|
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi, Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa, Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður, Berglind Björg Sigvaldadóttir starfsmaður, Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður, |
|
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir, byggingarfulltrúi |
|
|
A-hluti byggingarleyfa |
1. 2202341 - Straumhella 4, byggingarleyfi |
Páll Hjaltdal Zóphóníasson fh. lóðarhafa sækir 11.02.2022 um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsnæði, hús í umfangsflokki 1. |
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. |
|
|
|
2. 2105396 - Móbergsskarð 9, byggingarleyfi |
Skuggi 3 ehf. sækja 21.5.2021 um að byggja þríbýlishús á einni hæð samkvæmt teikningum Jóhanns E. Jónssonar dagsettar 20.5.2021. Nýjar teikningar bárust 28.05.2021. |
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. |
|
|
|
|
B-hluti skipulagserindi |
3. 2203836 - Ásvellir, framkvæmdaleyfi |
Hafnarfjarðarkaupstaður sækir 26.3.2022 um framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar að Ásvöllum. |
Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við skipulagslög. |
|
|
|
4. 2203838 - Hvaleyrarvatn, framkvæmdaleyfi |
Hafnarfjarðarkaupstaður sækir 26.3.2022 um framkvæmdaleyfi vegna nýrra bílastæða og breytinga á stígum við Hvaleyrarvatn. |
Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við skipulagslög. |
|
|
|
5. 2203768 - Áshamar 1, framkvæmdaleyfi |
Grænanes ehf. óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna jarðvegsframkvæmda og stígagerðar innan lóðar. |
Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við skipulagslög. |
|
|
|
6. 2202100 - Tinnuskarð 20, 22, 26, breyting á deiliskipulagi |
Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar þann 16. febrúar 2022 var samþykkt að grenndarkynna erindi Smára Björnssonar fh. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi. Um er að ræða beytingu á byggingarreit til norðurs, stækkun um 1m, á öllum lóðum. Á Tinnuskarð 20 og 22 þá færist byggingarreitur um 1m til suðurs. Hús verða parhús á tveimur hæðum og bundin byggingarlína hverfur og hámrksbyggingarmagn verður 400 fm. Bílastæðum fjölgar úr tveimur í fjögur á lóð. Erindið var grenndarkynnt tímabilið 18.2-20.3.2022. Engar athugasemdir bárust. |
Málinu verður lokið í samræmi við skipulagslög. |
|
|
|
7. 2105502 - Skógarás 2, deiliskipulag |
Á fundi skipulags- og byggingarfulltrúa 11.08.2021 var samþykkt að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi þegar fullnægjandi gögn bærust. Gögn hafa borist. Á svæðinu er nú auglýsing um deiliskipulag sem nær til lóðarinnar. |
Erindinu er vísað til deiliskipulagsvinnu Áslands 4. |
|
|
|
|
D-hluti fyrirspurnir |
8. 2203419 - Malarskarð 18-20, fyrirspurn deiliskipulag |
Gunnar Agnarsson fh. lóðarhafa sendir 16.3.2022 inn fyrirspurn varðandi breytingu á deiliskipulagi. Breytingin snýr að byggingu parhúss á einni hæð í stað tveggja. Gert er ráð fyrir að byggingarreitur stækki úr 242 m2 í 300 m2 og að aðkomukóti hækki um 50 cm. |
Tekið er jákvætt í erindið. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 |