FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 3570

Haldinn á fjarfundi,
25.03.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Ágúst Bjarni Garðarsson formaður,
Kristinn Andersen varaformaður,
Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður,
Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður,
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi,
Gísli Sveinbergsson varamaður,
Fundargerð ritaði: Ívar Bragason, Bæjarlögmaður
Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ólafur Ingi vék af fundi kl. 9:23 og tók Rósa Guðbjartsdóttir sæti hans sem varamaður í bæjarráði það sem eftir lifði af fundinum.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2103136 - Betri vinnutími, Gullinbrú
Til kynningar.
Ólafur Heimir Guðmundsson sérfræðingur á fjármálasviði og Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármála mæta til fundarins.
Til kynningar.
°°
2. 2001456 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024
Lagður fram viðauki I. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.
Bæjarráð vísar fyrirliggjandi viðauka til bæjarstjórnar til samþykktar.
Viðauki I 2021_25.mars.pdf
3. 2102367 - Áhrif fólksfækkunar á tekjur sveitarfélagsins
Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar frá 11.febrúar sl.
Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.
Lagt fram.

Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

Fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar framlögð svör. Af þeim er ljóst að sveitarfélagið hefur nú þegar misst tekjur upp á um 60 m.kr. vegna fólksfækkunar síðustu 14 mánuði og mun verða af tekjum upp á um 110 m.kr. á árinu 2021 haldi þessi þróun áfram.
Einnig kemur fram að hefði íbúum fjölgað um 2,5% á tímabilinu eins og meðaltal mannfjölsaspár Aðalskipulags Hafnarfjarðar gerðu ráð fyrir hefðu útsvarstekjur sveitarfélagsins verið um 239 m.kr. hærri árið 2020 miðað við meðalútsvarstekjur á hvern íbúa.
Það liggur beinast við að ætla að skortur á íbúðarhúsnæði sé helsta orsök þessarar fólksfækkunar sem hlýtur að teljast áhyggjuefni. Á meðan íbúum sveitarfélaganna í kringum okkur fjölgar stöðugt, er fólksfækkun staðreynd í Hafnarfirði og hefur verið viðvarandi ástand sl. 15 mánuði.
Undirrituð óskar eftir svörum frá fulltrúum meirihlutans um það hvernig ætlunin sé að bregðast við þessari stöðu og snúa þróuninni við.

Fulltrúar Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokks koma að svohljóðandi bókun:

Lögð hafa verið fram svör þar sem áhrif íbúaþróunar á tekjur hafa verið metin. Tölur um fjölda íbúa eru mismunandi milli sveitarfélaga og hafa þær verið sambærilegar við Reykjavík. Ennfremur getur skráður íbúafjöldi tekið talsverðum breytingum milli ára og má þar nefna skráningar tímabundinnar búsetu erlendra starfsmanna sem leiðréttar hafa verið.

Uppbygging nýrra hverfa í Hafnarfirði er um þessar mundir að skila sér í mikilli fjölgun íbúða, þar sem gert er ráð fyrir fjölgun íbúa um rúmlega 2200 á næstu þremur árum og nær 7000 næstu fimm ár.
2102367 - svar við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar .pdf
4. 2102204 - Hafnarfjarðarbær,útboð og þjónusta, fyrirspurn
Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Viðreisnar frá 11.febrúar sl.
Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.
Lagt fram.
2102204 Svar við fulltrúa Viðreisnar.pdf
5. 2012511 - Hverfisgata 14, lóðarstækkun
Lagt fram bréf dags. 19.mars sl. vegna Hverfisgötu 14, lóðarstækkun.
Bæjarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að svara framlögðu bréfi vegna Hverfisgötu 14.
Hverfisgata 14, lóðarstækkun, ósk um endurskoðun.pdf
6. 2103142 - Fornubúðir 3, fylgiskjal með lóðarleigusamningi
1.liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 10.mars sl.
Haraldur Jónsson ehf. sækir um leiðréttingu á lóðarstærð í samræmi við breytingu á deiliskipulag Suðurhafnar vegna Fornubúða 3 frá 2013. Lóðaleigursamningur fyrir lóðina rennur út í árslok 2022.

