Fundargerðir


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 3575

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
03.06.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Ágúst Bjarni Garðarsson formaður,
Kristinn Andersen varaformaður,
Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður,
Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður,
Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður,
Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi,
Birgir Örn Guðjónsson varamaður,
Fundargerð ritaði: Ívar Bragason, Bæjarlögmaður
Auk þeirra sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1604079 - Húsnæðisáætlun
3. liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 21.maí sl.
Lögð fram endurskoðuð húsnæðisáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar.
Guðmundur Pálsson, ráðgjafi KPMG fer yfir áætlunina.

Fjölskylduráð þakkar Guðmundi Pálssyni fyrir góða kynningu. Fjölskylduráð þakkar einnig starfshópnum um endurskoðun á húsnæðisáætlun fyrir góð störf.
Fjölskylduráð samþykkir húsnæðisáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og vísar henni í bæjarráð til staðfestingar.

Guðmundur Pálsson ráðgjafi hjá KPMG mætir til fundarins.
Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað: Samfylkingin leggur áherslu á að við skipulag og uppbyggingu íbúðahúsnæðis verði ávallt lögð áhersla á að tryggja fjölbreytni í íbúðauppbyggingu. Það verði m.a. gert með því að tryggja að alltaf þegar ný hverfi eru skipulögð verði gert ráð fyrir ákveðnu hlutfalli félagslegra íbúða, leiguíbúða o.sv.frv. Slíkt er nauðsynlegt svo ná megi markmiðum húsnæðisáætlunarinnar um að tryggja öllum íbúum sveitarfélagsins húsnæði við hæfi.
Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna.

Tekið til umræðu.

Birgir Örn Guðjónsson kemur að svohljóðandi bókun:

Í kaflanum „helstu áherslur og markmið í húsnæðismálum Hafnarfjarðar“ í húsnæðisáætlun bæjarins kemur fram að „farið verði í heildstæða stefnumótun í samráði við notendur um framtíðarfyrirkomulag búsetumála fatlaðs fólks í sveitarfélaginu.“ Bæjarlistinn ítrekar nauðsyn þeirrar vinnu og skorar á Hafnarfjarðarbæ að hefja þá vinnu sem allra fyrst.2. 2105572 - Umburðabréf vegna breytinga á jarðalögum nr. 81 frá 2004.
Lagt fram bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem vakin er athygli á breytingum á jarðalögum nr. 81/2004.
Lagt fram.
ANR umburðarbréf vegna br. á jarðalögum 2021.pdf
3. 2010298 - Heilbrigðiseftirlitssvæði
Tekið fyrir. Ívar Bragason bæjarlögmaður gerir grein fyrir stöðu málsins.
Til umræðu.
Hafnarfjarðarkaupsstaður_undirritað erindi, UMH20040040.pdf
STOFNSAMNINGUR UM HEILBRIGÐISEFTIRLIT HAFNARFJARÐAR OG KÓPAVOGSSVÆÐI.pdf
Samþykktir heilbrigðisnefndar Kjósasvæðis.pdf
4. 2102667 - Bæjar- og tónlistarhátíð, Hjarta Hafnarfjarðar 2021.
Páll Eyjólfsson framkvæmdastjóri mætir til fundarins og fer yfir stöðuna.
Bæjarráð þakkar Páli Eyjólfssyni fyrir kynninguna á framkvæmd Hjarta Hafnarfjarðar.
Bæjarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að ræða við forsvarsmenn Hjarta Hafnarfjarðar varðandi ósk um stækkun svæðis.


5. 2106023 - Sveitarfélög, launaþróun
Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
Launaþróun sveitarfélaga.pdf
Launaþróun sveitarfélaga.pdf
6. 2105208 - Strandgata 30, fyrirspurn
2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 18.maí sl.
Kynntar hugmyndir að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar 26-30 við Strandgötu. Skipulagshöfundar kynna.

Tekið til umræðu.

Skipulagshöfundar mæta til fundarins.
Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna og tekur jákvætt í fyrirspurnina. Til umræðu.

Bæjarráð telur fyrirspurnina vera í góðu samræmi við skýrslu starfshóps um skipulag miðbæjarins, þar sem sérstaklega er horft til þess að tryggja góða blöndu verslunar-, þjónustu og íbúða. Bæjarráð telur að fyrirliggjandi fyrirspurn nái vel utan um þessa þætti en leggur sérstaka áherslu á nauðsyn þess að allt aðgengi að almenningsrýmum, s.s. opnum útisvæðum og fyrirhuguðu bókasafni, sé öllum tryggt og byggi á algildri hönnun. Bæjarráð telur jafnframt mikilvægt að í næstu skrefum verði hugmyndin og hugmyndafræðin vel kynnt bæjarbúum.

1570-210512-STRANDGATA 30-Kynning-Fyrirspurn.pdf
1570-210603-STRANDGATA 30-Kynning.pdf
7. 2101642 - Samband íslenskra sveitarfélaga, XXXVI. landsþing 2021
Lögð fram fundargerð frá aðalfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga 21.maí sl., ásamt skýrslu Framtíðarseturs Íslands.
Bæjarráð vísar skýrslu Framtíðarseturs Íslands til umræðu inn í öll ráð fagsviða.


