FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Fræðsluráð - 450

Haldinn á fjarfundi,
07.10.2020 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen formaður,
Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður,
Bergur Þorri Benjamínsson aðalmaður,
Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður,
Auðbjörg Ólafsdóttir aðalmaður,
Bjarney Grendal Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi,
Birgir Örn Guðjónsson áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Valgerður Sveinbjörnsdóttir, ritari
Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Ingibjörg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Elín Soffía Harðardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Oddfríður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ásrún Sigrid Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2003508 - Covid 19, aðgerðaráætlun
Sviðsstjóri fór yfir viðbrögð skólayfirvalda í Hafnarfirði í ljósi hættustigs almannavarna haustið 2020 og viðbrögð við neyðarstigi 5. október 2020. Fræðsluráð þakkar ítarlega kynningu og hvetur skólasamfélagið áfram í sínum mikilvægu störfum samhliða því að sýna aðgát í samskiptum og sinna því mikilvæga hlutverki sem skólarnir hafa á tímum sem þessum.
2. 1709249 - Samþykktir um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar
Lagt fram.
3. 2009422 - Áslandsskóli aðstaða skólalóð
Lagt fram.

Fulltrúi foreldraráðs grunnskóla lagði fram eftirfarandi bókun;

Fulltrúi Foreldraráðs Hafnarfjarðar tekur undir ábendingar og fyrirspurn skólastjóra og formanns foreldrafélags Áslandsskóla um að bæta þurfi skólalóð Áslandsskóla og ítrekar mikilvægi góðra skólalóða. Skólalóðir sem eru með leiktækjum, sparkvöllum og fjölbreyttum tækifærum til leikja og afþreyingar stuðla að hollri hreyfingu og samveru sem leiðir til betri skólaanda og námsárangurs. Skólalóðir eru einnig gjarna miðsvæðis í hverfunum og nýtast því til leikja fyrir börnin eftir að skóla lýkur. Vel útfærð og skipulögð skólalóð getur einnig nýst til að efla fjölbreytt skólastarf utandyra. Því er lagt til að gerð verði úttekt á skólalóðum grunnskóla Hafnarfjarðar, gæðum þeirra, öryggismálum og hvernig megi bæta þær fyrir börn í Hafnarfirði.

Fulltrúi Samfylkingar tekur undir bókun fulltrúa foreldraráðs og telur brýnt að gera heildstæða úttekt á skólalóðum í Hafnarfirði og bregðast við og gera endurbætur við fyrsta tækifæri. Öflug og fjölbreytt leiksvæði styðja gott skólastarf innan og utan veggja skólanna.
Bréf_fræðsluráð_aðstaða_skólalóð_sep2020_sign.pdf
4. 2010006 - Áskorun frá húsfélagi Hamarsins um aukna opnun
Fræðsluráð samþykkir að auka við opnunartíma Hamarsins fram að áramótum og styður þannig við nám ungmenna og félagslíf þeirra. Jafnframt þakkar ráðið húsfélagi Hamarsins fyrir áskorunina og frumkvæði þeirra með minnisblaði þeirra.
Opnunartími Hamarsins verður því frá kl. 9:00 til 23:00 alla virka daga til jóla.
Kostnaður vegna aukins opnunartíma rúmast innan fjárhagsáætlunar 2020
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til baka Prenta