Hafnarstjórn samþykkir að gefið verð út fylgiskjal með lóðarleigusamningi sem yfirlýsing um breytta lóðarstærð lóðarinnar Fornubúðir 3. Í samræmi við gildandi deiliskipulag stækkar lóðin í 10.606,7 fm. Jafnframt er í samræmi við ofangreinda deiliskipulagsbreytingu felld niður kvöð í 1. málsgr. lóðaleigusamning um umferð um suður og norðurhluta lóðarinnar. Fylgiskjal þetta skal gilda í samræmi við þinglýstan lóðarleigusamning um lóðina þ.e. til ársloka 2022. Hafnarstjórn vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi fylgiskjal með lóðarleigusamningi sem yfirlýsing um breytta lóðarstærð lóðarinnar Fornubúðir 3.
Suðurhöfn.deiliskipulag.Fornubúðir 3.pdf
Fornubúðir 3.fylgiskjal.drög.5.3.21.pdf
7. 2101305 - Sumarviðburðir 2021
1.liður úr fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 17.mars sl.
Rætt um Oddrúnarbæ í Hellisgerði og nærliggjandi umhverfi þess í sumar.

Menningar- og ferðamálanefnd óskar eftir auknu fjármagni til viðburðahalds í bænum í sumar vegna fjölmörgra hugmynda sem upp eru komnar í þeim efnum. Mikilvægt er að skapa skilyrði fyrir aukna afþreyingarmöguleika og skemmtun í bæjarfélaginu á tímum covid-19. Byggt verði á reynslu sem fékkst á síðustu aðventu í Jólaþorpinu og Hellisgerði. Óskað er eftir auknu fjármagni í þessu skyni að upphæð 4 - 6 milljónir króna.
Bæjarráð tekur jákvætt í beiðni menningar- og ferðamálanefndar um aukið fjármagn til viðburðahalds í bænum í sumar. Bæjarráð samþykkir að fjármagn til viðburðahalds verði aukið um 5 milljónir króna. Vísað til viðaukagerðar.
8. 2103615 - Bæjarráðsstyrkir 2021, fyrri úthlutun
Lagðar fram umsóknir um Bæjarráðsstyrki 2021.
Lagt fram.
9. 2103479 - Skjólið, opið hús fyrir heimilislausar konur, styrkbeiðni
Lögð fram umsókn frá Hjálparstarfi Kirkjunnar dags. 16.mars 2021, Skjólið-opið hús fyrir konur sem eru heimilislausar.
Bæjarráð vísar framkomnu erindi til umræðu og úrvinnslu í fjölskylduráði.
styrkumsokn.hf.pdf
10. 2103175 - Stefna í aðgengismálum í Hafnarfirði, starfshópur
Lögð fram drög að erindisbréfi
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf. Bæjarráð skipar eftirfarandi í hópinn:
Ágúst Bjarni Garðarsson, f.h. meirihluta.
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, f.h. minnihluta.
Starfshópurinn skal skila afurð til bæjarráðs fyrir septemberlok 2021.
Starfshópur um aðgengismál erindisbréf.pdf
11. 2103173 - Menntasetrið við lækinn, stýrihópur
Lögð fram drög að erindisbréfi
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf. Bæjarráð skipar eftirfarandi í hópinn:
Ágúst Bjarni Garðarsson, f.h. meirirhluta ? formaður.
Rósa Guðbjartsdóttir, f.h. meirihluta.
Helga Björn Arnardóttir, f.h. minnihluta.

Starfsmenn hópsins verða Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Fanney Dóróthe Halldórsdóttir sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir.
Menntasetrið við Lækinn erindisbréf.pdf
12. 2103560 - Áhugafólk um samgöngur, hraðvagnar, erindi
Lagt fram erindi frá Áhugafólki um samgöngur fyrir alla, hraðvagnakerfi.
Lagt fram.
Erindi til alþingis og sveitarstjórna um BRT-Lite.pdf
13. 2010663 - Hádegisskarð 6D, ósk um stofnun lóðar,lóðarleigusamningur
Lagður fram lóðarleigusamningur vegna snjóbræðslukerfis
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.
14. 1704356 - Reykjavíkurvegur 22, lóðarleigusamningur
Endurnýjun lóðarleigusamnings
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.
15. 2102716 - Gjótuhraun 3, endurnýjun á lóðarleigusamningi
Endurnýjun lóðarleigusamnings
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.
16. 2102689 - Gjótuhraun 5, ósk um endurnýjun á lóðarleigusamningi
Endurnýjun lóðarleigusamnings
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.
17. 2103349 - Þrastarás 7, lóðarstækkun, umsókn
Lögð fram umsögn skipulagssviðs vegna umsóknar um lóðarstækkun að Þrastaási 7.
Bæjarráð tekur jákvætt í beiðni um lóðarstækkun og vísar erindinu til vinnslu á umhverfis- og skipulagssviði.
18. 2102098 - Tinnuskarð 18, umsókn um lóð,úthlutun,skil
Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að lóðinni nr. 18 við Tinnuskarð þar sem óskað er eftir þvi að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.
Bæjarráð samþykkir skil á lóð og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
19. 2103554 - Tinnuskarð 1,umsókn um lóð
Lögð fram umsókn OFG - Verk ehf um lóðina nr. 1 við Tinnuskarð.
Alls bárust sjö umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Var umsókn Sigurðar Sveinbjörn Gylfasonar og Jórunnar Jónsdóttur dregin út.

