FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Hafnarstjórn - 1596

Haldinn á fjarfundi,
24.03.2021 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen formaður,
Ágúst Bjarni Garðarsson aðalmaður,
Magnús Ægir Magnússon aðalmaður,
Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður,
Fundargerð ritaði: Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri
Einnig mætti til fundarins Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.


Dagskrá: 
Kynningar
1. 1905304 - Landtengingar skipa, háspenna
Undirbúningur 1. áfanga orkuskipta með styrkingu á rafvæðingu skipa við Hvaleyrarbakka. Gunnar Sæmundsson frá Sætækni eh. mætti til fundarins og fór yfir minnisblöð dags. 23. febrúar og 23. mars sl.

Á grundvelli fyrirliggjandi samantekta samþykkir hafnarstjórn að bjóða út tengingu á háspennutengingu í spennistöð við Hvaleyrarbakka. Jafnframt verði fullunnin útboðsgögn vegna kaupa á landtengingarbúnaði og útboð fari fram í samvinnu við Ríkiskaup.2. 2011564 - Flensborgarhöfn, deiliskipulag
Farið yfir vinnu við deiliskipulag á Flensborgarsvæði og stöðu á kynningu á aðalskipulagi fyrir hafnarsvæðið.
3. 1407063 - Norðurgarður og Norðurbakki - endurbygging
Hafnarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda við Norðurbakka.
efnisfylling mars 2021.pdf
fylling v. norðurbakka mars 2021.pdf
Selurinn mars 2021.pdf
Losað við Norðurbakka mars 2021.pdf
Norðurbakkinn mars 2021.pdf
4. 2103625 - Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2020
Lagður fram til kynningar ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2020.
Ársreikningur Hafnasambands Íslands.pdf
Ársreikningur hafnasamband 2020 - drög.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45 

Til baka Prenta