FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 832

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
21.04.2021 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi,
Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi,
Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður,
Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 2104226 - Móbergsskarð 16, byggingarleyfi, þríbýlishús
Skuggi 3 ehf. sækja 12.4.2021 um að byggja þríbýlishús á einni hæð að hluta og tveimur hæðum að hluta samkvæmt teikningum Jóhanns Jónssonar dagsettar 7.4.2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
2. 2103401 - Glimmerskarð 1, byggingarleyfi, tvíbýlishús
MA verktakar ehf. sækja 15.03.2021 um byggingarleyfi. Um er að ræða tvíbýlishús á einni hæð að hluta og á tveimur hæðum að hluta. Burðarvirki húss er staðsteypt, einangrað að innan og múrað. Húsið er sléttpússað og málað að utan. Þak er viðsnúið samkvæmt teikningum Jóhanns Einars Jónssonar dags. 15.03.2021.
Nýjar teikningar bárust 30.3.2021.
Nýjar teikningar bárust 16.4.2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
3. 2103568 - Efstahlíð 7, byggingarleyfi
Þórir Guðmundsson fh. lóðarhafa sækir um byggingu óupphitaðrar sólstofu skv. teikningum Þóris Guðmundssonar.
Aðalbyggingarefni er timbur gler og járn. Erindið var lagt fram á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 24.3.2021. Erindinu var frestað.
Samþykki meðeigenda barst 13.04.2021.
Samþykkt er að grenndarkynna erindið sbr. heimild skipulagslaga.
4. 1711355 - Hellubraut 3, byggingarleyfi, svalir
Kristinn Magnússon sækir 23.11.2017 um leyfi til að stækka svalir um 2.8 m til suðurs samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dags. 14.11.2017.
Nýjar teikningar bárust 12.3.2021 ásamt samþykki nágranna að Hellubraut 5.
Nýjar teikningar bárust 13.4.2021.
Um byggingarleyfisskylda framkvæmd er að ræða. Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
B-hluti skipulagserindi
5. 2104127 - Völuskarð 8, breyting á deiliskipulagi
Þann 8.4.2021 leggur Guðmundur Gunnlaugsson arkitekt inn umsókn um breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar 3. áfanga er nær til lóðarinnar við Völuskarð 3. Í breytingunni felst að byggingareit er breytt og færist nær götu. Húsið verði tveggja í stað þriggja hæða.
Skipulagsfulltrúi samþykkir að grenndarkynna erindið. Breytingartillagan verður kynnt aðliggjandi lóðarhöfum þegar lagfærður uppdráttur hefur borist embættinu.
6. 2103527 - Völuskarð 21, deiliskipulag breyting
Þann 18.3.2021 leggur Jóhann Ö. Elvarsson inn umsókn til skiulagsfulltrúa þar sem óskað er eftir breytingum á deiliskipulagi Skarðshlíðar 3. áfanga er nær til lóðarinnar við Völuskarð 21. í breytingunni felst að byggingareitur er stækkaður og húsið verður ein hæð í stað eins til tveggja. Gert er ráð fyrir stoð- og skjólveggjum innan lóðarinnar sem á að aðlaga að landi. Hámarks byggingarmagn verður 461m2 í stað 615m2. Að öðru leyti gilda skilmálar deiliskipulagsins.
Skipulagsfulltrúi samþykkir að grenndarkynna erindið fyrir aðliggjandi lóðarhöfum, og öðrum þeim sem kunna að eiga hagsmuna að gæta, í samræmi við skipulagslög.
7. 2104435 - Hverfisgata 12, umsókn til skipulagsfulltrúa
Guðmundur Már Ástþórsson sendir umsókn til skipulagsfulltrúa 20.4.2021. Óskað er eftir fráviki frá deiliskipulagi lóðarinnar Hverfisgötu 12. Um er að ræða aukið nýtingarhlutfall eða stækkun lóðar.
Erindinu er synjað. Samræmist ekki deiliskipulagi.
8. 2102184 - Óseyrarbraut 40A, reitur 5,2 deiliskipulagsbreyting
Hafnarfjarðarhöfn sækir um breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar, reitur 5.2, sem felst í stækkun lóðar Óseyrarbrautar 40A. Samþykkt var þann 17.2.2021 að grenndarkynna erindið. Grenndarkynnt var tímabilið 15.3-12.4.2021.
Grenndarkynningu er lokið. Engar athugasemdir bárust. Málinu verði lokið í samræmi við skipulagslög.
9. 2104468 - Hvaleyrarvöllur, framkvæmdir, verðandi 17. braut
Golfklúbburinn Keilir sækir um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við 17. flöt vallarins. Verkáætlun og umsögn Minjastofnunar lögð fram.
