Fundargerðir


Fundargerðir

Til baka Prenta
Íþrótta- og tómstundanefnd - 356

Haldinn Sjá fundargerðarbók,
13.09.2022 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður,
Einar Gauti Jóhannsson aðalmaður,
Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður,
Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Tinna Dahl Christiansen starfsmaður, Geir Bjarnason starfsmaður.
Fundargerð ritaði: Tinna Dahl Christiansen, 


Dagskrá: 
Kynningar
1. 2209387 - Heimsókn til íþrótta- og tómstundafélaga
Heimsótt voru þrjú félög og ein sundlaug.

Fyrst tók á móti nefndinni Magnús Gunnarsson framkvæmdarstjóri og formaður Hauka í íþróttamiðstöðinni að Ásvöllum. Aðstaðan var skoðuð og málefni félagsins rædd.

Aðalsteinn Hrafnkelsson forstöðumaður sundstaða í Hafnarfirði tók á móti nefndinni í Ásvallalaug og fór yfir helstu málefni sundlaugarinnar.

Þá tók Karl Georg Klein formaður Sundfélags Hafnarfjarðar og Klaus Jurgen Ohk yfirþjálfari á móti nefndinni og fór yfir málefni SH og að lokum Þröstur Erlingsson formaður Íþróttafélagsins Fjarðar ásamt fulltrúum tveggja foreldra í félaginu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til baka Prenta