FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Hafnarstjórn - 1587

Haldinn á fjarfundi,
18.11.2020 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen formaður,
Ágúst Bjarni Garðarsson aðalmaður,
Magnús Ægir Magnússon aðalmaður,
Jón Grétar Þórsson aðalmaður,
Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður,
Fundargerð ritaði: Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri
Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2007364 - Hafnasambandsþing 2020
Lagt fram bréf frá Hafnarsambandinu dags 6. nóvember 2020 þar sem boðað er til rafræns hafnasambandsþings 27. nóvember nk. Jafnframt lagðar fram ályktunartillögur og önnur fundargögn frá stjórn sambandsins.
Hafnarstjórn samþykkir að tilnefna sem fulltrúa sína á þingið, aðalmenn í hafnarstjórn, bæjarstjóra og hafnarstjóra.
Kynningar
2. 2001191 - Framkvæmdir á hafnarsvæðum 2020
Hafnarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda við smíði trébryggju við Háabakka og aðrar helstu framkvæmdir á hafnarsvæðinu.
trébryggja 13 nóv 2020.pdf
smíði 13. nóv 2020.pdf
Hlið við Óseyrarbraut nóv 2020.pdf
3. 1905304 - Landtengingar skipa, háspenna
Farið yfir stöðu mála við undirbúning 1. áfanga orkuskipta með styrkingu rafvæðingu skipa við Hvaleyrarbakka. Lagt fram minnisblað dags. 13. nóvember 2020.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30 

Til baka Prenta