Fundargerðir


Fundargerðir

Til baka Prenta
Fjölskylduráð - 468

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
09.08.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Margrét Vala Marteinsdóttir formaður,
Helga Ingólfsdóttir varaformaður,
Jóhanna Erla Guðjónsdóttir aðalmaður,
Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður,
Auður Brynjólfsdóttir aðalmaður,
Sigrún Jónsdóttir varaáheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Brynjar Örn Svavarsson, ritari fjölskylduráðs
Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2206176 - Erindisbréf ráða og nefnda 2022-2024, endurskoðun
Lögð fram tillaga um endurskoðun á erindisbréfi fjölskylduráðs í ljósi ýmissa breytinga s.s. á lögum og reglugerðum.
Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að leggja fram drög að endurskoðuðu erindisbréfi ráðsins.
Erindisbréf fjölskylduráðs.pdf
2. 2206163 - Réttindi fatlaðs fólks
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að áfram verði settur aukinn kraftur í málefni og þjónustu við fatlað fólk. Lögð verði áhersla á samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks með það að markmiði að framfylgja öllum ákvæðum í þessum mikilvæga mannréttindasamningi.

Tillögunni er vísað til fjölskylduráðs þar sem fram fari greining á því hvernig Hafnarfjörður stendur í innleiðingu á samningi SÞ og unnið verði að útfærslum og tillögum að framtíðarsýn í málefnum fatlaðs fólks.
Fjölskylduráð samþykkir að tillögur bæjarstjórnar verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2023. Um er að ræða víðamikið og mikilvægt verkefni og er lagt til að stofnaður verði starfshópur og ráðinn verkefnastjóri til að fylgja verkefninu eftir.
Fjölskylduráð - 467 (15.6.2022) - Réttindi fatlaðs fólks.pdf
3. 1801074 - Búsetukjarnar
Lagt fram.
Lögð fram til kynningar bókun bæjarráðs vegna umsóknar um lóðir fyrir búsetukjarna.
Lóð fyrir búsetukjarna..pdf
Starfshópur um búsetu fyrir fatlað fólk, greinargerð..pdf
Bæjarráð - 3605 (1.7.2022) - Búsetukjarnar.pdf
4. 1802244 - Fylgdarlaus börn
Lögð fram beiðni Barna- og fjölskyldustofu varðandi samstarf um fylgdarlaus börn sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi. Ægir Örn Sigurgeirsson, deildarstjóri stoðdeildar flóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd mætir til fundarins.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið um samstarf varðandi fylgdarlaus börn sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. Innan fjölskldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðar hefur myndast góð þekking og reynsla í vinnu með fyldarlausum börnum sem hefur einkennst af metnaði og jákvæðni í garð barnanna. Sviðstjóra er falið að svara erindinu og lýsa yfir áhuga á samstarfi við Barna- og fjölskyldustofu.

Ægi Erni Sigurgeirssyni þakkað fyrir fyrir greinagott og upplýsandi erindi.
Beiðni um samstarf varðandi fylgdarlaus börn..pdf
5. 1512128 - Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA
Fjölskylduráð óskar eftir upplýsingum um kostnaðarauka verði tekin upp taxti NPA miðstöðvarinnar. Þá óskar fjölskylduráð eftir samantekt um fjölda samninga og óskar jafnframt eftir áliti bæjarlögmanns. Einnig óskar ráðið eftir samantekt um samanburð á tímagjaldi hjá nágrannasveitarfélögum. Upplýsingarnar skulu liggja fyrir á næsta fundi ráðsins.

Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun:
Á fundi sínum þann 18. febrúar sl. óskaði fjölskylduráð eftir umsögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um nýjan kjarasamning NPA miðstöðvarinnar og Eflingar m.a. með því að taka forsendur og útreikninga til skoðunar. Nú hefur Sambandið tilkynnt fjölskylduráði að vegna anna geti sambandið ekki orðið við þessari beiðni fjölskylduráðs. Í svari Sambandsins kemur fram að Reykjavíkurborg hafi farið yfir útreikningana og geri ekki athugasemdir við þá með tilliti til þeirra forsendna sem liggja til grundvallar hjá NPA miðstöðinni. Fulltrúar Samfylkingarinnar ítreka fyrri bókanir og tillögur sínar um að Hafnarfjarðarbær miði við útreikninga NPA miðstöðvarinnar í NPA samningum bæjarfélagsins.
6. 1602410 - Fjölmenningarráð
Lagðar fram samþykktir fyrir fjölmenningarráð Hafnarfjarðar. Fyrir liggur að skipa þarf í ráðið samkvæmt 4.gr. reglnanna.
Sviðsstjóra er falið að kalla eftir fulltrúum í Fjölmenningarráð. Skipað verði í ráðið á næsta fundi Fjölskylduráðs.
Samþykkt fyrir fjölmenningarráð Hafnarfjarðar.pdf
7. 1110181 - Fatlaðir, ráðgjafarráð
Lagðar fram reglur Ráðgjafarráðs fatlaðs fólks. Fyrir liggur að skipa þarf í ráðið samkvæmt 2.gr. reglnanna.
Sviðsstjóra er falið að kalla eftir fulltrúum í Ráðgjafaráð fatlaðs fólks. Skipað verður í ráðið á næsta fundi Fjölskylduráðs.
Reglur Ráðgjafarráðs fatlaðs fólks.pdf
8. 2105535 - Vistun barna með fjölþættan vanda
Lagðar fram upplýsingar um málefni barna í fjölþættum vanda.
Lagt fram til kynningar.
Skipunarbréf - Rannveig Einarsdóttir.pdf
Vistun barna og ungmenna í fjölþættum vanda.pdf
9. 2208033 - Farsældardagur
Lagt fram minnisblað um Farsældardag sem haldinn verður þann 1.september n.k.
Lagt fram til kynningar.
Minnisblað, farsældardagur.pdf
Fundargerðir
10. 0701243 - Málskot
Lögð fram niðurstaða í máli nr. 11/2022 Fjölskylduráð staðfestir afgreiðslu málskotsnefndar. Lagðir fram tveir úrskurðir úrskurðarnefndar velferðamála.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til baka Prenta