Fundargerðir


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 3599

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
31.03.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Kristinn Andersen varaformaður,
Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður,
Jón Ingi Hákonarson aðalmaður,
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi,
Rósa Guðbjartsdóttir varamaður,
Valdimar Víðisson varamaður,
Fundargerð ritaði: Ívar Bragason, Bæjarlögmaður
Mættir eru allir aðalbæjarráðsfulltrúar að undanskildum þeim Ólafi Inga Tómassyni og Ágústi Bjarna Garðarssyni en í þeirra stað sitja fundinn Rósa Guðbjartsdóttir og Valdimar Víðisson.

Auk þess situr fundinn Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2106263 - Hafnarfjarðarbær, heildstæð stefnumótun, heimsmarkmið
Lagðar fram niðurstöður stýrihóps um framtíðarsýn, meginmarkmið og stefnumarkandi áherslur fyrir Hafnarfjörð ásamt innleiðingu heimsmarkmiða.
Arnar Pálsson ráðgjafi og Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri mæta til fundarins.
Bæjarráð vísar framlagðri framtíðarsýn, meginmarkmiðum og stefnumarkandi áherslum fyrir Hafnarfjörð til bæjarstjórnar.
Hfj-BM35-proof03.pdf
2. 1709028 - Hellisgerði 100 ára
12. liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 16.mars sl.
Lögð fram bókun menningar- og ferðamálanefndar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir umsögn menningar- og ferðamálanefndar og vísar erindinu til kynningar í bæjarráði og óskar eftir kostnaðarmati við hitalögn og endurgerð aðalstígs í Hellisgerði.

Inga Rut Gylfadóttir landslagsarkitekt hjá Landslagi mætir til fundarins.
Til kynningar.
21185-03-YFIRLITSMYND.pdf
3. 2001243 - Innkauparáð
Lögð fram drög að nýjum innkaupareglum.
Lagt fram.
Drög - innkaupareglur-og-innkaupastefna_lagt fram í bæjarráði 31. mars 2022.pdf
4. 2112031 - Menningarstyrkir 2022
4.liður úr fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 10.mars sl.
Drög að samstarfssamningum vegna menningarstyrkja 2022 lögð fram til samþykktar.

Menningar- og ferðamálanefnd vísar samstarfssamningunum til staðfestingar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samstarfssamninga.

Sveinssafn_samningur.pdf
Songhatid_samningur.pdf
HjartaHafnarfjardar_samningur.pdf
Guitarama_samningur.pdf
Víkingahátíð_samningur.pdf
Heima_samningur.pdf
5. 2203546 - Bæjarráðsstyrkir 2022, fyrri úthlutun
Lagt fram yfirlit yfir umsóknir um styrki bæjarráðs
Lagt fram.
Umsóknir um styrki bæjarráðs 2022.pdf
6. 2203788 - Römpum upp Ísland
Lagt fram bréf frá Römpum upp Ísland
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að setja sig í samband við forsvarsmenn Römpum upp Ísland og lýsa formlega yfir vilja til þátttöku í verkefninu.
Römpum upp Ísland bréf.pdf
7. 1905387 - Uppsala, vinabæjarmót 2022
Til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir að tveir starfsmenn sveitarfélagsins og tveir bæjarfulltrúar verði þátttakendur á vinabæjarmóti sem haldið er í Uppsala.
8. 2203319 - Brynja hússjóður Öryrkjabandalagsins, beiðni um stofnframlög, 2022 og 2023
Til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir að Hafnarfjarðarkaupstaður úthluti Brynju, Hússjóði ÖBÍ 12% stofnframlagi vegna kaupa á 10 íbúðum. Áætlað stofnvirði vegna kaupanna er samkvæmt umsókn 67.442.742 kr. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

Fundargerð - matsnefnd um stofnframlög 28.03.2022.pdf
9. 2203366 - Áshamar 50 (þróunarreitur 6A), umsókn um lóð
Til afgreiðslu
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi skilmála fyrir Áshamar 50 (þróunarreit 6A). Bæjarráð leggur jafnframt til að þróunarreit 6A verði úthlutað til Þarfaþings hf. og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.


