|
Fundinn sátu: Ólafur Ingi Tómasson formaður, Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður, Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður, Gísli Sveinbergsson aðalmaður, Óli Örn Eiríksson áheyrnarfulltrúi, Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi, Anna Karen Svövudóttir varamaður, |
|
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri |
|
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Helga Stefánsdóttir forstöðumaður og Ívar Bragason bæjarlögmaður. |
|
|
Almenn erindi |
1. 2204136 - Reykjanesbraut frá Lækargötu að Kaplakrika |
Fulltrúar Vegagerðarinnar mæta til fundarins og kynna frumdrög vegna breytinga á Reykjanesbraut frá Lækjargötu að Kaplakrika. |
Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna. |
Reykjanesbraut í Hafnarfirði_kynning skipulagsrað Haf apríl22.pdf |
|
|
|
2. 2111310 - Óseyrarhverfi, deiliskipulag |
Skipulagshöfundar mæta til fundarins og kynna tillögu að deiliskipulagi Óseyrarhverfis. |
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillaga að deiliskipulagi Óseyrarhverfis verði auglýst og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn. Hugmynd um Hvaleyrarbraut í stokk er sett fram í greinargerð skipulagsins. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að skoðaðir verða valkostir og kostnaðarmat vegna hugsanlega breytinga á skipulagi Hvaleyrarbrautar. |
|
|
|
3. 2101519 - Ásland 4, deiliskipulag |
Bæjarstjórn samþykkti þann 9. febrúar sl. að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Áslands 4 samhliða breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna Áslands 4 og 5. Tillagan gerir ráð fyrir blandaðri lágreistri byggð sérbýla og fjölbýla á 44 hektara svæði. Tillagan var auglýst tímabilið 25.2.2022-12.4.2022. Athugasemdir bárust. Umsögn skipulags- og byggingarsviðs lögð fram ásamt uppfærðum uppdrætti og greinargerð þar sem m.a. fallið hefur verið frá notkun djúpgáma. |
Skipulags- og byggingarráð samþykkir uppfærða tillögu að deiliskipulagi Áslands 4 að teknu tilliti til framkominnar umsagnar og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn. |
|
|
|
4. 2201064 - Hamranes reitur 19.B, deiliskipulag |
Á fundi bæjarstjórnar þann 23. febrúar sl. var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi reitar 19.B í Hamranesi. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur fjölbýlishúsum 4-7 hæða með allt að 70 íbúðum. Bílastæði eru á lóð. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 19.4.2022. Athugasemd barst. |
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman umsögn vegna framkominna athugasemda. |
|
|
|
5. 2202097 - Hamranes, þróunarreitur 30B, deiliskipulag |
Á fundi bæjarstjórnar þann 23. febrúar sl. var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi reitar 30.B í Hamranesi. Tillagan gerir ráð fyrir þremur fjölbýlishúsum, 2-6 hæða með allt að 55 íbúðum, einnig er heimild fyrir verslun- og/eða þjónustu á hluta jarðhæða. Gert er ráð fyrir bílakjallara og bílastæðum á lóð. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 19.4.2022. Engar athugasemdir bárust. |
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög. |
21065-Deiliskipulagsuppdráttur- 18.11.2021.pdf |
Greinargerð 20012022.pdf |
|
|
|
6. 1709028 - Hellisgerði 100 ára |
Lögð fram bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 13.4.2022 þar sem óskað er eftir að unnið verði deiliskipulag vegna þjónustuhúss í Hellisgerði í samræmi við tillögu Landslags. |
Skipulags- og byggingarráð heimilar að hafin verði vinna við deiliskipulag vegna þjónustuhúss í Hellisgerði í samræmi við tillögu Landslags. |
21185-03-YFIRLITSMYND.pdf |
|
|
|
7. 1706356 - Miðbær, deiliskipulag, endurskoðun |
Tekið til umræðu deiliskipulag miðbæjar. |
Skipulags og byggingarráð samþykkir að hafin verði vinna við heildarendurskoðun á deiliskipulagi miðbæjar Hafnarfjarðar. |
|
|
|
|
Fundargerðir |
8. 2204009F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 880 |
Lögð fram fundargerð 880 fundar. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:35 |