|
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi, Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður, Berglind Björg Sigvaldadóttir starfsmaður, Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður, Ósk Soffía Valtýsdóttir starfsmaður, |
|
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir, byggingarfulltrúi |
|
|
A-hluti byggingarleyfa |
1. 2104345 - Dofrahella 7, byggingarleyfi |
Stjörnustál ehf sækir 14.04.2021 um heimild til byggingar á 5 bila iðnaðarhúsnæði að Dofrahellu 7 skv. teikningum Gunnlaugs Johnson dags. 15.04.2021. |
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. |
|
|
|
2. 2111449 - Víkurgata 11, byggingarleyfi, gastankur |
Gasfélagið ehf. sækir 19.11.2021 um að setja upp 120m3 gastank ásamt 20 feta stjórnbúnaðarhúsi samkvæmt teikningum Lárusar Ársælssonar dags. 18.11.2021. |
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. |
|
|
|
|
B-hluti skipulagserindi |
3. 2110104 - Suðurgata 40, glerskáli |
Á afgreiðslufundi þann 13. október 2021 var samþykkt að grenndarkynna uppdrætti Kára Eiríkssonar vegna byggingu glerskála við þegar samþykkt hús. Erindið var grenndarkynnt 21.10-23.11.2021. Grenndarkynningu er lokið engar athugasemdir bárust. |
Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög þegar uppfærð gögn berast. |
|
|
|
|
D-hluti fyrirspurnir |
4. 2111511 - Straumhella 4, fyrirspurn |
Björn Arnar Magnússon lagði 23.11.2021 inn fyrirspurn um leyfi til að langhlið húsnæðis verð 3 m frá bundinni byggingalínu. Tilgangurinn er að koma bilastæðum fyrir framan innkeyrsluhurðir og að 3m gróðurreitur njóti sín betur. |
Tekið er jákvætt í erindið. |
|
|
|
5. 2111186 - Bæjarhraun 12, fyrirspurn |
Tekin fyrir að nýju fyrirspurn frá Módelhús ehf. frá 25.10.2021 vegna breytinga á framhlið húss. |
Tekið er jákvætt í erindið. |
|
|
|
|
E-hluti frestað |
6. 2106305 - Norðurbraut 11, tilkynnningarskyld framkvæmd |
Freyr Þórðarson sendir 19.5.2021 inn tilkynningu um framkvæmd. Skjólgirðing færð um 1 meter að lóðarmörkum. Hæð girðingar er 170 cm. |
Erindinu er frestað þar sem deiliskipulagi við vesturbæinn hefur ekki verið lokið og ekki er hægt að taka afstöðu til þessa máls fyrr en það hefur öðlast gildi. |
|
|
|
7. 2111543 - Bæjarhraun 22, reyndarteikningar |
RA5 ehf. leggja þann 24.11.2021 inn reyndarteikningar unnar af Erlendi Birgissyni dags. nóv 2021. |
Erindi frestað gögn ófullnægjandi. |
|
|
|
8. 2111538 - Skógarás 6, breyting úti |
Eðvarð Björgvinsson sækir 24.11.2021 um breytingu á tröppum og vegg úti samkvæmt teikningum Stefáns Ingólfssonar. |
Erindi frestað gögn ófullnægjandi. |
|
|
|
9. 2111519 - Völuskarð 21, breyting, grjóthleðsla |
Kristín Erla Bech Þórisdóttir og Birgir Kristjánsson sækja þann 24.11.2021 um breytingu á áður samþykktum teikningum. Grjóthleðsla bakvið hús á lóðarmörkum við Völuskarð 19 samkvæmt teikningum Andra Andréssonar dags. 01.11.2021. Samþykki eigenda Völuskarðs 19 liggur fyrir. |
Erindi frestað gögn ófullnægjandi. |
|
|
|
|
F-hluti önnur mál |
10. 1912251 - Flugeldasýning við Hvaleyarlón |
Björgunarsveit Hafnarfjarðar sækir þann 26.11.2021 um leyfi fyrir flugeldasýningu þann 29. desember nk. kl 20:30 við Hvaleyrarlón. |
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að flugeldasýning verði haldin þann 29. desember 2021 að uppfylltum þeim leyfum sem skylt er að afla í tengslum við slíkar sýningar. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 |