Fundargerðir


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 3592

Haldinn á fjarfundi,
06.01.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Ágúst Bjarni Garðarsson formaður,
Kristinn Andersen varaformaður,
Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður,
Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður,
Jón Ingi Hákonarson aðalmaður,
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Bjarney Grendal Jóhannesdóttir varaáheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Ívar Bragason, Bæjarlögmaður
Mættir voru allir aðalbæjarráðsfulltrúar að undanskildum Sigurði Þ. Ragnarssyni en í hans stað sat fundinn Bjarney Grendal Jóhannesdóttir.

Auk þess sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2201119 - Covid-19, bólusetning barna, húsnæði, skólahald
Lagt fram erindi dags. 3.jan. sl. frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna fyrirhugaðra bólusetningar 6-11 ára barna.
Bæjarráð samþykkir ósk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins ef til þess kemur og felur sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs nánari útfærslu í samráði og samstarfi við hlutaðeigandi aðila. Bæjarráð tekur auk þess undir það sem fram kemur í erindi Heilsugæslunnar að hér sé um að ræða flókið og viðkvæmt verkefni sem beri að nálgast sem slíkt.
Bólusetningar barna - erindi til sveitarfélaga.pdf
2. 1506569 - Samningur, yfirdráttur, lán
Lagt fram minnisblað.
Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri mætir til fundarins.
Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi bókun:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að framlengja samningi um yfirdráttarlán við Íslandsbanka að fjárhæð 600 milljónir króna. Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast samningnum.
3. 1512005 - Úthlutun lóða, almennar reglur, endurskoðun
Lögð fram drög að uppfærðum reglum um úthlutun lóða.
Bæjarráð samþykkir uppfærðar reglur um úhlutun lóða og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.
4. 2112264 - Dverghella 5, 7, 9 og 11 og Jötnahella 6, 8, 10 og 12, fyrirspurn
Lagt fram erindi Smáragarðs ehf. þar sem óskað er eftir vilyrði um úthlutun atvinnumhúsalóða.
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Erindi Smáragarðs ehf. desember 2021.pdf
5. 2112517 - Dranghella 3 og 5, Tunguhella 2, 4, 6 og 8, Jötnahella 1, ósk um vilyrði
Lagt fram erindi Klettagarða 12 ehf. þar sem óskað er eftir vilyrði um úthlutun atvinnuhúsalóða.
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bréf til Bæjarráðs Hafnarfjarðar vegna Helluhrauns des21.pdf
6. 2111548 - Breiðhella 5,umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Tæki.is um atvinnuhúsalóðina nr. 5 við Breiðhellu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 5 við Breiðhellu verði úhlutað til Tæki.is ehf.
7. 1601342 - Vegagerðin, færsla stofnvega ríkisins yfir til sveitarfélaga, skilavegir
Lagður fram samningur við Vegagerðina.
Bæjarráð vísar fyrirliggjandi samning til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Samningur Fjarðarbraut.pdf
8. 2201194 - Áform um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138 frá 2011, íbúakosningar
Lagt fram.
FW: Til samráðs: Áform um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011.pdf
Fundargerðir
9. 2112013F - Hafnarstjórn - 1612
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 15.desember sl.
10. 2112001F - Menningar- og ferðamálanefnd - 381
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 9.desember sl.
11. 2101085 - Stjórn SSH, fundargerðir 2021
Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 20.desember sl.
11. 2101084 - Strætó bs, fundargerðir 2021
Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 3.desember sl.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:44 

Til baka Prenta