Fundargerðir


Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 867

Haldinn á fjarfundi,
12.01.2022 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi,
Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður,
Berglind Björg Sigvaldadóttir starfsmaður,
Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 2112422 - Brúsastaðir 2, breyting
María Krista Hreiðarsdóttir sækir 21.12.2021 um breytingar á áður samþykktum teikningum. Klæðning á 1. hæð og stiga og svölum breytt samkvæmt teikningum Jóhanns Sigurðarsonar dagsettar 17.12.2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
2. 2112304 - Búðahella 6, MHL.03, byggingarleyfi
Pétur Ólafsson byggverktak ehf. sækir 15.12.2021 um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsnæði á einni hæð skv. teikningum Arnars Inga Ingólfssonar.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
B-hluti skipulagserindi
3. 2106092 - Drangsskarð 2, breyting á deiliskipulag
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 15. júní 2021 var samþykkt að grenndarkynna erindi lóðarhafa Drangsskarðs 2 í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Helstu breytingar fela í sér fjölgun íbúða úr 2 íbúðum í 3 íbúðir á 1-2 hæðum og byggingarreitur er færður til norðvestur og austur til að ná betri sólaráttum í lóð. Erindið var grenndarkynnt tímabilið 25.10.-24.11.2021. Engar athugasemdir bárust.
Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.
4. 2106091 - Bjargsskarð 1, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 15. júní 2021 var samþykkt að grenndarkynna erindi lóðarhafa Drangsskarðs 2 í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Helstu breytingar fela í sér fjölgun íbúða úr 2 íbúðum í 3 íbúðir á 1-2 hæðum og byggingarreitur er færður til norðvestur og austur til að ná betri sólaráttum í lóð. Erindið var grenndarkynnt tímabilið 25.10.-24.11.2021. Engar athugasemdir bárust.
Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.
5. 2106090 - Bjargsskarð 2, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 15. júní 2021 var samþykkt að grenndarkynna erindi lóðarhafa Drangsskarðs 2 í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Helstu breytingar fela í sér fjölgun íbúða úr 2-3 íbúðum í 3 íbúðir á 1-2 hæðum. Erindið var grenndarkynnt tímabilið 25.10.-24.11.2021. Engar athugasemdir bárust.
Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.
6. 2112247 - Hlíðarás 43, breyting á deiliskipulagi
Hörður Jóhann Halldórsson sækir 10.12.2021 um breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda. Um er að ræða breytingu á nýtingarhlutfalli.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að grenndarkynna erindið.
7. 2106645 - Gauksás 53, lóðarstækkun
Rögnvaldur G Einarsson sækir um stækkun lóðar. Þegar lóð var gerð var lóðarhnit nr. 299 á lóð nr. 55 sett sem viðmiðunarpunktur á lóð nr. 53.
Bæjarráð samþykkti beiðni um lóðarstækkun á fundi sínum þann 16.12.2021 og að kvöð yrði sett á lóðin vegna lagna. Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar þegar fullnægjandi gögn berast.
8. 2110253 - Berjahlíð 1a, MHL 01, breyting á deiliskipulagi
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkti á fundi sínum 10.11.2021 að grenndarkynna erindi HS Veitna vegna breytingu á deiliskipulagi. Breytingin snýr að breytingu á staðsetningu dreifistöðvar. Núverandi dreifistöð er skipt út fyrir nýja. Tillagan var grenndarkynnt tímabilið 15.11-15.12.2021. Engar athugasemdir bárust.
Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.
9. 2110385 - Völuskarð 24, breyting á deiliskipulagi
Viktor Tyscenko Viktorsson sækir 19.10.2021 um breytingu á deiliskipulagi skv. tillögu Róberts Svavarssonar dagsetta 5.10.2021. Óskað er eftir að færa byggingarreit til vesturs um 2,5 m ásamt því að breikka byggingarreit neðri hæðar um 2,0 m til norðurs byggingarreitur neðri hæðar er minnkaður úr 19,0 m í 16,5 m. hæðarkóti efri hæðar fer úr 46,3 m í 46,6 m. Aðrir skilmálar og byggingarmagn helst óbreytt. Erindið var grenndarkynnt 5.11-7.12.2021. Engar athugasemdir bárust.
Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.
D-hluti fyrirspurnir
10. 2110203 - Völuskarð 22, fyrirspurn, deiliskipulagsbreyting
Jóhann Ögri Elvarsson sendir inn fyrirspurn varðandi deiliskipulagsbreytingu.
Tekið er jákvætt í fyrirspurnina.
E-hluti frestað
11. 2201203 - Reykjavíkurvegur 60, breyting
Hraunbyggð ehf. sækja þann 06.01.2022 um breytingu á innra rými 2. hæðar samkvæmt teikningum Birkis Árnasonar dags. 20.12.2021.
Frestað gögn ófullnægjandi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til baka Prenta