FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags- og byggingarráð - 709

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
30.06.2020 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Ólafur Ingi Tómasson formaður,
Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður,
Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður,
Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður,
Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður,
Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi,
Sigurjón Ingvason varaáheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt og Ívar Bragason lögmaður stjórnsýslusviðs.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1806149 - Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar
Lögð fram samþykkt bæjarstjórnar frá 24.6.2020 vegna kosninga í ráð og nefndir.
Lagt fram.
2. 1510326 - Herjólfsbraut, tenging við Álftanesveg
Tekin til umræðu tenging Herjólfsbrautar við Álftanesveg.
Ákvörðun Garðabæjar um lokun Garðahraunsvegar (gamla Álftanesvegar) eru mikil vonbrigði og vekur furðu bæði hvað Hafnfirðinga varðar svo og íbúa Garðabæjar sem hafa nýtt sér þessa leið um Herjólfsbraut. Skipulags- og byggingarráð, bæjarstjórn Hafnarfjarðar ásamt íbúum Norðurbæjar og Hleina mótmæltu harðlega árið 2016 fyrirhugaðri deiliskipulagsbreytingu Garðahrauns þar sem gert var ráð fyrir þessari lokun sem var samþykkt árið 2017. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir að Herjólfsbraut tengist við nýjan veg yfir á nýja Álftarnesveg, í nýsamþykktu aðalskipulagi Garðabæjar er þessi tenging tekin út af skipulagi. Lokun vegarins mun hafa veruleg áhrif á ferðir íbúa Norðurbæjar, Hleinahverfis og heimilis- og starfsmenn Hrafnistu. Fyrirséð er að við þessa ákvörðun Garðabæjar mun umferð aukast um Hafnarfjörð og þá sér í lagi um Norðurbæ. Skipulags- og byggingarráð felur Umhverfis- og skipulagssviði að leggja fram tillögur til mótvægis við áhrifa lokunar Garðahraunsvegar.
Sigurjón Ingvason vék af fundi við afgreiðslu máls 1808180.
3. 1808180 - Fornubúðir 5, skipulagsbreyting
Lagt fram erindi Batterí arkitekta dags. 23.06.2020, f.h. lóðarhafa þar sem farið er fram á breytingu á greinargerð gildandi deiliskipulags.
Um er að ræða óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi og samþykkir skipulags- og byggingarráð að málsmeðferð verði í samræmi við 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindinu er jafnframt vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
1701-Umsókn 200623.pdf
Skipulagslysing-Hafnarsvaedi-15.5.2020.pdf
4. 2003209 - Flatahraun, hringtorg við Skútahraun
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 7.4. s.l. var samþykkt að unnið yrði breytt deiliskipulag fyrir Flatahraun, hringtorg við Skútahraun og að málsmeðferð yrði í samræmi við 1.mgr. 43.gr. laga nr. 123/2010. Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi svæðisins.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindinu er jafnfram vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Flatahr.Skútahr.Hringtorg_dsk.br.24.6.2020.pdf
5. 1909118 - Hlíðarbraut 10, þétting byggðar
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 10. mars. s.l. var samþykkt að auglýsa tillögur að breyttu deiliskipulagi og aðalskipulagi vegna lóðanna við Hlíðarbraut 10 og Suðurgötu 41. Erindið var staðfest í bæjarstjórn þann 18. mars. Tillagan ásamt fylgigögnum var auglýst frá 23.04-04.06.2020. Athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð vegna framkominna athugasemda. Lögð fram greinargerð skipulagsfulltrúa.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða umsögn skipulagsfulltrúa og að erindinu verði lokið í samræmi við 42.gr. skipulagslaga. Erindinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að útlitsteikningar og skilmálar verði lagðar fyrir ráðið og kynntar íbúum.
Hlíðarbraut 10 umsögn.pdf
6. 1610397 - Hjallabraut, aðalskipulagsbreyting
Tillaga að aðalskipulagsbreytingu við Hjallabraut vegna breyttrar landnotkunar hefur verið auglýst. Frestur til að skila inn athugsemdum var framlengdur til 2. júní. Athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð vegna framkominna athugasemda á fundi sínum þann 16. júní s.l. Jafnframt lögð fram fyrirspurn frá fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða umsögn skipulagsfulltrúa og að erindinu verði lokið í samræmi við 42.gr. skipulagslaga. Erindinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Umhverfis- og skipulagssviði falið að svara framlagðri fyrirspurn.
Fyrirspurn Hjallabraut.pdf
Hjallabraut_umsögn v_aths_v-aðal_og dsk_br.pdf
7. 2005535 - Garðstígur 5, umsókn um lóðastækkun
Birgir Jóhannsson og Heiðdís Helgadóttir leggja 27.05.2020 inn um umsókn um lóðarstækkun á Garðstíg 5. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16.06.2020.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa og samþykkir að grenndarkynna erindið þegar umsókn um deiliskipulagsbreytingu hefur borist.
Garðstígur 5. Umsögn vegna lóðarstækkunar..pdf
8. 2005521 - Hverfisgata 52B, lóðarleigusamningur
Kynnt drög að lóðarleigusamningi Hverfisgötu 52b samanber gildandi deiliskipulag.
Lagt fram.
9. 2003276 - Skólabraut 5, ósk um stofnun lóðar
Kynnt drög að lóðarleigusamningi Skólabrautar 5 samanber gildandi deiliskipulag.
Lagt fram.
10. 2004440 - Hreinsunarátak, iðnaðarsvæði
Skipulags- og byggingaráð samþykkti þann 5.5.2020 að hafinn yrði undirbúningur að átaki í hreinsun iðnaðarhverfa og nýbyggingarsvæða og óskaði eftir tillögu umhverfis- og skipulagssviðs að aðgerðum um sérstakt átak sem felst í hreinsun á iðnaðar- og nýbyggingarsvæðum í bænum sem felst í því að hvetja lóðahafar á iðnaðarsvæðunum á Hraunum, Hellnahrauni, hafnarsvæðinu og framkvæmdaraðilum á nýbyggingarsvæðum til að taka til á lóðum sínum og gæta góðrar umgengni, umhverfinu og okkur öllum til hagsbóta. Tillaga sviðsins lögð fram.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hefja hreinsunarátak í september.
11. 1912096 - Hverfisgata 54, úthlutun fasteignanúmers hafnað, mál nr. 123/2019, kæra
Lagður fram og kynntur úrskurður ÚUA varðandi fjölgun eigna að Hverfisgötu 54.
Lagt fram til kynningar.
12. 1603516 - Lyngbarð 2, Þorlákstún, uppbygging og stöðuleyfi
Lagður fram til kynningar dómur héraðsdóms frá 19. júní sl.
Lagt fram til kynningar.
Næsti fundur ráðsins verður haldinn 11. ágúst næstkomandi.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:50 

Til baka Prenta