Bæjarráð - 3592 |
Haldinn á fjarfundi, 06.01.2022 og hófst hann kl. 08:15 |
|
Fundinn sátu: Ágúst Bjarni Garðarsson formaður, Kristinn Andersen varaformaður, Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður, Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður, Jón Ingi Hákonarson aðalmaður, Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi, Bjarney Grendal Jóhannesdóttir varaáheyrnarfulltrúi, |
|
Fundargerð ritaði: Ívar Bragason, Bæjarlögmaður |
|
Mættir voru allir aðalbæjarráðsfulltrúar að undanskildum Sigurði Þ. Ragnarssyni en í hans stað sat fundinn Bjarney Grendal Jóhannesdóttir.
Auk þess sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs. |
|
|
|
Dagskrá: |
|
|
Almenn erindi |
1. 2201119 - Covid-19, bólusetning barna, húsnæði, skólahald |
Lagt fram erindi dags. 3.jan. sl. frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna fyrirhugaðra bólusetningar 6-11 ára barna. |
Bæjarráð samþykkir ósk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins ef til þess kemur og felur sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs nánari útfærslu í samráði og samstarfi við hlutaðeigandi aðila. Bæjarráð tekur auk þess undir það sem fram kemur í erindi Heilsugæslunnar að hér sé um að ræða flókið og viðkvæmt verkefni sem beri að nálgast sem slíkt. |
Bólusetningar barna - erindi til sveitarfélaga.pdf |
|
|
|
2. 1506569 - Samningur, yfirdráttur, lán |
Lagt fram minnisblað. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri mætir til fundarins. |
Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi bókun: Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að framlengja samningi um yfirdráttarlán við Íslandsbanka að fjárhæð 600 milljónir króna. Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast samningnum.
|
|
|
|
3. 1512005 - Úthlutun lóða, almennar reglur, endurskoðun |
Lögð fram drög að uppfærðum reglum um úthlutun lóða. |
Bæjarráð samþykkir uppfærðar reglur um úhlutun lóða og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar. |
|
|
|
4. 2112264 - Dverghella 5, 7, 9 og 11 og Jötnahella 6, 8, 10 og 12, fyrirspurn |
Lagt fram erindi Smáragarðs ehf. þar sem óskað er eftir vilyrði um úthlutun atvinnumhúsalóða. |
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
|
Erindi Smáragarðs ehf. desember 2021.pdf |
|
|
|
5. 2112517 - Dranghella 3 og 5, Tunguhella 2, 4, 6 og 8, Jötnahella 1, ósk um vilyrði |
Lagt fram erindi Klettagarða 12 ehf. þar sem óskað er eftir vilyrði um úthlutun atvinnuhúsalóða. |
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
|
Bréf til Bæjarráðs Hafnarfjarðar vegna Helluhrauns des21.pdf |
|
|
|
6. 2111548 - Breiðhella 5,umsókn um lóð |
Lögð fram umsókn Tæki.is um atvinnuhúsalóðina nr. 5 við Breiðhellu. |
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 5 við Breiðhellu verði úhlutað til Tæki.is ehf. |
|
|
|
7. 1601342 - Vegagerðin, færsla stofnvega ríkisins yfir til sveitarfélaga, skilavegir |
Lagður fram samningur við Vegagerðina. |
Bæjarráð vísar fyrirliggjandi samning til afgreiðslu í bæjarstjórn.
|
Samningur Fjarðarbraut.pdf |
|
|
|
8. 2201194 - Áform um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138 frá 2011, íbúakosningar |
Lagt fram. |
FW: Til samráðs: Áform um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011.pdf |
|
|
|
|
Fundargerðir |
9. 2112013F - Hafnarstjórn - 1612 |
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 15.desember sl. |
|
|
|
10. 2112001F - Menningar- og ferðamálanefnd - 381 |
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 9.desember sl. |
|
|
|
11. 2101085 - Stjórn SSH, fundargerðir 2021 |
Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 20.desember sl. |
|
|
|
11. 2101084 - Strætó bs, fundargerðir 2021 |
Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 3.desember sl. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:44 |
|