Fundargerðir


Fundargerðir

Til baka Prenta
Fjölskylduráð - 466

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
06.05.2022 og hófst hann kl. 13:30
Fundinn sátu: Valdimar Víðisson formaður,
Helga Ingólfsdóttir varaformaður,
Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður,
Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður,
Árni Stefán Guðjónsson aðalmaður,
Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Linda Hrönn Þórisdóttir varamaður,
Sævar Gíslason varaáheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Erna Aradóttir, ritari fjölskylduráðs
Einnig sat Sjöfn Guðmundsdóttir, deildarstjóri, fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1704017 - Aldraðir, heilsuefling
Janus Guðlaugsson, mætir á fundinn.
Fjölskylduráð þakkar kynninguna og lýsir ánægju sinni með hve faglega og vel er haldið utan um Janusar verkefnið og hversu góður árangur í heilsueflingu eldri borgara hefur náðst í gegnum þá fjölmörgu hópa sem hafa útskrifast frá því samstarfið við Hafnarfjarðarbæ hófst árið 2018.
Útskrift H-5 mars 2022 Fjölskylduráð Hf.pdf
2. 1801074 - Smyrlahraun 41a
Lögð fram greinargerð starfshóps um búsetu fyrir fatlað fólk.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi greinargerð og felur sviðinu að fylgja eftir verkefninu. Jafnframt er starfshópnum og embættismönnum sviðsins þakkað fyrir góða vinnu.

Bæjarlistinn þakkar fyrir störf starfshópsins en leggur jafnframt til að gerð verði framtíðaráætlun í húsnæðis- og þjónustumálum fatlaðra í samvinnu við hagsmunasamtök.

Linda Hrönn Þórisdóttir víkur af fundi.

Valdimar Víðisson tekur sæti.
Fundargerð 22.4.2022.pdf
Starfshópur um búsetu fyrir fatlað fólk, greinargerð..pdf
3. 1905273 - Heildstætt og samræmt verklag stofnana sveitarfélaga vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum
Lögð fram skýrsla um verklag Hafnarfjarðarbæjar vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum.
Lagt fram.
Hfj-VerklagOfbeldiogVanraeksla-loka.pdf
4. 2202425 - Fátækt barna
Skýrsla starfshóps um fátækt barna lögð fram.

Fjölskylduráð þakkar starfshópnum fyrir góða vinnu. Lögð áhersla á að unnið verði áfram að málinu, skv. tillögu starfshóps, á næsta kjörtímabili.
Fundargerð 2.fundar starfshóps um fátækt barna 27.04.2022.pdf
Fundargerð 3. fundar um fátækt barna.pdf
Barnaheill- börn sem búa við fátækt, kynning2021 (2).pdf
skýrsla starfshóps um fátækt barna - drög1.pdf
5. 2205081 - Aukið félagsstarf fullorðinna 2022 vegna Covid 19
Lagt fram erindi frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu varðandi aukið félagsstarf fullorðinna árið 2022.
Lagt fram.
Aukið félagsstarf fullorðinna árið 2022 vegna COVID-19.pdf
6. 2105289 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025
5. liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 4. maí 2022

1.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.apríl sl.
1.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 13.apríl sl.
Lagður fram viðauki II við fjárhagsáætlun 2022. Umhverfis-og framkvæmdaráð samþykkir viðaukann og vísar til bæjarráðs.

1.liður úr fjölskylduráði frá 22.apríl. sl.
Guðmundur Sverrisson deildarstjóri hagdeildar mætir á fundinn og fer yfir viðauka og stöðu fjárhagsáætlunar sviðsins.

Lagt fram og vísað til bæjarráðs.

Rósa Steingrímsdóttir mætir til fundarins.

Bæjarráð samþykkir viðauka I og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson.

Bæjarstjórn samþykkir en Helga Ingólfsdóttir situr hjá.

Kv. Auður

Helga Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá og gerir grein fyrir hjásetu sinni og leggur fram svohljóðandi bókun:

Framlagður viðauki er í mörgum liðum og með vísan í bókun sem ég lagði fram í Fjölskylduráði þann 8. April undir lið 2 get ég ekki samþykkt fyrsta lið í viðauka sem hér er lagður fram í dag og varðar útgjaldaaukningu vegna Sérhæfðrar akstursþjónustu fyrir fatlaða.
Ég hefði að svo gjarnan viljað samþykkja þá liði sem snúa að viðbót við fjárfestingaáætlun og stöðugildi umsjónarmanns fasteigna en þar sem viðaukinn er borinn upp í einu lagi þá sit ég hjá við afgreiðsluna.
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Helga Ingólfsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:

Miðað við framlagðan viðauka sem er hér til kynningar í dag liggur fyrir að ákvörðun bæjarráðs um viðbótargreiðslur vegna Sérhæfðrar akstursþjónustu fyrir árið 2020, 2021 og 2022 er samtals rúmlega 140 miljónir króna sem samsvarar greiðslum fyrir um það bil 45 þúsund óeknar ferðir ferðir miðað við útboðsgögn. Vegna ársins 2021 er tekið tillit til afskrifta sem nema 14,5 miljónum samkvæmt bókun bæjarráðs sem kemur til lækkunar á beiðni um viðbótargreiðslu vegna ársins 2021 að fjárhæð kr. 32 miljónir en ekki liggur fyrir hvort tekið hafi verið tillit til afskrifta vegna annara greiðslna til fyrirtækisins vegna ársins 2020 eða 2022 né heldur hafa verið lögð fram fyrir Fjölskylduráð nein gögn vegna ákvörðunar bæjarráðs umfram minnisblöð með óskum samningsaðila um bætur. Það er miður að öll afgreiðsla bæjarráðs var án aðkomu Fjölskyldusviðs sem hefur yfirumsjón með akstursþjónustu fatlaðra og ber faglega og fjárhagslega ábyrgð á málaflokknum.
Fundargerðir
7. 1809463 - Öldungaráð
Lagt fram.
26.4.2022 fundargerð Öldungaráð.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:30 

Til baka Prenta