FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og framkvæmdaráð - 366

Haldinn á fjarfundi,
18.11.2020 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Helga Ingólfsdóttir formaður,
Árni Rúnar Árnason varaformaður,
Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður,
Sverrir Jörstad Sverrisson aðalmaður,
Þórey Svanfríður Þórisdóttir aðalmaður,
Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi,
Helga Björg Arnardóttir áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi. Heimild til fjarfunda var endurnýjuð í bæjarstjórn þann 19.8.2020.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2001456 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024
Tekin til umræðu fjárfestingaráætlun, rekstur og gjaldskrá 2021.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða fjárfestingaráætlun 2021-2024, rekstraráætlun 2021 og gjaldskrá 2021 og vísar til bæjarráðs.

Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Bæjarlista og Miðflokks sitja hjá.

Fulltrúi Samfylkingar bókar:
Vegna gjaldskrá
Enn og aftur tekur meirihluti Framsóknar - og Sjálfstæðisflokks þá ákvörðun að hækka frekar álögur á bæjarbúa í stað þess að fullnýta skattstofna sveitafélagsins. Með fyrirhuguðum hækkunum á gjaldskrá er ljóst að breiðu bökunum skal hlíft en þunganum enn og aftur ýtt á viðkvæma hópa á erfiðum tímum, fjölskyldufólk og tekjulægri heimili. Þessu mótmælir Samfylkingin. Sérstaklega nú þegar áhrif Kórónuveirufaraldursins dynja á þjóðinni af fullum þunga.

Vegna fjárfestinga
fulltrúi Samfylkingarinnar vill minna á mikilvægi aðkomu íbúa að ákvörðunum er varða framkvæmdir og uppbyggingar bæjarins. Því vill ég beina því til meirhlutans að nýta í auknu mæli verkefnið Betribær þar sem íbúum gefst kostur á að senda inn hugmyndir að framkvæmdum og óskir um umbætur. Það er mikilvægt að auka aðkomu íbúa og stuðla með því að auknu íbúalýðræði.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra bóka:
Unnið er að því á stjórnsýslusviði að innleiða ábendingargátt þar sem allar ábendingar sem berast fá athygli og meðferð á viðkomandi sviði. Markmiðið er að ábendingar nýtist við stefnumótun á öllum sviðum sveitarfélagsins.
Varðandi hækkanir á gjaldskrá skal það áréttað að eingöngu er um að ræða 2,7 % hækkun vegna vísitöluhækkunar og hækkun á sorphirðugjöldum í samræmi við breytingar á gjaldskrá Sorpu.
2. 1902408 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023
Kynnt staða rekstar til september 2020.
Lagt fram til kynningar.
3. 1901438 - Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju. Lagt fram svar Vegagerðarinnar.
Lagt fram.
Minnisblað Bláfjallaleið_27.10.2020.pdf
4. 1909282 - Sörli, reiðvegir á félagssvæði
Tekið til umræðu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir því við skipulags- og byggingarráð að taka til skoðunar endurbætur á reiðleiðum í nágrenni athafnasvæðis Hestamannafélagsins Sörla í samráði við félagið og aðra hagsmunahópa og samhliða að endurskoða útivistarstíga á sama svæði.
5. 2011015 - Gönguleiðir, öryggismál aðgengi gangandi
Erindi Guðmundar Óskarssonar og Ólafar Guðjónsdóttur lagt fram. Óskað er lagfæringa á gönguleið við Ástjörn og Strandstíg.
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar ábendinguna og vísar til úrvinnslu hjá umhverfis- og skipulagssviði.
6. 1006140 - Krýsuvík, beitarhólf f Grindavík og Voga
Lagður fram samningurinn um beitarhólfið.
Lagt fram.
7. 2010284 - Hávaði, takmarkanir vegna framkvæmda
Skipulags- og byggingarráð vísaði þann 3.11.2020
tillögu um takmarkanir til framkvæmda í þegar byggðu hverfi til umsagnar umhverfis- og framkvæmdaráðs.
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar gerð umsagnar til umhverfis- og skipulagssviðs.
Sigurður Sverrir Gunnarsson verkefnastjóri og Stefán Eiríkur Stefánsson verkefnastjóri mættu til fundarins undir áttunda lið.
8. 2011085 - Viðhald húsnæðis og lóðar 2020 og viðhaldsáætlun 2021
Tekið til umræðu.
Farið yfir viðhaldsframkvæmdir ársins 2020 og áætlun ársins 2021.
Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði mætti til fundarins undir níunda dagskrárlið.
9. 2011212 - Ákvörðun, framkvæmdir, göngustígur í Gráhelluhrauni, mál nr. 118 2020, kæra
Lögð fram kæra varðandi framkvæmdir á göngustíg í Gráhelluhrauni.
Lagt fram til kynningar.
Ákvörðun, framkvæmdir, göngustígur í Gráhelluhrauni, mál nr. 118 2020, kæra.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30 

Til baka Prenta