FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags- og byggingarráð - 731

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg,
23.03.2021 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Ólafur Ingi Tómasson formaður,
Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður,
Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður,
Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður,
Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður,
Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi,
Sigurjón Ingvason varaáheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason bæjarlögmaður.

Sigurjón Ingvason vék af fundi kl. 11:50.
Ágúst Bjarni Garðarsson vék af fundi kl. 12:00


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1709249 - Samþykktir um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar
Lagður fram til kynningar viðauki við samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar.
Lagt fram til kynningar.
Viðauki við samþykkt lagt fram í bæjarstjórn 3. febrúar 2021_hreint skjal.pdf
Samþykktir um stjórn Hafnarfjarðarkaupstðar, undirritað eintak.pdf
2. 2012157 - Suðurhella 10, óleyfisframkvæmdir, óleyfisbúseta
Lagt fram bréf Lárusar Ragnarssonar dags. 19.03.2021, f.h. Firring Fasteign varðandi rýmingu húsnæðis að Suðurhellu 10.
Ljóst er að einn eigandi Suðurhellu 10, Firring Fasteign, hefur fengið ítrekaða fresti. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að lóðarhafi hafi 60 daga til að rýma húsnæðið.
Suðurhella 10 bréf.pdf
3. 2008399 - Suðurgata 18, lóðarstækkun, breyting lóðar
Á fundi skipulags og byggingaráðs þann 08.09.2020 vísaði ráðið erindi Þorgeirs Jónssonar um lóðarstækkun til vinnslu umhverfis- og skipulagssviðs. Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi sem gerir grein fyrir tillögu að lóðarstækkun.
Skipulag- og byggingarráð vísar tillögu að lóðarstækkun til bæjarráðs.

Fulltrúi Viðreisnar bókar: Miðað við þann tilgang sem lýst er í umsókn um lóðarstækkun er vandséð að stækka þurfi lóðina um 127% eða 300 fermetra til að koma fyrir brunastiga og ruslatunnum. Varðandi bílastæði er bent á að flestir húseigendur þarna megin við Suðurgötuna þurfa að sætta sig við að nota almenningsstæði utan lóða.

Gera ætti kröfu um að lóðarhafi upplýsi um raunveruleg framtíðaráform sín varðandi uppbyggingu og notkun lóðarinnar áður en slíkir landvinningar eru samþykktir.

Minnt er á að árið 2012 felldi úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála úr gildi ákvörðun um hótelbyggingu á lóðinni.

