Fundargerðir


Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 881

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
27.04.2022 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi,
Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi,
Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa,
Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður,
Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 2204201 - Hringhamar 7, breyting
Draumar hús ehf. sækja 12.4.2022 um breytingu á afstöðumynd og byggingarlýsingu samkvæmt teikningum Fernando Andrés C. de Mendonca, dagsettar 8.4.2022.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
2. 2203353 - Suðurgata 38, breyting
Davíð Arnar Stefánsson og Margrét Gauja Magnúsdóttir sækja um breytingar á húsi samkvæmt teikningum Jóhanns Harðarssonar dags. 10.03.2022.
Nýjar teikningar bárust 19.4.2022.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki 160/2010
3. 2202588 - Hverfisgata 12, byggingarleyfi
Guðmundur Már Ástþórsson sækir 24.2.2022 um að byggja einbýlishús samkvæmt teikningum Þóru Guðmundsdóttur dagsettar 22.2.2022. Erindið var grenndarkynnt. Athugasemdir bárust. Umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.
4. 2111620 - Hraunkambur 10, viðbygging
Hilmar Örn Erlendsson sækir 30.11.2021 um leyfi fyrir kaldri viðbyggingu samkvæmt teikningum Jóhanns Harðarsonar dagsettar 1.11.2021, undirritun nágranna er fyrirliggjandi.
Nýjar teikningar bárust 21.3.2022.
Nýjar teikningar bárust 19.4.2022.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
5. 2202555 - Hrauntunga 5, breyting, geymslur
GS Hús ehf sækir 23.2.2022 um breytingu á sorpgeymslum og geymslum í bílastæði samkvæmt teikningum Sveins Ívarssonar dagsettar 1.2.2022
Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
6. 2203794 - Selvogsgata 17-19, breyting
Ólöf Einarsdóttir, Guðbjörg Hjartardóttir og Helga Einarsdóttir sækja um breytingu á skráningu hússins í samræmi við áður gerðar breytingar, einnig geymsluskúr í garði skv. teikningum Gunnars Loga Þorsteinssonar dags. 02.03.2022 samþ. nágranna er fyrirliggjandi.
Nýjar teikningar bárust 25.4.2022.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
7. 2204395 - Dalshraun 5, breyting á 3. hæð
Gosi Trésmiðja ehf. sækir 26.4.2022 um leyfi fyrir fjölgun eigna.
Íbúð (04-302) verði breytt í tvær íbúðir með tvö fastanúmer samkvæmt teikningum Sigurbjarts Halldórssonar dagsettar 7.4.2022.
Erindi synjað samræmist ekki aðalskipulagi.
8. 2204393 - Dalshraun 5, breyting á 4. hæð
Gosi Trésmiðja ehf. sækir 26.4.2022 um breytingu nýtingu rýma. Breyta tveimur skrifstofurýmum á 2. hæð (04-0201 og 04-0202) í þrjár íbúðir samkvæmt teikningum Sigurbjarts Halldórssonar dagsettar 7.4.2022.
Erindi synjað samræmist ekki aðalskipulagi.
9. 2201457 - Rauðhella 3, reyndarteikningar
Reynir Kristjánsson fh. lóðarhafa leggur 17.1.2022 inn reyndarteikningar.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Vakin er athygli á að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Verktrygging er ekki skráð á verkið né ábyrgðaraðilar.
10. 2110205 - Álhella 34, breyting
Þann 12.10.2021 sækir Malbikunarstöðin Höfði um breytingar, fjarlægja núverandi malbikunarstöð, ný malbikunarstöð kemur í staðinn sem afgirt verður með færanlegum hlöðnum einingarveggjum. Bygging mhl. 05 fjarlægð og sú starfsemi sem er þar nú færð í mhl. 04.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.
B-hluti skipulagserindi
11. 2204327 - Vikurskarð 6, breyting á deiliskipulagi
Smári Björnsson fh. lóðarhafa sækir um að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin snýr að húsgerð, tvíbýli breytt í parhús.
Erindið verður grenndarkynnt.
12. 2204100 - Áshamar 12, MHL 04-05, breyting á deiliskipulagi
Ásgeir Ásgeirsson fh. lóðarhafa sækir um að setja inndregna 5 hæð á matshluta 03 og 04 ásamt 53 cm færslu á byggingarreit.
Erindinu er synjað. Um er að ræða þróunarreit sem skipulagður var af lóðarhöfum.
D-hluti fyrirspurnir
13. 2204357 - Strandgata 30, fyrirspurn
Lögð fram til kynningar frumdrög vegna byggingarleyfis.
Lagt fram og vísað til kynningar í skipulags- og byggingarráði.
14. 2204165 - Reykjavíkurvegur 34, breyting á deiliskipulagi, fyrirspurn, bílskúr
Þórður Mar Sigurðsson leggur 11.4.2022 inn fyrirspurn vegna byggingu bílskúrs og breytinga á deiliskipulagi vegna þess sem og stækkun lóðar.
Tekið er neikvætt í erindið varðandi byggingarmagn. Bent er á að sækja þarf um stækkun lóðar í gegnum mínar síður.
15. 2203864 - Hellisgata 15, fyrirspurn
Guðbjörg Lára Sigurðardóttir leggur 30.3.2022 inn fyrirspurn vegna viðbyggingar, stækkun á bíslagi og kjallara.
Tekið er jákvætt í tillögu 2 enda er hún innan heimilda fyrirliggjandi deiliskipulags.
16. 2204163 - Áshamar 1-7, fyrirspurn
Jóhann Örn Logason leggur 11.4.2022 inn fyrirspurn varðandi heimild fyrir byggingu kvists á norðurgafli húsanna við Áshamar 1-7.
Tekið er neikvætt í erindið.
17. 2204264 - Þrúðvangur 6, bílskúr, fyrirspurn
Eyjólfur Þór Jónasson leggur 19.4.2022 inn fyrirspurn vegna stækkunar innan byggingareits bílskúrs.
Tekið er neikvætt í erindið samræmist ekki deiliskipulagi.
E-hluti frestað
18. 2204312 - Tinnuskarð 20, byggingarleyfi
Smári Björnsson fh. lóðarhafa sækir þann 25.04.2022 um að byggja parhús á tveimur hæðum.
Frestað gögn ófullnægjandi.
19. 2204321 - Bjargsskarð 1, byggingarleyfi
Undir Jökli ehf. sækir 25.4.2022 um byggingarleyfi fyrir byggingu fjölbýlishús.
Frestað gögn ófullnægjandi.
20. 2204247 - Þúfubarð 3, bílgeymsla
Alma Pálsdóttir sækir 19.4.2022 um stækkun á bílgeymslu samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar.
Frestað gögn ófullnægjandi.
F-hluti önnur mál
21. 2204286 - Hnoðraholtslína, framkvæmdaleyfi
Landsnet hf. sækir 20.4.2022 um framkvæmdaleyfi vegna lagningar jarðstrengs í stað loftlínu á 1km kafla.
Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við skipulagslög.
22. 2204336 - Kaldárselsvegur, stígar, framkvæmdaleyfi
Hafnarfjarðarkaupstaður sækir 25.4.2022 um framkvæmdaleyfi vegna stígagerðar meðfram Kaldárselsvegi frá Hvaleyrarvatnsvegi inn að Kaldárbotnum.
Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við skipulagslög.
23. 2204410 - Áshamar 2, framkvæmdaleyfi
Skuggi 6 ehf. sækir 27.4.2022 um framkvæmdaleyfi vegna grunnlagna, sökkla og botnplötu.
Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við skipulagslög.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til baka Prenta