FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og framkvæmdaráð - 360

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
09.09.2020 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Helga Ingólfsdóttir. Árni Rúnar Árnason. Friðþjófur Helgi Karlsson. Þórey Svanfríður Þórisdóttir. Arnhildur Ásdís Kolbeins. Helga Björg Arnardóttir. Tinna Hallbergsdóttir.
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Ishmael David verkefnastjóri.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2008143 - Kínversk ljósahátíð á Víðistaðatúni
Tekið fyrir að nýju erindi Viðburða ehf. varðandi kínverska ljósahátíð á Víðistaðatúni í október.
Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar afnot af Vífilstaðatúni fyrir kínverska ljósahátíð í október.
2. 1602126 - Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði
Kynnt kostnaðaráætlun við að laga og lýsa gönguleiðina í gegnum Stekkjarhraun. Lagt fram bréf til Strætó bs. varðandi breytingar á leiðarkerfinu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fara í lagfæringar á göngustíg í gegnum Stekkjahraun í samræmi við framlagt minnisblað. Jafnframt er sviðinu falið að óska eftir breytingum á leið 1 og flex þjónustu í Hellnahrauni við stjórn Strætó bs.
3. 2002331 - Sorphirða í Hafnarfirði - útboð 2021
Tekið til umræðu að nýju.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að framlengja núverandi verksamning um eitt ár. Jafnframt að losunartíðni blátunnu verði á 4 vikna fresti frá næstu áramótum.
4. 2009169 - Sorphirða í Hafnarfirði, ósk um framlengingu á samningi
Lagt fram erindi Kubbs ehf varðandi ósk um framlengingu á samningi um sorphirðu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að framlengja núverandi verksamning um eitt ár.
5. 2008212 - Gróður fyrir fólk, staða uppgræðslu í Krýsuvík og Vistvangi
Fulltrúi GFF mætir til fundarins og kynnir framgang verkefnisins.
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.
6. 2001073 - Talningar á fólki á völdum stöðum
Kynntar nýjar tölur varðandi heimsóknir á Helgafell og Seltún.
Lagt fram til kynningar.
7. 1908442 - Frisbígolf, Viðistaðatúni
Lögð fram tillaga að stækkun vallarins.
Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir umsögn íþrótta- og tómstundanefndar.
8. 2008463 - Ósk um samstarf varðandi rafhlaupahjóla og rafhjólaleigu í Hafnarfirði
Tekið fyrir að nýju.
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til bæjarráðs.
9. 1902408 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023
Lögð fram staða rekstrar til og með júlí.
Lagt fram.
10. 2009107 - Umhverfis- og skipulagssvið, sumarátak 2020
Kynnt vinna starfsmanna í átaksverkefnum sumarsins - Ástandsmat og stefnumótun útivistarsvæða og uppfærsla á gagnagrunnum.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til baka Prenta