Fundargerðir


Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 893

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
05.08.2022 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi,
Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi,
Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 2208034 - Geislaskarð 4-6, reyndarteikningar
VHE ehf. leggur 05.08.2022 inn reyndarteikningar unnar af Baldri Ó. Svavarssyni.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.
2. 2110339 - Hádegisskarð 26, byggingarleyfi
Þann 18.10. sækir Hörður Már Harðarsson um að byggja þríbýlishús skv. teikningum Kára Eiríkssonar. Nýjar teikningar bárust 3.8.2022.
Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
3. 2208032 - Álhella 8, reyndarteikningar
VR-5 ehf. leggur inn reyndarteikningar unnar af VK verkfræðistofu.
Samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
4. 2207382 - Breiðhella 12, byggingarleyfi
Dalafrakt ehf. sækir 28.07.2022 um leyfi til að setja milliveggi í rými 204 og rými 205 ásamt björgunaropi.
Samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
B-hluti skipulagserindi
5. 2207292 - Kelduhvammur 4, deiliskipulagsbreyting
Sigurður Hafsteinsson sækir f.h. lóðarhafa um að breyta deiliskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun hússins á 1. hæð.
Um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða sem ekki hefur áhrif á aðliggjandi lóðarhafa. Samþykki meðeigenda er fyrirliggjandi. Fallið er því frá grenndarkynningu sbr. heimild 3. mgr. 44. greinar skipulagslaga og erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.
6. 2205252 - Völuskarð 20, deiliskipulagsbreyting
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 25.5.2022 samþykkti að grenndarkynna erindi Gylfa Andréssonar frá 4.5.2022 um breytingu á deiliskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á hæðarkótum. Grenndarkynningu er lokið. Engar athugasemdir bárust.
Málinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.
7. 2206065 - Tinnuskarð 12, breyting á deiliskipulag
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkti þann 22.6.2022 að grenndarkynna erindi Hákons Barðasonar fh. lóðarhafa. Breytingin felst í að byggingarreitur er stækkaður um 90 m2. Syðri hluti byggingarreitsins færist fjær götu um tvo metra og nyrðri hluti byggingarreitsins færist nær lóðinni nr. 10 um 60 cm. Grenndarkynningu er lokið. Engar athugasemdir bárust.
Málinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.
8. 2206184 - Hádegisskarð 18, breyting á deiliskipulagi
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkti þann 15.6.2022 að grenndarkynna erindi Jóhanns Einars Jónssonar f.h. lóðarhafa vegna breytingu á deiliskipulagi dags, 10.06.2022. Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á byggingarreit til að nýta betur lóð fyrir ofan húsið. Grenndarkynningu er lokið. Engar athugasemdir bárust.
Málinu verði lokið í samræmi við skipulagslög.
9. 2205558 - Þrúðvangur 10, breyting á deiliskipulagi
Þann 8. maí sl. leggur Helgi Sigursteinn Ólafsson inn tillögu að breytingu á skilmálum deiliskipulags norðurbæjar. Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á byggingarmagni og nýtingarhlutfalli. Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tók jákvætt í erindið á fundi sínum þann 6.4.2022. Erindið var grenndarkynnt 21.6.2022 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 19.7.2022. Engar athugasemdir bárust.
Málinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.
10. 2203705 - Hamranes reitur 29.B, deiliskipulag
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 8. júní sl. að auglýsa nýtt deiliskipulag í Hamranesi, reit 29.B, í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Á reitnum sem úthlutað var sem þróunarreit er gert ráð fyrir tveimur 5 hæða fjölbýlishúsum með allt að 45 íbúðum. Gert er ráð fyrir bílakjallara ásamt bílastæðum á lóð.
Tillagan var auglýst frá 21. júní til 2. ágúst. Engar athugasemdir bárust.
Málinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.
11. 2208028 - Hólshraun 1, deiliskipulagsbreyting
1717 ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarstækkunnar og byggingarreitar. Bæjarráð samþykkti lóðarstækkun á fundi sínum þann 28.7.2022.
Erindið verður grenndarkynnt þegar fullnægjandi gögn berast.
D-hluti fyrirspurnir
12. 2207379 - Suðurgata 38, fyrirspurn
Davíð Arnar Stefánssonóskar leggur 28.7.2022 inn fyrirspurn vegna breytingu á deiliskipulagi og nýtingarhlutfalli lóðar.
Tekið er jákvætt í erindið, sjá umsögn umhverfis- og skipulagssviðs.
13. 2207063 - Einhella 4, fyrirspurn
Jónas Pétur Ólason leggur inn fyrirspurn varðar fyrirhugaða nýtingu lóðarinnar að Einhellu 4. Húsi verði tvær hæðir, á neðri hæð verða 18 iðnaðarrými. Á efri hæð er gert ráð fyrir litlum geymslueiningum. Aðgengi að geymslum á efri hæð yrði um stiga á göflum byggingarinnar og um vörulyftu sem yrði staðsett innanhúss.
Tekið er jákvætt í erindið að uppfylltum skilyrðum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00 

Til baka Prenta