Haldinn á hafnarskrifstofu, 10.02.2021 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen formaður, Ágúst Bjarni Garðarsson aðalmaður, Magnús Ægir Magnússon aðalmaður, Jón Grétar Þórsson aðalmaður,
Fundargerð ritaði: Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri
Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.
Dagskrá:
Almenn erindi
1. 1407063 - Norðurgarður og Norðurbakki - endurbygging
Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Norðurbakka sem var samþykkt í hafnarstjórn þann 2.12.2020 og bæjarstjórn þann 9.12.2020. Tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Norðurbakka var auglýst 18.12.2020 til 28.01.2021. Athugasemd barst. Jafnframt lögð fram afgreiðsla skipulags- og byggingarráðs á málinu frá 09.02.2021 þar sem breytingin er samþykkt og vísað til hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn samþykkir breytingu á deiliskipulagi og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
3. 2102185 - Svæði utan Suðurgarðs reitur 5.5 deiliskipulagsbreyting
Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytinu á fyllingu vestan við Suðurgarð reitur 5.5. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur byggingalóðum, afmörkuðum geymslusvæðum og þvotta/viðgerðarplani fyrir smábáta.
Hafnarstjórn samþykkir að vísa framkominni tillögu að deiliskipulagsbreytingu til yfirferðar og afgreiðslu hjá umhverfis- og skipulagssviði.
Lögð fram til kynningar svör við fyrirspurnum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti varðandi stöðu landtengingarmála á hafnarsvæðinu og framtíðaráform.