FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Fjölskylduráð - 426

Haldinn á fjarfundi,
09.10.2020 og hófst hann kl. 13:30
Fundinn sátu: Valdimar Víðisson formaður,
Helga Ingólfsdóttir varaformaður,
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður,
Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður,
Hulda Sólveig Jóhannsdóttir aðalmaður,
Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Karlott Gunnhildarson, ritari fjölskylduráðs
Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2001456 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024
Lagt fram.
Forsendur fjárhagsáætlana 2021-2024.pdf
2. 2009411 - Úttekt á barnaverndarmálum í Hafnarfirði
Fjölskylduráð þakkar ARCUR fyrir góða úttekt á barnaverndarmálum í Hafnarfirði.

Það er mikilvægt að brugðist sé við þeim ábendingum og tillögum sem fram koma í úttektinni. Fjölskylduráð samþykkir að leita til fyrirtækisins Stratagem til að fylgja þessu eftir með starfsmönnum sviðsins.
Sviðsstjóra er falið að ræða við bæjarstjóra um næstu skref.

Helga Ingólfsdóttir, varaformaður, yfirgaf fund kl. 14:30.
3. 1811336 - Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022
Fjölskylduráð vill koma á framfæri þakklæti til allra starfsmanna sviðsins fyrir vel unnin störf á þessum tímum. Allir starfsmenn leggja sig fram við að reyna halda þjónustunni óskertri með hagsmuni notenda að leiðarljósi.

Sigurður Þórður Ragnarsson, áheyrnarfulltrúi, yfirgaf fund kl: 14:36.
Leiðbeiningar_velferðarþjónusta 05102020.pdf
Leiðbeininingar_NPA og notendasamningar_06102020.pdf
Leiðbeiningar um liðsauka frá bakvarðarsveit velferðarþjónustu.pdf
Fjölskyldu- og barnamálasvið, þriðja bylgja Covid-19.pdf
4. 2010088 - Öryggisgæsla og öryggisvistun á höfuðborgarsvæðinu.
Sviðsstjóra falið að kanna möguleika á því hvort Hafnarfjarðarbær geti tekið þátt í þessu samstarfi.
Öryggisgæsla og öryggisvistun á höfuðborgarsvæðinu.pdf
5. 2009439 - Styðjandi samfélag
Lagt fram. Umræður.

Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra að vinna það áfram.
6. 1604079 - Húsnæðisáætlun
Í fundargerð starfshóps um húsnæðisstefnu frá 01.11.2018 er lagt til að stofnaður verði vinnuhópur sem hittist eigi sjaldnar en tvisvar á ári með það að markmiði að endurskoða og fara yfir húsnæðisáætlun.

Fjölskylduráð samþ. á fundi sínum þann 25.09. sl. að skipa eftirtalda fulltrúa:
Fulltrúar meirihluta:
- Valdimar Víðisson frá Framsóknarflokki.
- Ólafur Ingi Tómasson frá Sjálfstæðisflokki.
- Skarphéðinn Orri Björnsson frá Sjálfstæðisflokki.
Fulltrúar minnihluta:
- Friðþjófur Helgi Karlsson frá Samfylkingu.
- Arnheiður Ásdís Kolbeins frá Miðflokknum.

Bæjarstjórn gerði athugasemd við kynjahlutföll og óskaði eftir því að fjölskylduráð tæki málið aftur á dagskrá.

Fjölskylduráð leggur til að vinnuhópurinn verði skipaður eftirtöldum fulltrúum:
Fulltrúar meirihluta:
- Valdimar Víðisson frá Framsóknarflokki.
- Lovísa Traustadóttir frá Sjálfstæðisflokki.
- Skarphéðinn Orri Björnsson frá Sjálfstæðisflokki.
Fulltrúar minnihluta:
- Friðþjófur Helgi Karlsson frá Samfylkingu.
- Arnheiður Ásdís Kolbeins frá Miðflokknum.

Fjölskylduráð samþykkir þessa tillögu og felur sviðsstjóra að boða til fyrsta fundar vinnuhóps.
7. 1709249 - Samþykktir um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar
Lagt fram til kynningar.
8. 2006310 - Íþrótta- og tómstundastyrkir, lágtekjuheimili, jöfn tækifæri barna til íþrótta og tómstundastarfs
Fjölskylduráð samþykkir þessar reglur og vísar þeim til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til baka Prenta