FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Hafnarstjórn - 1581

Haldinn á hafnarskrifstofu,
09.09.2020 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen. Ágúst Bjarni Garðarsson. Magnús Ægir Magnússon. Jón Grétar Þórsson. Sigurður Þórður Ragnarsson.
Fundargerð ritaði: Lúðvík Geirsson


Dagskrá: 
Kynningar
1. 1912342 - Súrálsbakki Straumsvík- tjón. v. óveðurs
Hafnarstjóri kynnti stöðu mála varðandi uppgjör á kostnaði vegna endurbóta á hafnarmannvirkjum í Straumsvík.
2. 1407063 - Norðurgarður og Norðurbakki - endurbygging
Farið yfir tillögu að kynningarefni til íbúa vegna fyrirhugaðra framkvæmda við grjótvörn við Norðurbakka og endurbyggingu Norðurgarðs.
3. 1905304 - Landtengingar skipa, háspenna
Farið yfir stöðu mála varðandi undirbúning vegna fyrirhugaðra framkvæmda við styrkingu á rafvæðingu til skipa við Hvaleyrarbakka.
Hvaleyrarbakki LVSC.JPG
4. 2009101 - Fjárhags- og rekstraráætlun 2021
Yfirferð gjaldskrármála og önnur undirbúningsvinna fyrir gerð fjárhags- og rekstraráætlunar fyrir komandi ár.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00 

Til baka Prenta