FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Stjórn Hafnarborgar - 359

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
12.05.2021 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Pétur Gautur Svavarsson formaður,
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri,
Böðvar Ingi Guðbjartsson aðalmaður,
Fundargerð ritaði: Andri Ómarsson, verkefnastjóri
Einnig sat Aldís Arnardóttir forstöðumaður Hafnarborgar fundinn.

Formaður stjórnar Hafnarborgar Pétur Gautur bauð Aldís Arnardóttur nýjan forstöðumann í Hafnarborg velkomna til starfa.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2105021 - Hafnarborg, listaverk
Sýningin "Töfrafundur - áratug síðar" til umræðu.
Farið yfir aðdraganda þess að verkið „Ekki kjafta ykkur frá niðurstöðum stjórnlagaþings“ var sett upp án formlegra leyfa sem leiddi til þess að bæjarstjóri óskaði eftir því að það yrði tekið niður og málið sett í formlegan feril.

Málamiðlunartillaga bæjarstjóra frá bæjarráðsfundinum 6. maí sl. rædd. Hún gerði ráð fyrir að til að flýta uppsetningu verksins yrði því komið fyrir frístandandi fyrir utan Hafnarborg. Ekki hefur náðst samkomulag við listamennina um þá útfærslu.

Forstöðumaður Hafnarborgar leggur til að verki listamannanna Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar „Ekki kjafta ykkur frá niðurstöðum stjórnlagaþings“ af sýningunni Töfrafundur - áratug síðar verði komið upp aftur á gafl Hafnarborgar hið fyrsta. Þess skal gætt að verkið hylji merki Hafnarborgar með sem minnstum hætti. Forstöðumanni falið að sækja um stöðuleyfi til byggingarfulltrúa fyrir verkið og uppsetningin verði í samráði við listamennina og umhverfs- og skipulagssvið.
2. 2105200 - Hafnarborg, vinnulag og ferlar
Rætt um ferla og vinnulag við sýningahald í Hafnarborg.
Nauðsynlegt er að skerpa á ferlum og vinnulagi við sýningahald í Hafnarborg og því leggur stjórn Hafnarborgar eftirfarandi til:

Stjórnsýslusviði Hafnarfjarðarbæjar verði falið í samráði við forstöðumann Hafnarborgar að gera tillögu að verklags- og vinnureglum um stofnunina og sýningahald í listamiðstöðinni. Þar verði einnig skilgreind og skýrð hlutverk t.d. forstöðumanns Hafnarborgar, stjórnar, bæjarráðs og listráðs með tilliti til gjafabréfs um stofnunina frá árinu 1983. Tillagan verði lögð fyrir stjórn Hafnarborgar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:33 

Til baka Prenta