FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Menningar- og ferðamálanefnd - 371

Haldinn Sjá fundargerðarbók,
09.06.2021 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu: Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður,
Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður,
Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður,
Fundargerð ritaði: Andri Ómarsson, verkefnastjóri
Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn


Dagskrá: 
Almenn erindi
2. 1901368 - Gaflaraleikhúsið, samstarfssamningur 2019-2022
Skýrsla og ársreikningur fyrir leikárið 2019-2020 og starfsáætlun og fjárhagsáætlun fyrir leikárið 2021-2022 í Gaflaraleikhúsinu lögð fram.
Menningar- og ferðamálanefnd fagnar hve vel hefur gengið hjá Gaflaraleikhúsinu á síðasta leikári þrátt fyrir samkomutakmarkanir og fagnar tveggja ára samstarfssamningi Sviðslistaráðs og Gaflaraleikhússins.
3. 2105245 - Hraunbúar, útivstar og útilífssvæði
Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 2. júní sl. var lagt fram erindi Hraunbúa varðandi rekstur á tjaldsvæði í Hafnarfirði og óskað eftir umsögn frá menningar og ferðamálanefnd og íþrótta og tómstundanefnd.
Lagt fram.
Kynningar
1. 1912183 - Heimsókn menningar- og ferðamálanefndar í Bókasafn Hafnarfjarðar
Sigrún Guðnadóttir forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar kynnti starfsemi safnsins, sumarstörf námsmanna og sumardagskrá safnsins.
Nefndin þakkar Sigrúnu fyrir kynninguna og fagnar glæsilegri dagskrá og vel heppnuðum breytingum á safninu sem auðveldar safninu að halda fleiri viðburði.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til baka Prenta