Fundargerð XXXVI. landsþings sambandsins.pdf
Framtíðaráskoranir, skýrsla.pdf
8. 2105431 - Búðahella 1, umsókn um lóði
Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins undir lið 8-18.

Lögð fram umsókn Bæjarbyggðar ehf., um lóðina nr. 1 við Búðahellu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 1 við Búðarhellu verði úthlutað til Bæjarbyggðar ehf.
9. 2105517 - Búðahella 3, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Bæjarbyggðar ehf., um lóðina nr. 3 við Búðahellu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 3 við Búðahellu verði úthlutað til Bæjarbyggðar ehf.
10. 2105518 - Búðahella 5, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Bæjarbyggðar ehf., um lóðina nr. 5 við Búðahellu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 5 við Búðarhellu verði úthlutað til Bæjarbyggðar ehf.
11. 2105519 - Búðahella 7, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Bæjarbyggðar ehf., um lóðina nr. 7 við Búðahellu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 7 við Búðarhellu verði úthlutað til Bæjarbyggðar ehf.
12. 2105520 - Borgahella 6, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Bæjarbyggðar ehf um lóðina nr. 6 við Borgarhellu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 6 við Borgahellu verði úthlutað til Bæjarbyggðar ehf.
13. 2105521 - Borgahella 8, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Bæjarbyggðar ehf um lóðina nr. 8 við Borgarhellu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 8 við Borgahellu verði úthlutað til Bæjarbyggðar ehf.
14. 2105522 - Borgahella 10, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Bæjarbyggðar ehf., um lóðina nr. 10 við Borgarhellu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 10 við Borgahellu verði úthlutað til Bæjarbyggðar ehf.
15. 2105523 - Borgahella 12, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Bæjarbyggðar ehf., um lóðina nr. 12 við Borgarhellu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 12 við Borgahellu verði úthlutað til Bæjarbyggðar ehf.
16. 2105524 - Borgahella 21, umsókn um lóð
Lögð fram umókn Bæjarbyggðar ehf., um lóðina nr. 21 við Borgarhellu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 21 við Borgahellu verði úthlutað til Bæjarbyggðar ehf.
17. 2105525 - Borgahella 23, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Bæjarbyggðar ehf., um lóðinar nr. 23 við Borgarhellu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 23 við Borgahellu verði úthlutað til Bæjarbyggðar ehf.
18. 2105526 - Borgahella 25, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Bæjarbyggðar ehf., um lóðina nr. 25 við Borgarhellu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 25 við Borgahellu verði úthlutað til Bæjarbyggðar ehf.
19. 2105527 - Borgahella 27, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Bæjarbyggðar ehf., um lóðina nr. 27 við Borgarhellu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 27 við Borgahellu verði úthlutað til Bæjarbyggðar ehf.
20. 2105345 - Dofrahella 4, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Stéttarfélagsins ehf. um lóðina nr. 4 við Dofrahellu.
Tvær umsóknir liggja fyrir um lóðina og dregur fulltrúi sýslumanns úr umsóknunum. Dregin er umsókn Brettasmiðjunnar ehf.
21. 2105112 - Dofrahella 4,umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Brettasmiðjunnar ehf., um lóðina nr. 4 við Dofrahellu.
Tvær umsóknir liggja fyrir um lóðina og dregur fulltrúi sýslumanns úr umsóknunum. Dregin er umsókn Brettasmiðjunnar ehf. og leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til félagsins.


22. 2105309 - Borgahella 17, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Selsins Fasteignafélag ehf. um lóðina nr. 17 við Borgarhellu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 17 við Borgahellu verði úthutað til Selsins fasteignafélag ehf.
23. 1112030 - Óseyrarbraut 40A, lóðarleigusamningur
Lagður fram lóðarleigusamningur um lóðina Óseyrarbraut 40A.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.

24. 2105449 - Koparhella 3,umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Arcus ehf um lóðina nr. 3 við Koparhellu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 3 við Koparhellu verði úthlutað til Arcus ehf.
Fundargerðir
25. 2001560 - Húsnæði stjórnsýslunnar
Lagðar fram fundargerðir starfshópsins frá 26.janúar og 18.febrúar sl.
26. 2103175 - Stefna í aðgengismálum í Hafnarfirði, starfshópur
Lagðar fram fundargerðir starfshópsins frá 6. og 20.maí sl.
27. 2105013F - Hafnarstjórn - 1600
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 19.maí sl.
28. 2101087 - Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2021
Lögð fram fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 31.maí sl.
29. 2105017F - Menningar- og ferðamálanefnd - 370
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 27.maí sl.
30. 2101086 - Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir 2021
Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28.maí sl.
31. 1909104 - SORPA bs, eigendafundir, fundargerðir
Lögð fram fundargerð 32.eigendafundar Sorpu bs. frá 10.maí sl.
32. 2101084 - Strætó bs, fundargerðir 2021
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 30.apríl og 21. maí sl.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:08 

Til baka Prenta