Fundurinn samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis í samræmi við gildandi skipulag og umsögn Minjastofnun Íslands dags. 20. apríl 2021 og að minjastaðir verðir merktir á staðnum í samráði við fornleifafræðing til að tryggt sé að ekki verði farið nær minjunum en nauðsynlegt er.
D-hluti fyrirspurnir
10. 2104133 - Arnarhraun 2, fyrirspurn
Erna Þráinsdóttir og Pétur Pálsson senda 8.4.2021 inn fyrirspurn í tveimur liðum.
a) óskað er eftir að byggja verönd fyrir íbúð 201 ofan á núverandi bílskúrsþaki.
b) óskað er eftir að byggja gegnsætt skýli/pergóla á áður samþykktum skjólvegg við sérafnotareit íbúðar 101.
Tekið er neikvætt í erindið. Tillagan fellur ekki vel að umhverfi sínu og er of umfangsmikil.
E-hluti frestað
11. 2104421 - Flatahraun 1, svlalokun íbúð 503
Sigríður Ágústsdóttir sækir 19.4.2021 um svalalokun íbúðar 503. Teikningar eru fyrirliggjandi.
Frestað gögn ófullnægjandi.
12. 2101573 - Flatahraun 1, svalalokun íbúðir 506.
Björg Skúladóttir sendi 22.1.2021 umsókn um byggingarleyfi. Um er að ræða létta gler yfirbyggingu á efstu hæð.
Teikningar bárust 4.3.2021.
Frestað gögn ófullnægjandi.
13. 2104422 - Flatahraun 1, svalalokun íbúð 505
Elín H. Jónsdóttir sækir 19.04.2021 um að setja svalalokun á íbúð 0503.
Frestað gögn ófullnægjandi.
14. 2104338 - Öldugata 18, breyting
Berglind Ösp Jónsdóttir sækir um leyfi til að byggja stakstæðan geymsluskúr, 24,5 m2 á lóð við hlið bílgeymslu, á samþykktum byggingareit.
Erindinu frestað. Sjá umsögn arkitekts dags. 19.4.2021.
15. 2104267 - Kvistavellir 44, svalalokanir
Kvistavellir 44, húsfélag sækir 13.4.2021 um svalalokun á húsið samkvæmt teikningum Jóns Guðmundssonar dagsettar 25.3.2021.
Undirskriftir eigenda barst með umsókninni.
Frestað gögn ófullnægjandi.
16. 2104268 - Kvistavellir 44, svalalokun á íbúð 401.
Skúli Ásgeirsson sækir 13.4.2021 um svalalokun á íbúð 401.
Frestað gögn ófullnægjandi.
17. 2104332 - Tunguvegur 4, byggingarleyfi
Guðrún Sif Hannesdóttir sækir 14.04.2021 um heimild til að byggja bílgeymslu við núverandi einbýlishús og breyta glugga á suðurhlið skv. teikningum Jóns Guðmundssonar dags. 19.03.2021.
Samþykki nágranna fylgir.
Erindi frestað. Gögn ófullnægjandi. Einnig vantar skriflegt samþykki aðliggjandi lóðarhafa við Reykjavíkurveg 39 þar sem fyrirhugaður bílskúr liggur upp að lóðamörkum.
18. 2104343 - Móbergsskarð 14b, byggingarleyfi, tvibýlishús
Óskahús ehf. sækir um að byggja tveggja hæða tvíbýlishús samkvæmt teikningum Hauks Ásgerissonar dagsettar 8.3.2021.
Frestað gögn ófullnægjandi.
19. 2104342 - Móbergsskarð 14, byggingarleyfi, tvíbýlishús
Óskahús ehf. sækir 15.4.2021 um að byggja tveggja hæða parhús samkvæmt teikningum Hauks Ásgeirssonar dagsettar 8.3.2021.
Frestað gögn ófullnægjandi.
20. 2104221 - Selhella 2, byggingarleyfi
Steinabær ehf. sækir 12.4.2021 um að byggja verslunar, skrifstofu og lagerhúsnæði á lóðinni Selhellu 2.
Frestað gögn ófullnægjandi.
21. 2104345 - Dofrahella 7, byggingarleyfi
Stjörnustál ehf. sækir 14.04.2021 um heimild til byggingar á 5 bila iðnaðarhúsnæði að Dofrahellu 7 skv. teikningum Gunnlaugs Johnson dags. 15.04.2021.
Frestað gögn ófullnægjandi.
F-hluti önnur mál
22. 2104466 - Götubiti, stöðuleyfi matarvagnar
Götubiti ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir 5 matarvagna í landi Hafnarfjarðarbæjar.
Byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfi fyrir 5 matarvagna í Hafnarfirði tímabilið 21.4.2021-20.5.2021. Leyfishafa er bent á að kynna sér þær reglur sem um götusölu og útimarkaði í landi Hafnarfjarðar gilda.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til baka Prenta