FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags- og byggingarráð - 714

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
22.09.2020 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður,
Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður,
Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður,
Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður,
Óli Örn Eiríksson áheyrnarfulltrúi,
Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi,
Kristján Jónas Svavarsson varamaður,
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2001456 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024
Lagt fram til umræðu.
2. 2005141 - Kaldársel, Kaldárbotnar og Gjárnar, deiliskipulagsbreyting
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Kaldársels, Kaldárbotna og Gjárna og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
20127-Kaldarsel-pl-br_A3-DSKBR.pdf
3. 2009385 - Sléttuhlíð, breyting á skipulagsmörkum
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breyttum skipulagsmörkum Sléttuhlíðar og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
20127-Slettuhlid-dsk-br_A3.pdf
4. 2007341 - Sléttuhlíð, deiliskipulagsbreyting
Erindi Félags sumarhúsaeigenda í Sléttuhlíð lagt fram. Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs.
Sléttuhlið, deiliskipulag, beiðni um endurskoðun.pdf
5. 2001526 - Reykjanesbraut, tvöföldun, aðalskipulagsbreyting
Farið yfir stöðu málsins.
6. 1809389 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, endurskoðun
Tekið til umræðu.
7. 1802033 - Hraun vestur, aðalskipulagsbreyting
Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að vinna áfram að málinu í samræmi við leiðbeiningar Skipulagsstofnunar og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

Fulltrúar Viðreisnar, Bæjarlistans og Samfylkingar bóka: Ábendingar Skipulagsstofnunar staðfesta þau varnaðarorð sem fulltrúar Viðreisnar, Bæjarlistans og Samfylkingar hafa haft varðandi þetta verkefni undanfarin misseri. Deiliskipulag fyrsta áfanga við Hraunin víkur frá faglegu undirbúningsferli rammaskipulags hverfisins og fylgir ekki þeirri heildarsýn og þeim gæðaviðmiðum sem voru sett fram þar. Nær allar athugasemdir Skipulagsstofnunnar má rekja til þeirrar ákvörðunar að víkja frá hugmyndafræði rammaskipulagsins.

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:
Meirihlutinn leggur áfram áherslu á að fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga opnar á fjölbreytta byggð íbúðar-, verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Tillagan fellur einnig vel að markmiðum svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins þar sem meginstefnan er uppbygging og þétting byggðar við miðkjarna og önnur samgöngumiðuð þróunarsvæði og að hlutfall íbúðabyggðar á þeim svæðum vaxi úr 30% í 66%. Landsvæðið liggur að fyrirhugðuðum samgönguás Borgarlínu sem styrkir markmið svæðisskipulagsins og þéttingu byggðar. Þá er deiliskipulagstillagan í samræmi við þá framtíðarsýn og hugmyndir sem settar eru fram í rammaskipulagsdrögum fyrir Hraun vestur. Í greinargerð aðalskipulagsins dags. 20.04.2020 er gerð góð grein fyrir leik- og grunnskólum ásamt opnum grænum svæðum. Gert er ráð fyrir uppbyggingu á öllu svæðinu, Hraun vestur, geti tekið allt að 20 árum og gera má ráð fyrir ýmsum breytingum á því tímabili er varðar samgöngur og samfélag sem getur haft áhrif á skipulag framtíðar. Að þessu sögðu teljum við rétt og mikilvægt að brugðist verði við minniháttar leiðbeiningum Skipulagsstofnunar.
Breyting á aðalskipulagi vegna Hrauns-vestur og deiliskipulag fyrir Gjótur, Hafnarfirði.pdf
8. 1909118 - Hlíðarbraut 10, þétting byggðar
Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að svara framkomnum athugasemdum Skipulagsstofnunar.
Hlíðarbraut 10, aðalskipulagsbreyting, ítrekun, athugasemdir Skipulagsstofnunar.pdf
Suðurbær sunnan Hamars_Suðurgata 41_Hlíðarbraut 10 og 12. Dsk.Í GILDI.pdf
9. 1110006 - Vesturbær, endurgert og nýtt deiliskipulag
Tekið til umræðu.
10. 1701084 - Hamranes I, nýbyggingarsvæði
Lagt fram til kynningar.
11. 2007683 - Hraunhvammur 8, stækkun á lóð
Skipulags- og byggingarráð samþykkir umbeðna lóðarstækkun og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
12. 1701175 - Selhraun suður, breyting á deiliskipulagi
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman umsögn vegna erindisins.
13. 2006235 - Hjallabraut, bílastæði
Tekið til umræðu.
14. 1801074 - Smyrlahraun 41a
Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu.
Fyrirspurnir
15. 2008397 - Íþróttasvæði 7, Hvaleyrarvatnsvegur, fyrirspurn, gokartbraut
Skipulags- og byggingarráð óskar umsagnar íþrótta- og tómstundafulltrúa Hafnarfjarðar auk þess að fela skipulagsfulltrúa að ræða við umsóknaraðila.
16. 1811412 - Ólöglegt húsnæði
Boðað hefur verið til samráðsfundar þann 22.9. nk. þar sem heilbrigðiseftirlitið, fulltrúar slökkviliðsins og byggingarfulltrúar á höfuðborgarsvæðinu ræða leiðir til að skerpa á eftirliti með þessari starfsemi og hvernig embættin geta unnið saman að farsælli lausn málsins.