Skoða þarf málefni þessarar lóðar í samhengi við þá starfsemi sem fram fer í íþróttahúsinu við Strandgötu og þá bílastæðaþörf sem hún kallar á. Ef breyta á skipulagi á þessari lóð væri rétt að gera það í samhengi við endurskoðun á skipulagi alls reitsins í nágrenni íþróttahússins og miðbæjarskipulagsins í heild sinni, en endurskoðun á því stendur nú yfir.
DEILISKIPULAG_1000_R4_snuningshaus.pdf
4. 2009528 - Víkingastræti 1-3, umferðaröryggi
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 01.12.2020 var tekið fyrir erindi Fjörukráarinnar um að Vikingarstræti yrði gert að einstefnugötu frá Strandgötu. Tekið var jákvætt í erindið. Lögð fram og kynnt tillaga að breyttu deiliskipulagi sem gerir grein fyrir breyttri akstursstefnu.
Lagt fram.
DEILISKIPULAG_1000_R4_snuningshaus.pdf
5. 2103383 - Snókalönd, innviðir og uppbygging
Tekið til umræðu erindi Basecamp Iceland ehf. um stuðning til frekari uppbyggingar á aðstöðu til norðurljósa- og stjörnuskoðunar við Snókalönd.
Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og felur umhverfis- og skipulagssviði að taka saman umsögn.
Erindi um stuðning til frekari uppbyggingar á aðstöðu til norðurljósa.pdf
Stutt hlé tekið á fundi.
6. 2005480 - Ungmennaráð, tillögur 2020 - 3. Nýtt hundasvæði
Tekið til umræðu að nýju.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að sett verði upp hundagerði við Kaldárselsveg og vísar til nánari úrvinnslu á umhverfis- og skipulagssvið.
Kirkjugarður mæliblað.pdf
Hundagerði, umsögn heilbrigðiseftirlits.pdf
Kirkjugarður, gildandi deiliskipulag.pdf
7. 2103509 - Hraun vestur, Hjallar
Skipulagsfulltrúi kynnir frumtillögur að byggð við Trönuhraun samkvæmt tillögum frá Batteríinu Arkitektum.
Lagt fram til kynningar.
8. 2101623 - Kirkjuvegur 9, viðbygging
Þann 26.01.2021 leggur Brynjar Ingólfsson inn umsókn um byggingarleyfi þar sem óskað er eftir að fjarlægja íveruhús á lóð við Kirkjuveg 9 og byggja þess í stað við húsið. Erindið var lagt fram á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þ. 3.2.2021. Afgreiðsla þess var: "Erindi frestað, vísað til skipulagsvinnu svæðisins." Húsið fellur undir lög um menningarminjar. Lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 12.3.sl. ásamt nýjum teikningum.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að grenndarkynna byggingaráform aðliggjandi lóðarhöfum sbr. 43. grein skipulagslaga.
Alit MI dags 12 mars 2021.pdf
Kirkjuvegur 9.pdf
9. 2009431 - Tinnuskarð 24, breyting á deiliskipulagi
Deiliskipulagsbreyting, er nær til lóðarinnar við Tinnuskarð 24, var samþykkt í skipulags- og byggingarráði þann 29.12.2020 og staðfest af bæjarsjórn þann 6.1.2021 með vísan til samþykktar um breytt orðalag almennra skilmála Skarðhlíðar 2. og 3 áfanga sem samþykkt var á fundi skipulags- og byggingaráðs þann 15.12.2020. Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun íbúða um eina (5 í stað 4), breyttum byggingarreit og bílastæðum. Gólfkóti er hækkaður um 0,5m, kóti í baklóð lækkaður um 1,35-1,5m.
Deiliskipulagsbreyting var auglýst í samræmi við 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga frá 18.01.-03.03.2021. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu í samræmi við skipulagslög.
Tinnuskarð 24 - 5 íbúðir - Deiliskipulagsbreyting.pdf
10. 2103409 - Opið svæði, útfærsla, Hlíðarbraut, Holtsgata og Hringbraut
Sif Hjaltdal frá Landslagi kynnir tillögu að útfærslu leiksvæðis á opnu svæði sem afmarkast af Hlíðarbraut, Holtsgötu og Hringbraut.
Lagt fram til kynningar.
11. 2012234 - Strandgata 9, deiliskipulagsbreyting
Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 06.01.2021 var samþykkt að auglýsa tillögu að deililskipulagsbreytingu er nær til lóðarinnar við Strandgötu 9 og að málsmeðferð fari skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga.
Í breytingunni felst að: íbúðir gildandi deiliskipulags eru minnkaðar og þeim fjölgað. Byggingarmagn í kjallara og á 3 hæð eykst en stærðir annarra hæða haldast nær óbreyttar.
Tillagan var auglýst tímabilið 15.01 til og með 01.03.2021. Ayglýsingatími var framlengdur til og með 18. mars sl. auk þess sem kynningarfundur var haldinn í streymi þann 15.3.sl. Athugasemdir bárust.
Skipulagsfulltrúa falið að taka saman svör við framkomnum athugasemdum.
12. 2011478 - Stöðuleyfi endurskoðun í kjölfar úrskurðar
