FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 1855

Haldinn á fjarfundi,
14.10.2020 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri,
Kristinn Andersen forseti,
Sigurður Þórður Ragnarsson 1. varaforseti,
Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti,
Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður,
Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður,
Jón Ingi Hákonarson aðalmaður,
Helga Ingólfsdóttir aðalmaður,
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður,
Kristín María Thoroddsen aðalmaður,
Sigrún Sverrisdóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Ívar Bragason, Ritari bæjarstjórnar og lögmaður á stjórnsýslusviði
Mættir til fjarfundar eru allir aðalbæjarfulltrúar.

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1806149 - Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar
Samþykkt samhljóða.
2. 1701175 - Selhraun suður, breyting á deiliskipulagi
Til máls tekur Ingi Tómasson.

Einnig tekur til máls Ágúst Bjarni Garðarsson sem og Sigurður Þ. Ragnarsson sem leggur fram tillögu um að afgreiðslu málsins verði frestað.

Þá tekur Rósa Guðbjartsdóttir til máls. Sigurður Þ. svarar andsvari.

Til máls öðru sinni tekur Ingi Tómasson og til andsvars kmeur Sigurður Þ.

Ágúst Bjarni tekur til máls öðru sinni. Til andsvars kemur Sigurður Þ. Ágúst Bjarni svarar andsvari og Sigurður kemur til andsvars öðru sinni. Einnig til andsvars kemur Ingi Tómasson.

Þá tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Einnig Friðþjófur Helgi Karlsson og kemur Ágúst Bjarni til andsvars. Einnig kemur Ingi tómasson til andsvars við ræðu Friðþjófs. Þá kemur Guðlaug Kristjánsdóttir til andsvars.

Kristinn Andersen forseti ber um framkomna tillögu m frestun á afgreiðslu málsins milli funda og er tillagan samþykkt samhljóða.

Friðþjófur Helgi Karlsson gerir grein fyrir atkvæði sínu sem og Ágúst Bjarni Garðarsson.
3. 2008009 - Hvaleyri , golfklúbburinn Keilir, breyting á deiliskipulagi
Til máls tekur Ingi Tómasson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.
Hvaleyri athugasemd Jón Ingvi Geirsson, Vallarbyggð 5.pdf
Hvaleyri athugasemd Gísli Ásgeirsson, Vallarbyggð 7.pdf
Svar frá BG til Gísla Ásgeirssonar.pdf
Sky´ringarmynd Keilir.pdf
uppdráttur..pdf
Svar frá skipulagi til eiganda að Vallarbyggð 7.pdf
umsögn v. breytingar á deiliskipulagi.pdf
Hvaleyrir, breyting á deiliskipulagi, uppdráttur.pdf
Umsögn vegna breytingar á deiliskipulagi fyrir golfklúbbinn Keili.pdf
4. 2009429 - Skarðshlíð 3. áfangi, breyting á deiliskipulag
Ingi Tómasson tekur til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.
5. 1701084 - Hamranes I, nýbyggingarsvæði
Til máls tekur Ingi Tómasson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.
Hamranes-rammask-greinarg-20201005.pdf
6. 2009443 - Suðurgata 36, deiliskipulag
Til máls tekur Ingi Tómasson.

Einnig tekur Friðþjófur Helgi Karlsson til máls. Til andsvars kemur Ingi Tómasson og svarar Friðþjófur andsvari. Ingi kemur til andsvars öðru sinni. kemur.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs með 9 greiddum atkvæðum en þau Friðþjófur Helgi Karlsson og Sigrún Sverrisdóttir sitja hjá.

Friðþjófur Helgi kemur að svohljóðandi bókun:

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar sitja hjá við ákvörðun þessa. Við teljum mikilvægt að hugað sé vel að því að þjónustu- og verslunarhúsnæði sé til staðar í öllum hverfum bæjarins þar sem hugað er að þéttingu. Nærþjónusta er afar mikilvæg í uppbyggingu hvers hverfis svo þau geti orðið sjálfbær. Slíkri sjálfbærni hverfa fylgir aukin lífsgæði þeirra íbúa sem þau byggja. Í þessu máli er einnig mikilvægt að horfa til þess að óljóst er hvernig bílastæðamálum verði háttað. Við teljum einnig að mikilvægt sé að hlusta á áhyggjur íbúa götunnar sem komið hafa fram.

Friðþjófur Helgi Karlsson
Sigrún Sverrisdóttir


20019IF-Suðurgata 36 Haf DS1 200929.pdf
7. 1809389 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, endurskoðun
Til máls tekur Ingi Tómasson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.
201005-ASHAFN-lysing-drog8.pdf
8. 1802033 - Hraun vestur, aðalskipulagsbreyting
Til máls tekur Ingi Tómasson.

Einnig tekur Friðþjófur Helgi Karlsson til máls.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs með 7 atkvæðum meirihluta og Miðflokksins en fulltrúar Samfylkingar, Bæjarlistans og Viðreisnar greiða atkvæði á móti.

Guðlaug Kristjánsdóttir keemur að svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Bæjarlista, Samfylkingar og Viðreisnar taka undir bókanir fulltrúa flokkanna í Skipulags- og byggingarráði.
Guðlaug S Kristjánsdóttir,
Friðþjófur Helgi Karlsson,
Sigrún Sverrisdóttir,
Jón Ingi Hákonarson,

ASK_2013_2025_Hraun_Vestur_Afangi_1A (002).pdf
Athugasemdir Skipulagsstofnunar - Hraun vestur dags. 18. september 2020.pdf
Greinagerð Aðalskipbr. Hruan vestur 10.04. 2020 br-1..pdf
9. 1903199 - Hraun vestur, gjótur, deiliskipulag
Til máls tekur Ingi Tómasson.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs með 7 atkvæðum meirihluta og Miðflokksins en fulltrúar Samfylkingar, Bæjarlistans og Viðreisnar greiða atkvæði á móti.