Fulltrúi Bæjarlistans leggur fram eftirfarandi bókun: Það er mjög mikilvægt að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu láti gera faglega úttekt á búsetu fólks í ólöglegu húsnæði. Undanfarin misseri hafa því miður orðið alvarlegir brunar í ólöglegu húsnæði þar sem fólk hefur haft búsetu, nú síðast á Bergstaðarstræti í Reykjavík þar sem þrír einstaklingar létust. Það gengur ekki að hver vísi á annan varðandi ábyrgð þegar slíkir atburðir verða. Sveitarfélögin verða að taka höndum saman og beita sér fyrir úrbótum hvað varðar búsetuleyfi, byggingarleyfi, skráningu íbúa, öryggismál, eftirlit og annað sem við á.
17. 1906222 - Skarðshlíð, framkvæmdir
Fulltrúar Bæjarlistans, Samfylkingar og Viðreisnar leggja fram eftirfarandi bókun:
Í samanburði við önnur stærri sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hefur Hafnarfjörður setið eftir hvað varðar uppbyggingu íbúðahúsnæðis á undanförnum árum.
Samkvæmt framangreindum upplýsingum var lóðum með byggingarheimildum fyrir 221 íbúð úthlutað í Skarðshlíð haustið 2016. Nú fjórum árum seinna eru einungis hafnar framkvæmdir við 40% íbúðanna.
68 íbúðir eru á byggingarstigi 2 þ.e. komnar með sökkul og 19 íbúðir á byggingarstigi 4 þ.e. orðnar fokheldar. Á árunum 2017 ? 2020 hefur 139 íbúðum til viðbótar verið úthlutað í Skarðshlíð og hefur lokaúttekt einungis farið fram á 19 þeirra.
Þetta er dapurleg tölfræði sem núverandi meirihluti bæjarstjórnar ber fulla ábyrgð á.

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:
Meirihlutinn hefur unnið ötullega að því að skipuleggja nýbyggingarsvæði ásamt þéttingarreitum. Nú þegar rúm tvö ár eru liðin af kjörtímabilinu hefur lóðum undir mörg hundruð íbúðir verið úthlutað, m.a. í Skarðshlíð og Hamranesi. Framkvæmdir fara að hefjast í Hamranesi, en þar er nú unnið við gatnagerð. Ánægjulegast er að sjá hve vel gengur við uppbyggingu í Skarðshlíðinni þar sem allt fór á fljúgandi ferð þegar raflínurnar voru loks færðar og framkvæmdir við Ásvallabraut voru samþykktar og fóru í framkvæmd. Við Hafnfirðingar munum sjá kröftuga uppbyggingu íbúðarhúsnæðis víðsvegar um bæinn á næstu mánuðum. Staðreyndirnar tala sínu máli.

Fundargerðir
18. 2009005F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 810
19. 2009013F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 811
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45 

Til baka Prenta