Fundargerðir


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 3585

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
06.10.2021 og hófst hann kl. 12:15
Fundinn sátu: Ágúst Bjarni Garðarsson formaður,
Kristinn Andersen varaformaður,
Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður,
Jón Ingi Hákonarson aðalmaður,
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi,
Rósa Guðbjartsdóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Ívar Bragason, Bæjarlögmaður
Auk þess sat fundinn Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1903474 - Hestamannafélagið Sörli, framkvæmdasamningur, erindi
Tekið fyrir. Til afgreiðslu.
Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir að ganga að tilboði Íshesta frá 7. september 2021 í eignina Sörlaskeið 24, matshluta 0101, að undanskildum liðum 2-5. Sviðsstjóra falið að ganga frá kaupsamningi og fjármögnun vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

2. 2103100 - Gullhella 2, Tinhella 2, 4 og 6, fyrirspurn
Lagt fram minnisblað.
Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs mætir til fundarins.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
3. 2108583 - SSH, byggðasamlag, stefnuráð
Frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Óskað er eftir því að viðaukar við stofnsamninga Sorpu bs. og Strætó bs. verði teknir til efnislegrar umræðu, afgreiðslu og staðfestingar á vettvangi aðildarsveitarfélaganna.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka við stofnsamninga Sorpu bs. og Strætó bs. og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Fylgibréf - bókun 525 fundar stjórnar SSH 1912001 HFJ.pdf
a) Minnisblað Hildigunnar Hafsteinsdóttur, lögfræðings SSH, dags. 4. júní 2021..pdf
b) Drög að viðauka við stofnsamning Strætó bs..pdf
c) Drög að viðauka við stofnsamning Sorpu bs..pdf
d) Minnisblað með tillögum starfshóps, dags. 8. apríl 2021..pdf
e) Viðauki 1 - Myndir..pdf
f) Viðauki 2 - Yfirlit yfir leiðir A og B við skipan stefnuráðs..pdf
Fylgibréf - bókun 525 fundar stjórnar SSH 1912001 HFJ.pdf
g) Viðauki 3 - Glærur Strategíu á fundum starfshópsins..pdf
h) Viðauki 4 - Fundargerðir starfshóps um stjórnsýslu byggðasamlaga..pdf
4. 1601342 - Vegagerðin, færsla stofnvega ríkisins yfir til sveitarfélaga, skilavegir
4.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 22.september sl.
Lögð fram skýrsla starfshóps Vegagerðarinnar um skilavegi.

Lagt fram og vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð tilnefnir Ólaf Inga Tómasson, sem tengilið í viðræðum við Vegagerðina um skilavegi.
Erindisbréf starfshóps.pdf
Greinargerð starfshóps júlí 2021 loka.pdf
Skilavegir samþykktir af starfshópi.pdf
Höfuðborgarsvæðið álitaefni.pdf
Kynningarbréf til Hafnarfjarðar.pdf
Minnisblað Elliðavatnsvegur.pdf
Minnisblað Seyðisfjörður.pdf
5. 2103146 - Starfsfólk í leikskólum, aukið álag
Lagt fram bréf frá verkalýðsfélaginu Hlíf.
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar og til umræðu í fræðsluráði.

Adda María Jóhannsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúi Samfylkingarinnar undrast að kjörnir fulltrúar hafi ekki verið upplýstir um samtöl milli bæjarstjóra og Verkalýðsfélagsins Hlífar vegna ástands á leikskólum bæjarins. Á sama tíma hafa fyrirspurnir frá fulltrúa Samfylkingarinnar í fræðsluráði varðandi mönnun á leikskólum ekki verið settar á dagskrá og í raun verið ósvarað síðan í maí sl., þrátt fyrir nokkrar ítrekanir.
Í erindi Verkalýðsfélagsins Hlífar kemur fram að illa gangi að manna skólana, veikindi séu algeng og mörg dæmi séu um að starfsfólk sem hafi starfað árum saman í leikskólum hjá Hafnarfjarðarbæ hafi sagt upp störfum og ráðið sig í sambærileg störf hjá öðrum sveitarfélögum.
Í erindinu er bent að mögulegar skýringar séu m.a. óhagstæður samanburður kjara við nágrannasveitarfélögin og vaxandi álag vegna undirmönnunar. Óskað er eftir minnisblaði þar sem þessi atriði eru dregin saman.
Fulltrúi Samfylkingarinnar tekur undir þær áhyggjur sem birtast í erindinu og hvetur til þess að allra leiða verði leitað til að finna lausir, með hagsmuni leikskólastarfs að leiðarljósi.
Leikskólar, alvarleg staða.pdf
6. 2105218 - Sörlaskeið 13, stækkun lóðar
Umsókn um lóðarstækkun/breyting lóðar. Lögð fram umsögn ummhverfis- og skipulagssviðs.
Frestað milli funda.
7. 2108448 - Suðurgata 55, lóðarstækkun
Endurnýjun lóðarleigusamnings.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.
Suðurgata 55.drög.lls.1.10.21.pdf
8. 2103175 - Stefna í aðgengismálum í Hafnarfirði, starfshópur
Lögð fram tillaga að breytingu á skipan starfshópsins þar sem Ágúst Bjarni Garðarsson víkur úr hópnum og í hans stað kemur inn Margrét Vala Marteinsdóttir.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir
9. 1510061 - Ásvellir, uppbygging
Lagðar fram fundargerðir starfshópsins frá 4. og 11. maí og 10.ágúst sl.
10. 2103173 - Menntasetrið við lækinn, stýrihópur
Lögð fram fundargerð stýrihópsins frá 29.september sl.
11. 2109012F - Hafnarstjórn - 1606
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 22.september sl.
12. 2109024F - Hafnarstjórn - 1607
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 29.september sl.
13. 2101087 - Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2021
Lögð fram fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.september sl.
14. 2109020F - Menningar- og ferðamálanefnd - 376
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 1.október sl.
15. 2101080 - SORPA bs, fundargerðir 2021
Lagðar fram fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 6.,10. og 17.september sl.
16. 2101084 - Strætó bs, fundargerðir 2021
Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 24.september sl.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:06 

Til baka Prenta