FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Fjölskylduráð - 439

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
26.03.2021 og hófst hann kl. 13:30
Fundinn sátu: Helga Ingólfsdóttir varaformaður,
Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður,
Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður,
Hulda Sólveig Jóhannsdóttir aðalmaður,
Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi,
Linda Hrönn Þórisdóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Erna Aradóttir, ritari fjölskylduráðs
Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1310334 - Fjölskylduþjónusta, lykiltölur
Ólafur Heimir Guðmundsson, sérfræðingur á fjármálasviði mætir á fundinn og fer yfir lykiltölur sviðsins.
202102 - Lykiltölur-web-(uppf. 26.3.21).pdf
2. 1512128 - Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA
Lagðar fram rekstrarupplýsingar um NPA verkefnið.
Frestað.
3. 1811336 - Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022
Lögð fram til kynningar skýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19.
Stöðuskýrsla uppbyggingarteymis 25.3.2021 - RA (002).pdf
4. 2101643 - Heilsuefling aldraðra, skýrsla starfshóps
Lögð fram umsögn Öldungaráðs varðandi skýrslu starfshóps um heilsueflingu aldraðra.
Fjölskylduráð þakkar Öldungaráði fyrir framlagða umsögn.
Formaður fjölskylduráðs átti sæti í þessum starfshópi og mun því geta mætt á fund Öldungaráðs til að ræða nánar ákveðna þætti skýrslunnar.

Öldungaráð leggur áherslu á að tryggt verði fjármagn til fjölgunar stöðugildum í heimahjúkrun og heimaþjónustu og fjölgað verði búsetuvalkostum þeirra sem eldri eru. Þessari tillögu er vísað til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2022.
Umsögn Öldungaráðs Hafnarfjarðar.pdf
5. 2103450 - Félagsstarf fullorðinna, fjárframlag
Lagt fram erindi frá félagsmálaráðuneytinu varðandi fjárframlag vegna viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna árið 2021.
Sviðsstjóra falið að sækja um fjárframlag vegna viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna.
Aukið félagsstarf fullorðinna 2021 vegna COVID-19.pdf
6. 2103508 - Fasteignasjóður jöfnunarsjóðs, reglugerð 2021, aðgengismál, fatlaðir
Lögð fram til kynningar reglugerð Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs 2021.
Reglugerð 2021 um starfsemi Fasteignasjóðs JS.pdf
7. 2103175 - Stefna í aðgengismálum í Hafnarfirði, starfshópur
Lagðar upplýsingar varðandi starfshóp um aðgengnismál og bókun bæjarráðs.
Fjölskylduráð fagnar því að búið sé að stofna starfshóp þar sem meginverkefnið er að marka heildstæða stefnu í aðgengismálum í Hafnarfirði, allt frá aðgengi að byggingum og almenningsrýmum til aðgengis að upplýsingum og þjónustu bæjarfélagsins.
Starfshópur um aðgengismál erindisbréf.pdf
8. 1808351 - Suðurbæjarlaug, framkvæmdir
Lagt fram til kynningar upplýsingar um Suðurbæjarlaug og nauðsynlegar framkvæmdir.
Fjölskylduráð fagnar því að áfram er unnið að endurbótum á Suðurbæjarlaug og áréttar að í þeirri vinnu verði aðgengismál skoðuð sérstaklega.
Ástæður-framkvæmdir-Sblaug-sumar2021.pdf
viðgerðir suðurbæjarlaug.pdf
Forgangsröðuð verkefni í Suðurbæjarlaug sent út.pdf
9. 2103558 - Frumvarp til laga um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, 561. mál til umsagnar
Frumvarp til laga um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins lagt fram til kynningar.
FW: Til umsagnar 561. mál - rétt slóð - frá nefndasviði Alþingis.pdf
10. 2103139 - Vinnumálastofnun, ráðningarstyrkir
Frestað.
Hefjum störf kynning 24.03.2021_fel.pdf
11. 2006310 - Íþrótta- og tómstundastyrkir, lágtekjuheimili, jöfn tækifæri barna til íþrótta og tómstundastarfs
Lagt fram minnisblað um sérstakan íþrótta- og tómstundastyrk til tekjulágra heimila.
Um 1170 börn í Hafnarfirði gætu átt rétt á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk en einungis hafa borist 433 umsóknir. Umsóknarfrestur rennur út 15. apríl. Mikilvægt er að ná til allra þessara barna og fjölskylduráð hvetur starfsmenn á fjölskyldu- og barnamálasviði og mennta- og lýðheilsusviði að halda áfram að kynna þessa styrki til að freista þess að ná til allra.
Minnisblað - sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur.pdf
12. 0701243 - Málskot
Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 10/2021-11/2021.
Fjölskylduráð staðfestir afgreiðslu málskotsnefndar.
Fundargerðir
13. 2011069 - Félagsleg heimaþjónusta, starfshópur
3. fundur starfshóps um félagslega heimaþjónustu.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:40 

Til baka Prenta