FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 830

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
30.03.2021 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi,
Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður,
Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður,
Anna María Elíasdóttir starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 2102389 - Búðahella 2, byggingarleyfi
Jón Magnús Halldórsson fh. lóðarhafa sækir þann 11.2.2020 um byggingarleyfi fyrir byggingu lagerhúsnæðis. 16 einingum með burðarvirki úr limtré allir veggir úr yleiningum gólf og sökklar staðsteypt.
Nýjar teikningar bárust 12.03.2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
2. 1807238 - Selvogsgata 3, endurbygging á geymslu
Erindi Kjartans Freys Ásmundssonar og Helgu Ágústsdóttur tekið fyrir að nýju. Sótt var þann 25.07.2018 um endurbyggingu á geymslu með stækkun samkvæmt teikningum Sveins Valdimarssonar dags. 16.07.2018.
Nýjar teikningar bárust 24.03.2021.
Erindið samræmist ekki deiliskipulagi. Um óverulega breytingu er að ræða og verður erindið því grenndarkynnt og fer málsmeðferð skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
3. 2103648 - Dalshraun 6, breyting
Sólar ehf. sækir þann 24.03.2021 um breytingar innan- og utanhúss samkvæmt teikningum Freys Frostasonar dags. 23.03.2021. Gluggar á vesturhlið verða síkkaðir um 60 sm, ný innkeyrsluhurð verður einnig sett á vesturhlið. Innréttað verður opið skrifstofurými með fundarherbergjum. Í suðurendanum verður innréttað þvottahús. Brunavarnir yfirfarnar.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
4. 2102356 - Reykjavíkurvegur 58, breyting
Skeljungur hf. sækir 10.2.2021 um breytingu á skála við bensínstöð Orkunnar á Reykjavíkurvegi 58 samkvæmt teikningum Davíðs Pitt dagsettar 5.2.2021.
Nýjar teikningar bárust 29.3.2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
5. 2102537 - Hringhamar 7, byggingarleyfi
Draumar hús ehf. sækir 16.2.2021 um byggingu staðsteypts fjölbýlishúss, 28 íbúðir, á fjórum hæðum. Byggingin verður einangruð og klædd að utan með málmklæðningu. Eitt miðlægt upphitað stiga og lyftuhús verður í byggingunni sem svalagangar tengjast sem aðkomur fyrir íbúðir á 2 til 4 hæð. Svalagangar verða lokaðir að mestu leyti fyrir veðri og vindum en óupphitaðir.
Teikningar bárust 8.3.2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
B-hluti skipulagserindi
6. 2103689 - Kaplakriki, framkvæmdaleyfi, grasvöllur
Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir endurgerð grasæfingavallar við Skessuna.
Skipulagsfulltrúi gefur út umbeðið framkvæmdaleyfi.
D-hluti fyrirspurnir
7. 2103662 - Steinhella 17a, fyrirspurn
Hafsteinn Hilmarsson fh. Gluggasmiðjan innflutningur ehf. sendi þann 25.3.2021 inn fyrirspurn er snýr að merkingu að Steinhellu 17a. Um er að ræða merkingu á gafl hússins sem snýr að Reykjanesbraut með nafni og upplýsingum um vöruúrval á svipaðan máta og Geymsla 1.
Tekið er neikvætt í fyrirspurnina eins og hún liggur fyrir. Merkingin er langt utan stærðarmarka "Samþykktar um skilti í lögsögu Hafnarfjarðar", sem kveður á um hámark 6m að lengd, 9 fm að flatarmáli.
E-hluti frestað
8. 2103696 - Sléttuhlíð G3, nýtt hús
Davíð Heimir Hjaltalín og Haukur Ingi Hjaltalín sækja 29.3.2021 um að byggja nýtt hús í stað fyrir eldra hús sem eyðilagðist í eldi. Húsið er timburhús á steyptum sökkulveggjum samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 5.3.2021.
Frestað gögn ófullnægjandi.
9. 2103665 - Lónsbraut 62, breyting
Smári Björnsson sækir 26.3.2021 fh. Gísla Steins Arnarssonar um að byggja 78 m2 bátaskýli í samræmi við innsendar teikningar.
Frestað gögn ófullnægjandi.
10. 2103646 - Móhella 2, breyting á rými 0101-0107
Benedikt Rúnar Steingrímsson og Klakkur fasteignir leggja inn leiðréttar teikningar á MHL 01-07, vegna athugasemda við lokaúttekt, unnar af Sigurði Þorvarðasyni dagsettar 24.3.2021.
Frestað gögn ófullnægjandi.
11. 2103629 - Völuskarð 30, byggingarleyfi
Andri Þór Sigurjónsson og Anna Ragnarsdóttir sækja 23.3.2021 um að byggja einbýli úr forsteyptum einingum á tveimur hæðum samkvæmt teikningum Stefaníu Pálmarsdóttur dagsettar 17.3.2021.
Frestað gögn ófullnægjandi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til baka Prenta