Til vara var dregin út umsókn SSG verktaka ehf. og til þrautavara var dregin út umsókn OFG - Verk ehf.
20. 2103551 - Tinnuskarð 1,umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Fjarðargarða ehf. um lóðina nr. 1 við Tinnuskarð.
Alls bárust sjö umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Var umsókn Sigurðar Sveinbjörn Gylfasonar og Jórunnar Jónsdóttur dregin út.

Til vara var dregin út umsókn SSG verktaka ehf. og til þrautavara var dregin út umsókn OFG - Verk ehf.
21. 2103526 - Tinnuskarð 1,umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Guðmundar Más Einarssonar, Eyglóar Scheving Sigurðardóttur og Einars Guðmundssonar um lóðina nr. 1 við Tinnuskarð.
Alls bárust sjö umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Var umsókn Sigurðar Sveinbjörn Gylfasonar og Jórunnar Jónsdóttur dregin út.

Til vara var dregin út umsókn SSG verktaka ehf. og til þrautavara var dregin út umsókn OFG - Verk ehf.
22. 2103464 - Tinnuskarð 1,umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Rent Nordic ehf. um lóðina nr. 1 við Tinnuskarð.
Alls bárust sjö umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Var umsókn Sigurðar Sveinbjörn Gylfasonar og Jórunnar Jónsdóttur dregin út.

Til vara var dregin út umsókn SSG verktaka ehf. og til þrautavara var dregin út umsókn OFG - Verk ehf.
23. 2103346 - Tinnuskarð 1, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Sigurðar Sveinbjörns Gylfasonar og Jórunnar Jónsdóttur um lóðina nr. 1 við Tinnuskarð.
Alls bárust sjö umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Var umsókn Sigurðar Sveinbjörn Gylfasonar og Jórunnar Jónsdóttur dregin út og leggur bæjarráð því til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til þeirra.

Til vara var dregin út umsókn SSG verktaka ehf. og til þrautavara var dregin út umsókn OFG - Verk ehf.
24. 2103345 - Tinnuskarð 1, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn SSG verktaka ehf. um lóðina nr. 1 við Tinnuskarð.
Alls bárust sjö umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Var umsókn Sigurðar Sveinbjörn Gylfasonar og Jórunnar Jónsdóttur dregin út.

Til vara var dregin út umsókn SSG verktaka ehf. og til þrautavara var dregin út umsókn OFG - Verk ehf.
25. 2103595 - Tinnuskarð 1,umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Nýsmíði ehf. um lóðina nr. 1 við Tinnuskarð.
Alls bárust sjö umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Var umsókn Sigurðar Sveinbjörn Gylfasonar og Jórunnar Jónsdóttur dregin út.

Til vara var dregin út umsókn SSG verktaka ehf. og til þrautavara var dregin út umsókn OFG - Verk ehf.
26. 2103585 - Borgahella 2, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Almannakórs ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 2 við Borgarhellu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 2 við Borgarhellu verði úthlutað til Almannakórs ehf.
27. 2103344 - Borgahella 4, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Almannakórs ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 4 við Borgarhellu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 4 við Borgarhellu verði úthlutað til Almannakórs ehf.
Fundargerðir
28. 2103007F - Hafnarstjórn - 1595
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 10.mars sl.
29. 2103017F - Menningar- og ferðamálanefnd - 365
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 17.mars sl.
30. 2010357 - Samtök orkusveitarfélaga, fundargerðir
Lögð fram fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 12.mars sl.
31. 2101085 - Stjórn SSH, fundargerðir 2021
Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 1.mars sl.
32. 2101080 - SORPA bs, fundargerðir 2021
Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs frá 26.febrúar sl.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:55 

Til baka Prenta