Fundargerðir


Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og framkvæmdaráð - 402

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
11.05.2022 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Helga Ingólfsdóttir formaður,
Árni Rúnar Árnason varaformaður,
Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður,
Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður,
Helga Björg Arnardóttir aðalmaður,
Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi,
Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.
Helga Björg Arnardóttir vék af fundi kl. 8:50.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2105289 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025
Lögð fram tillaga að tilfærslu fjármagns milli liða.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða tilfærslu fjármagns.
2. 2205056 - Húsfélagðið Fjörður, framkvæmdir
Lögð fram bókun húsfundar þar sem samþykkt er að fara í viðhaldsframkvæmdir á þessu ári.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun um viðhaldsframkvæmdir og vísar til viðaukagerðar þar sem umfang verkefnisins lá ekki fyrir við gerð fjárhagsáætlunar 2022.
3. 2110577 - Hámarkshraði stofn- og tengigatna
Tekið fyrir að nýju.
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur áherslu á að unnið verði áfram með niðurstöður skýrslunnar og hvetur nýtt ráð til þess að nýta þær til fyrirbyggjandi aðgerða til þess að bæta umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda.
4. 1506568 - Sólvangur, hjúkrunarheimili á Sólvangssvæði
Lagðar fram til kynningar drög af grunnmyndum af endurgerð þakhæðar.
Lagt fram til kynningar.
5. 2105380 - Hjólastígar í Hafnarfirði
Tekið fyrir að nýju.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að lagður verði nýr hjólastígur í hrauninu meðfram Herjólfsbraut með tengingu við norðurbæ skv. drögum og vísar deiliskipulagsvinnu til skipulags- og byggingarráðs.
6. 1106043 - Gatnalýsing í Hafnarfirði
Lögð fram tilboð í útskipti á gatnalýsingu í Hafnarfjðarbæ
Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að leitað verði samninga við lægstbjóðandi, Rafal ehf.
7. 2108729 - Ásvellir, ljósabúnaður við gervigrasvöll
Lögð fram tilboð í endurnýjun á lýsingu á aðalvelli.
Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að leitað verði samninga við Metatron ehf.
8. 1803160 - Ærslabelgur
Lögð fram bókun fræðsluráðs frá fundi 27.4.2022 vegna beiðni um aukið eftirlit í og við ærslabelgi.
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir beiðni fræðsluráðs um aukið eftirlit í og við ærslabelgi og vísar beiðninni til vinnslu á sviðinu.
9. 2012037 - Loftslagsmál, stefna, aðgerðaráætlun
Lögð fram aðgerðaráætlun stýrihóps um loftlagsmál.
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar hópnum vel unnin störf og vísar skýrslunni til bæjarráðs og umhverfis- og skipulagssviðs til áframhaldandi vinnslu.
Aðgerðaráætlun - lokaskjal-yfirfarid.pdf
10. 1805076 - Hamraneslína, bráðabirgðaflutningur
Lagt fram bréf sviðsstjóra varðandi Hamraneslínur.
Lagt fram.
Fundargerðir
11. 2012037 - Loftslagsmál, stefna, aðgerðaráætlun
Lögð fram fundargerð 6. fundar starfshóps um loftlagsmál.
Starfshópur um loftlagsmál fundargerð 6. fundur.pdf
12. 2012340 - Starfshópur um stíga í upplandi Hafnarfjarðar
Lögð fram fundargerð 15. fundar starfshóps.
Starfshópur,stígar-15 . fundur.pdf
13. 2201358 - Strætó bs, fundargerðir 2022
Lögð fram fundargerð 355. fundar
Fundargerð stjórnarfundur 355 29. apríl 2022.pdf
14. 2201357 - Sorpa bs, fundargerðir 2022
Lagðar fram fundargerðir 465. og 466.
Fundargerð 465. fundar stjórnar SORPU.pdf
Fundargerð 466. fundar stjórnar SORPU.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:05 

Til baka Prenta