Lögð fram drög að breytingum á reglum um stöðuleyfi og gjaldskrá fyrir leyfisveitingar og þjónustu byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa í Hafnarfjarðarkaupstað.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu reglna um stöðuleyfi og rekstraráætlun gjaldtöku fyrir gáma og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Skipulags- og byggingarráð fagnar þeim árangri sem náðst hefur í fækkun gáma á iðnaðarsvæðum. Frá því að farið var í átak um skráningu á gámum og innheimtu stöðugjalds í sveitarfélaginu hefur þeim fækkað umtalsvert auk þess sem útgefin stöðuleyfi fóru úr 1% í 60% - 70%. Þar sem gámar á iðnaðarsvæðum eru til lítillar prýði er markmiðið enn að lágmarka fjölda þeirra á iðnaðarsvæðum og að eftirlit með staðsetningu þeirra sé markvist þar sem fjöldi og staðsetning gáma inn á lóðum getur valdið brunahættu og tafið störf slökkviliðs.
Stöðuleyfi gáma, rekstraráætlun.pdf
Stöðuleyfi_reglur_drög _samþykkt 23.3.2021.pdf
13. 1510326 - Herjólfsbraut, tenging við Álftanesveg
Lagt fram minnisblað Eflu verkfræðistofu dags. 17.03.2021 vegna umferðartalningar í Norðurbæ vegna lokunar gamla Álftanesvegar.
Skipulags- og byggingarráð ítrekar mótmæli sín vegna lokunar Gamla Álftanesvegar við Herjólfsbraut. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar, íbúar í Norðurbæ og í Hleinahverfi og Garðaprýði hafa mótmælt lokuninni harðlega. Minnisblað EFLU sýnir með skýrum hætti umferðaraukningu í íbúðarhverfum eftir lokun vegarins. Skipulags- og byggingarráð skorar á bæjaryfirvöld í Garðabæ að endurskoða ákvörðun sína um lokun vegarins. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að minnisblað EFLU verði kynnt íbúum og að þar verði einnig kynntar mögulegar mótvægisaðgerðir sem gætu verið:
a) Lokun frá Herjólfsbraut inn á Heiðvang
b) Skjólvangur gerður að lokaðri götu, lokað við Herjólfsbraut
c) Lokað á alla umferð úr Garðabæ inn í Hafnarfjörð um Herjólfsbraut
d) Allt ofangreint
2530-101-MIN-002-V01-Norðurbær-Umferðartalningar 2021.pdf
14. 2103328 - Öldutún, deiliskipulagsbreyting
Hafnarfjarðarkaupstaður sækir þann 11.3.2020 um breytingu á deiliskipulagi lóðar Öldutúnsskóla og nágrennis vegna stofnunar nýrrar lóðar undir dælustöð. Lóðarheiti verður Öldutún 9d.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Öldutún 9b dsk 11.3..pdf
15. 2002127 - Geymslusvæðið, vegstæði, Reykjanesbraut
Lagt fram erindi Dyrs dags 17.02.2021 vegna geymslusvæðisins.
Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið eins og það liggur fyrir með fyrirvara um endanlega legu Reykjanesbrautar.
Bréf til Skipulags og byggingaráðs feb 21.pdf
16. 2101579 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, þróunaráætlun 2020-2024
Lögð fram þróunaráætlun SSH 2020-2024.
Lagt fram til kynningar.
Þróunaráætlun_2020-24_utgafa_10.03.2021.pdf
17. 2101713 - Hrauntunga 5, byggingarleyfi
Lagðir fram uppdrættir Sveins Ívarssonar arkitekts, vegna uppbyggingar áforma að Hrauntungu 5. Uppdrættir gera grein fyrir færslu húsa um 2m til viðbótar frá götu miðað við það sem byggingarreitir gera ráð fyrir.
Lagt fram til kynningar.
TILLAGA15-1-21-2.pdf
18. 2010144 - Langeyrarvegur 5, breytingar
Þann 1.10.2020 leggur Gunnar Ó. Guðjónsson inn umsókn um byggingarleyfi. Erindið var lagt fram á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 14.10. s.á. Afgreiðsla þess var: Ekki er hægt að taka afstöðu til erindisins þar sem umsóknaraðili er ekki eigandi Langeyrarvegar 5. Jafnframt eru þær hugmyndir sem settar eru fram ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Þann 16.3.sl. barst erindi með tölvupósti frá Gunnarí Ó Guðjónssyni þar sem óskað er eftir afstöðu skipulags- og byggingarráðs, hvort tekið yrði jákvætt í að fara í deiliskipulagsbreytingar er nær til Langeyrarvegar 5. Viðkomandi er nú í kaupferli á eigninni og verður þinglýstur eigandi innan skamms.
Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu og óskar eftir umsögn Minjastofnunar.
19. 2103518 - Strandgata 34, Hafnarborg útiaðstaða
Krydd veitingahús óskar eftir tímabundinni lokun á akstursleið yfir sumartímann tímabilið 01.04.2021-30.09.2021 á torginu fyrir framan staðinn. Hugmyndin er að skema svæðið af með blómakerjum eða viðeigandi verkfærum til að stækka útisvæðið.
Skipulags- og byggingarráð heimilar tímabundin afnot svæðis næst húsi til útivistar og veitingasölu. Gæta skal að frágangi með tilliti til hreyfihamlaðra. Lokun skal unnin í samráði við umhverfis- og skipulagssvið.
Fundargerðir
20. 1901181 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir
Lögð fram fundargerð 99 fundar SSK.
Fundargerð 99. fundar.pdf
21. 2103001F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 826
Lögð fram til kynningar fundargerð 826 fundar.
22. 2103010F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 827
Lögð fram til kynningar fundargerð 827 fundar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:20 

Til baka Prenta