Jón Ingi Hákonarson kemur að svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Bæjarlista, Samfylkingar og Viðreisnar taka undir bókanir fulltrúa flokkanna í Skipulags- og byggingarráði.

Guðlaug S Kristjánsdóttir,
Friðþjófur Helgi Karlsson,
Sigrún Sverrisdóttir,
Jón Ingi Hákonarson

Ágúst Bjarni Garðarsson kemur að svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar taka undir bókun meirihluta skipulags- og byggingaráðs sem er eftirfarandi:
Hér er um ræða metnaðarfulla deiliskipulagstillögu sem svarar þeirri þörf, gæðum og kröfum sem við nú stöndum frammi fyrir sem samfélag. Líkt og fram hefur komið fellur tillagan vel að markmiðum svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins þar sem meginstefnan er uppbygging og þétting byggðar við miðkjarna og önnur samgöngumiðuð þróunarsvæði og að hlutfall íbúðabyggðar á þeim svæðum vaxi úr 30% í 66%. Allt tal um óhóflegt byggingarmagn, skuggamyndun og bílastæðasöfnun stenst ekki skoðun þar sem deiliskipulagstillagan er í takt við uppbyggingu í nágrannasveitarfélögum Hafnarfjarðar. Landsvæðið liggur einnig að fyrirhugðum samgönguás Borgarlínu sem styrkir verkefnið og markmið svæðisskipulagsins.


Gjotur_Greinargerð_uppfærð-07.10.2020.pdf
gjotur_dsk__04_dsk-101.pdf
gjotur_dsk__04_dsk-102.pdf
gjotur_dsk__04_dsk-103.pdf
Breyting á aðalskipulagi vegna Hrauns-vestur og deiliskipulag fyrir Gjótur, athugasemdir skipulagsstofnunar.pdf
fylgiskjal 02-Gjótur _Hljóðvistarskýrsla-VSÓ.pdf
10. 2009351 - Drangsskarð 15, umsókn um lóð
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs.
11. 2009639 - Drangskarð 17, umsókn um lóð
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs.
12. 2009213 - Tinnuskarð 3, umsókn um lóð
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs.
13. 2003051 - Malarskarð 12-14, lóðarumsókn,úthlutun,skila lóð
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs.
14. 2006310 - Íþrótta- og tómstundastyrkir, lágtekjuheimili, jöfn tækifæri barna til íþrótta og tómstundastarfs
Helga Ingólfsdóttir tekur til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi reglur.
Reglur Hafnarfjarðarkaupstaðar um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja.pdf
15. 2009617 - Málefni flóttamanna
Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson.

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen leggur til að fyrirliggjandi tillögu verði vísað til fjölskylduráðs.

Friðþjófur Helgi kemur til máls öðru sinni.

Framangreind tillaga um að málinu verði vísað til fjölskylduráðs er næst borin upp og er tillagan samþykkt með 7 atkvæðum en þau Friðþjófur Helgi Karlsson og Sigrún Sverrisdóttir greiða atkvæði gegn tillögunni. Þau Guðlaug Kristjánsdóttir og Jón Ingi Hákonarson situr hjá.

Friðþjófur Helgi Karlsson kemur að svohljóðandi bókun:

Það hryggir okkur mjög að meirihlutinn hafi komið hér fram með þessa tillögu sína um að vísa málinu til fjölskylduráðs. Og hafi því ekki séð sér það fært að samþykkja þessa tillögu hér á þessum fundi. Neyðin er mikil og þetta er mál sem þolir enga bið. Við berum mikla samfélagslega ábyrgð á alþjóðavísu á að takast á við þann mikla flóttamannavanda sem m.a. Evrópa sem heimsálfa stendur frammi fyrir og okkur ber að axla hana. Það að vísa henni inn í ráð á þessum tímapunkti gerir ekkert annað en að drepa málinu á dreif og er óásættanlegt að okkar mati.

Undir þetta rita fulltrúar Samfylkingarinnar í Bæjarstjórn
Friðþjófur Helgi Karlsson
Sigrún Sverrissdóttir

Rósa Guðbjartsdóttir kemur einnig að svohljóðandi bókun:

Full ástæða er til að hafa áhyggjur og samúð með aðstæðum þess vaxandi fjölda fólks sem lagt hefur á flótta undan harðstjórn og fátækt. Hafnarfjarðarbær hefur verið í fremstu röð sveitarfélaga um að taka við flóttafólki og hælisleitendum, þar sem bærinn hefur samið um að þjónusta núna allt að 100 hælisleitendur til viðbótar þeim sem þegar hafa hingað leitað. Þá er í bænum nú þegar starfrækt sérstök móttökumiðstöð og af sveitarfélögum landsins er það Hafnarfjarðarbær sem nú þegar þjónustar flest þeirra fylgdarlausu barna sem koma til Íslands.
Þeirri mikilvægu þekkingu og reynslu sem orðin er til í Hafnarfirði er sjálfsagt að miðla áfram til þeirra sem taka ákvarðanir um mótttöku fólks á flótta og annarra sveitarfélaga sem kjósa að leggja þessum málum lið. Að öðru leyti mun Hafnarfjarðarbær halda áfram að sinna vel þessum málaflokki eins og verið hefur og væntum við þess að fjölskylduráð fjalli áfram um málið á faglegan hátt til framtíðar.

Tillaga Friðþjófs Helga Karlssonar .pdf
Fundargerðir
16. 2001041 - Fundargerðir 2020, til kynningar í bæjarstjórn
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:57 

Til baka Prenta