10. 2201575 - Álhella 1, stækkun lóðar, umsókn
Áður á dagskrá 17.mars sl. Tekið fyrir að nýju.
Tekið fyrir að nýju. Við afgreiðslu málsins í bæjarráði þann 17. mars sl. lá ekki fyrir umsögn umhverfis- og skipulagssvið um erindið. Í því ljósi óskar bæjarráð eftir slíkri umsögn og verður erindið tekið fyrir að nýju til afgreiðslu þegar umsögnin liggur fyrir.
11. 2203747 - Straumhella 14 og 16, ósk um vilyrði
Bílaumboðið Askja sækir um vilyrði fyrir lóðunum Straumhella 14 og 16.
Bæjarráð samþykkir ósk bílaumboðsins Öskju um lóðarvilyrði fyrir lóðunum Straumhella 14 og 16 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
12. 2202262 - Aurora Basecamp, Snókalönd, lóð, fyrirspurn
Tekið fyrir á ný. Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs liggur fyrir.
Bæjarráð samþykkir í samræmi við umsögn að Aurora Basecamp verði úthlutað landi og farið verði í deiliskipulagsvinnu.

Umsögn vegna lóðar.pdf
13. 2106262 - Borgahella 7, umsókn um lóð,úthlutun
Lögð fram beiðni um heimild til að framselja lóðina.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindi.
14. 2203357 - Gjáhella 7, lóðarleigusamningur
Lögð fram beiðni um endurnýjun lóðarleigusamnings.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.

Gjáhella 7.drög.lls.28.3.22.pdf
15. 2203356 - Gjáhella 9, lóðarleigusamningur
Endurnýjun lóðarleigusamnings
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.

Gjáhella 9.drög.lls.dags.28.3.22.pdf
16. 2203757 - Einhella 1,lóðarleigusamningur
Endurnýjun lóðarleigusamnings.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.

Einhella 1.drög.lls.28.3.22.pdf
17. 2203109 - Tekjur af lóðasölu, fyrirspurn
Lagt fram svar við fyrirspurn.
Fulltrúi Miðflokksins þakkar fyrir framkomin svör og skjót viðbrögð við fyrirspurnunum.
2203109 - svar við fyrirspurn fulltrúa Miðflokksins.pdf
18. 2005169 - Fyrirspurnir
Lagt fram svar við fyrirspurnum
Fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar framlögð svör en ítrekar fyrirspurn um kostaðar auglýsingar á samfélagsmiðlum.
Adda María Jóhannsdóttir
Svör við fyrirspurn - upplýsingar um kostaða umfjöllun Hafnarfjarðarbæjar í dagblöðum .pdf
19. 2003508 - Covid 19, aðgerðaráætlun
Sérstakir viðburða- og menningarstyrkir bæjarráðs í kjölfar Covid 19.
Í framhaldi af fyrri samþykkt bæjarráðs er lögð fram tillaga um að sérstakir viðburða- og menningarstyrkir verði auglýstir til umsóknar. Umsóknarfrestur verði til og með 25. apríl og verða styrkirnir teknir til úthlutunar í bæjarráði.
Samþykkt.
20. 2103175 - Stefna í aðgengismálum í Hafnarfirði, starfshópur
Gerð er breyting á skipan í starfshóp um aðgengismál.
Í stað Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur kemur Jón Grétar Þórsson.
Samþykkt.
Fundargerðir
21. 1811306 - St. Jó. framkvæmdahópur
Lögð fram fundargerð framkvæmdahópsins frá 7.janúar sl.
22. 2203011F - Hafnarstjórn - 1617
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 16.mars sl.
23. 2201361 - Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2022
Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes frá 28.mars sl.
24. 2203012F - Menningar- og ferðamálanefnd - 387
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 24.mars sl.
25. 2201360 - Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir 2022
Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25.mars sl.
26. 2201357 - Sorpa bs, fundargerðir 2022
Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 11. febrúar sl.
27. 1909104 - SORPA bs, eigendafundir, fundargerðir
Lögð fram fundargerð eigendafundar Sorpu bs. frá 11.mars sl.
28. 2201358 - Strætó bs, fundargerðir 2022
Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 11.mars sl.
29. 1904277 - Strætó bs., eigendafundir, fundargerðir
Lögð fram fundargerð eigendafundar Strætó bs. frá 11. mars sl.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:22 

Til baka Prenta