FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Menningar- og ferðamálanefnd - 368

Haldinn Sjá fundargerðarbók,
28.04.2021 og hófst hann kl. 09:15
Fundinn sátu: Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður,
Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður,
Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður,
Fundargerð ritaði: Andri Ómarsson, verkefnastjóri
Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstóri fundinn


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1801504 - Hafnarfjarðarkaupstaður, geymslur
Heimsókn menningar- og ferðamálanefndar í geymslurými Byggðasafns og Hafnarborgar.
Björn Pétursson forstöðumaður Byggðasafns Hafnarfjarðar og Unnur Mjöll S. Leifsdóttir starfandi forstöðumaður Hafnarborgar fóru með nefndina um geymslurými stofnananna.
2. 1903476 - Byggðasafn Hafnarfjarðar
Rætt um leiðir til þess að glæða torgið fyrir framan Pakkhúss Byggðasafnsins lífi í sumar.
Forstöðumanni falið að setja upp bekki og borð á torginu í sumar í samráði við garðyrkjustjóra. Nefndin fagnar því að verið sé að laga hleðslurnar á torginu.
3. 2104478 - Rafræn bókasafnsskírteini
Verkefnastjóri og sviðsstjóri fóru yfir tilraunaverkefni um rafræn bókasafnsskírteini.
Nefndin fagnar verkefninu og felur starfsfólki að vinna að því áfram.
4. 2101305 - Sumarviðburðir 2021
Rætt um Sjómannadaginn og aðra viðburði sumarið 2021
Verkefnastjóri fór yfir stöðuna á viðburðahaldi í sumar með tilliti til áætlunar stjórnvalda um afléttingu í áföngum. Nefndin hvetur áhugasama til þess að sækja um örstyrki til viðburðahalds í sumar. Fyrsti umsóknarfrestur er til 15. maí.
5. 1905021 - Hellisgerði 2019
Ingibjörg Sigurðardóttir garðyrkjustjóri var gestur fundarins og fór yfir málefni Hellisgerðis.
Ingibjörg fór yfir framtíðarsýn fyrir Hellisgerði og þær framkvæmdir sem þyrfti að fara í á næstunni til að garðurinn verði upp á sitt besta 2023 á 100 ára afmæli garðsins.
Umsóknir
6. 2104526 - Hellisgerði, Oddubær, umsjón
Lagðar fram umsóknir um aðstöðu í Oddrúnarbæ í Hellisgerði.
Formanni og verkefnastjóra falið að funda með umsækjendum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:20 

Til baka Prenta