FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Hafnarstjórn - 1607

Haldinn á hafnarskrifstofu,
29.09.2021 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen formaður,
Ágúst Bjarni Garðarsson aðalmaður,
Magnús Ægir Magnússon aðalmaður,
Jón Grétar Þórsson aðalmaður,
Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður,
Fundargerð ritaði: Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2108219 - Fjárhags- og rekstraráætlun 2022
Lögð fram til fyrri umræðu tillaga að fjárhags- og rekstraráætlun Hafnarfjarðarhafnar fyrir árið 2022 ásamt greinargerð hafnarstjóra og tillögu að fjárfestingaráætlun fyrir árin 2023-2025.
Hafnarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til síðari umræðu á næsta fundi hafnarstjórnar.
2. 2109570 - Gjaldskrá Hafnarfjarðarhafnar 2022
Lögð fram tillaga að endurskoðaðri gjaldskrá fyrir Hafnarfjarðarhöfn.
Hafnarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til síðari umræðu á næsta fundi hafnarstjórnar.
3. 2109940 - Hafnsaga 2021
Hafnarstjóri lagði fram tillögu að breyttri starfsskipan við hafnsögu hjá Hafnarfjarðarhöfn.
Hafnarstjórn samþykkir með vísan til 12. gr. laga nr. 41/2003 að Jón Júlíus Hafsteinsson verði ráðinn til að sinna hafnsögustörfum við Hafnarfjarðarhöfn ásamt þeim Ágústi Inga Sigurðssyni og Hálfdáni Hjalta Hálfdánarsyni.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00 

Til baka Prenta