leik- og grunnskóla lóðum bæjarins þar sem kostnaður verður greindur fyrir hvern skóla fyrir sig. Mikilvægt er að áætlunin sé skýr og gagnsæ, svo notendur, bæjarbúar og allir viti hvernig verði farið í þessi mál og hvað verði gert.
9. 2206219 - Grunnskólaganga barna með alþjóðlega vernd
Lagt fram minnisblað.
Fræðsluráð felur mennta- og lýðheilsusviði að hefja vinnu við undirbúning á nýrri deild fyrir börn í leit að alþjóðlegri vernd á grunnskólaaldri með aðsetur í Hafnarfirði, sambærilegt úrræði og Bjarg sem staðsett er við Hvaleyrarskóla, að því gefnum að fjármagn sé tryggt frá ríki. Mikilvægt er að börnin fái menntun í samræmi við alþjóðleg lög og samþykkt ríkis um barnasáttmála sameinuðuþjóðanna.
10. 2206146 - Íþróttahús Skarðshlíðarskóla
Lagt fram erindi Íþróttabandalags Hafnarfjarðar og Hauka um að hefja íþróttaæfingar í íþróttahúsi Skarðshlíðarskóla næsta haust fyrir yngstu aldurshópa.
Fræðsluráð samþykkir að úthluta íþróttahreyfingunni tímum til æfinga frá og með hausti 2022 í íþróttahúsi Skarðshlíðarskóla.
11. 2205007F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 352
Lögð fram fundargerð 352. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til baka Prenta