FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 3580

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
26.08.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Ágúst Bjarni Garðarsson formaður,
Kristinn Andersen varaformaður,
Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður,
Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður,
Jón Ingi Hákonarson aðalmaður,
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi,
Gísli Sveinbergsson varaáheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Ívar Bragason, Bæjarlögmaður
Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Sigurður Þ. Ragnarsson vék af fundi kl. 9:41 og í hans stað mætti Gísli Sveinbergsson og sat út fundinn.

Þá vék Adda María Jóhannsdóttir af fundi kl. 10:30.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1702063 - Óleyfisbúseta í atvinnuhúsnæði, kortlagning, umfang
Lagt fram bréf frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins frá 23.ágúst sl. er varðar verkáætlun í kortlagninu á búsetu í atvinnhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri mætir til fundarins.
Bæjarráð þakkar fyrir kynningu og lýsir yfir ánægju með þróun þessa mikilvæga verkefnis.
2. 2108652 - Þjónustusamningur Vinnuskólans við Þyt
Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mætir til fundarins.
Til kynningar.
3. 2010298 - Heilbrigðiseftirlitssvæði
Hörður Þorsteinsson framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins mætir til fundarins.
Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Samþykktir heilbrigðisnefndar Kjósasvæðis.pdf
STOFNSAMNINGUR UM HEILBRIGÐISEFTIRLIT HAFNARFJARÐAR OG KÓPAVOGSSVÆÐI.pdf
4. 2108653 - Kapelluhraun
Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mæta til fundarins.
Til umræðu.
Aðalskip H 2013-2025.pdf
Kapelluhraun 1. áfangi 2007 skilmálar.pdf
Kapelluhraun 1. áfangi 2007 uppdr_.pdf
5. 1110157 - Geymslusvæðið Kapelluhrauni, gatnagerð og gjöld
Til umræðu.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að taka upp viðræður við forsvarsmenn Geymslusvæðisins ehf. um heildarlausn málsins.
6. 2106621 - Höfði, malbikunarstöð
Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu málsins.
Bæjarráð telur mikilvægt að starfsemi sem leitt geti til aukinnar mengunar á svæðinu sé undir nánu eftirliti og takmörkuð eins og kostur er. Í nágrenninu er vaxandi íbúðabyggð og starfsemi fyrirtækja sem búa verður gott umhverfi. Í ljósi þessa má gera ráð fyrir að skipulag þessa svæðis muni taka breytingum þegar frá líður og forsvarsmönnum Malbikunarstöðvarinnar Höfða er bent á að hafa það í huga þegar horft er til staðsetningar til framtíðar.
7. 2106329 - Hjallabraut 49, úthlutun
Tekið fyrir. Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason bæjarlögmaður mæta til fundarins.
Til afgreiðslu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Hjallabraut 49 verði úthlutað til Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf., á grundvelli tilboðs þeirra.

Minnisblað vegna lóðaúthlutunar Hjallabrautar 49.pdf
8. 2107447 - Strandgata 17, Hendrikshús, flutningur og endurbygging, beiðni um samráð
Lögð fram beiðni um samráði við flutning og endurbyggingu á Hendrikshúsi, Strandgötu 17.
Bæjarráð óskar eftir umsögn um erindið frá umhverfis- og skipulagssviði í samráði við bæjarlögmann.
9. 2108199 - Reykjavíkurvegur 39a, gatnagerðargjöld
Lögð fram beiðni um niðurfellingu/lækkun fasteignagjalda.
Lagt fram minnisblað.
Bæjarráð tekur undir fyrirliggjandi minnisblað bæjarlögmanns og hafnar erindinu.
Minnisblað - Reykjavíkurvegur 39a gatnagerðargjald.pdf
10. 2108583 - SSH, byggðasamlag, stefnuráð
Lagt fram erindi frá SSH, tilnefning fulltrúa í stefnuráð byggðasamlaganna og staðfesting á viðaukum við stofnsamninga Sorpu og Strætó.
Frestað milli funda.
a) Minnisblað Hildigunnar Hafsteinsdóttur, lögfræðings SSH, dags. 4. júní 2021..pdf
b) Drög að viðauka við stofnsamning Strætó bs..pdf
c) Drög að viðauka við stofnsamning Sorpu bs..pdf
d) Minnisblað með tillögum starfshóps, dags. 8. apríl 2021..pdf
d) Minnisblað með tillögum starfshóps, dags. 8. apríl 2021..pdf
e) Viðauki 1 - Myndir..pdf
f) Viðauki 2 - Yfirlit yfir leiðir A og B við skipan stefnuráðs..pdf
Fylgibréf - bókun 525 fundar stjórnar SSH 1912001 HFJ.pdf
g) Viðauki 3 - Glærur Strategíu á fundum starfshópsins..pdf
h) Viðauki 4 - Fundargerðir starfshóps um stjórnsýslu byggðasamlaga..pdf
11. 2103175 - Stefna í aðgengismálum í Hafnarfirði, starfshópur
Lagt fram.
Bæjarráð samþykkir að ráðinn verði starfsmaður tímabundið til að taka út mannvirki og almenningsrými.
12. 1707207 - Straumsvík 123154, endurnýjun lóðarleigusamnings
Tekið fyrir á ný. Áður á dagskrá bæjarráðs 16.júní sl.
Lögð fram drög að endurnýjuðum lóðarleigusamningi.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðir
13. 2103175 - Stefna í aðgengismálum í Hafnarfirði, starfshópur
Lögð fram fundargerð starfshópsins frá 20.ágúst sl.
14. 2108003F - Menningar- og ferðamálanefnd - 373
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 18.ágúst sl.
15. 2101080 - SORPA bs, fundargerðir 2021
Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 16.ágúst sl.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45 

Til baka Prenta