FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Íþrótta- og tómstundanefnd - 324

Haldinn á fjarfundi,
08.06.2021 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Brynjar Þór Gestsson formaður,
Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður,
Einar Freyr Bergsson varamaður,
Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Sunna Magnúsdóttir starfsmaður.
Fundargerð ritaði: Sunna Magnúsdóttir, 
Kristrún Bára Bragadóttir fulltrúi ungmennaráðs sát fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
2. 2101131 - Sumarstörf Hafnarfjarðar 2021
Farið yfir stöðu Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Aldrei hafa umsóknir verið jafn margar og nú.
4. 1903474 - Hestamannafélagið Sörli, framkvæmdasamningur, erindi
Farið yfir stöðu mála varðandi uppbyggingu nýrrar reiðhallar fyrir Hestamannafélagið Sörli.
Nefnd um uppbyggingu nýrrar reiðhallar hefur fundað með hönnuðum mannvirkisins og undirbúningur gengur vel.
5. 2101132 - Þjóðhátíðardagur 2021
Farið yfir dagskrá 17.júní 2021
6. 2105245 - Hraunbúar, útivstar og útilífssvæði
Óskað er eftir umsögn Íþrótta- og tómstundanefndar um erindi skátanna varðandi uppbyggingu svæðis í ofanbyggðum Hafnarfjarðarbæjar fyrir frekara skátastarf í framtíðinni.
Fundargerðir
1. 2008513 - ÍBH, fundargerðir 2020-2021
Nýjasta fundargerð Íþróttabandalags Hafnarfjarðar lögð fram.
Fundargerð 16 - 5.05.2021.pdf
Kynningar
3. 1510061 - Ásvellir, uppbygging
Farið yfir stöðu mála varðandi uppbyggingu á knatthúsi að Ásvöllum.
Íþróttafulltrúi og formaður sem sitja í nefndinni sem stýrir byggingu knatthúss fóru yfir stöðu verkefna. Búið er að velja hönnuði til að hanna mannvirkið.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Sunnu Magnúsdóttur fyrir vel unnin störf en þetta er síðasti fundurinn sem hún ritar.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til baka Prenta