Fundargerðir



Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 809

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
02.09.2020 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir. Berglind Guðmundsdóttir. Gunnþóra Guðmundsdóttir.
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 2006096 - Völuskarð 11, byggingarleyfi
Ingi Björnsson sækir 5.6.2020 um að byggja staðsteypt einbýlishús á tveimur hæðum samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dagsettar 26.5.2020.
Nýjar teikningar bárust 18.6.2020.
Nýjar teikningar bárust 24.6.2020.
Nýjar teikningar bárust 30.6.2020.
Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 10.7.2020 samþykkir byggingarfulltrúi að grenndarkynna frávik frá deiliskipulagi fyrir lóðarhafa Tinnuskarðs 7 í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga 123/2010. Grenndarkynnt var frá 21.7.2020 - 21.8.2020. Teikningar með samþykki lóðarhafa Tinnuskarðs 7 bárust 12.8.2020.


Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.
2. 2008115 - Hverfisgata 32, stækkun
Þann 10.08.2020 leggur Ingibjörg Sigurðardóttir inn umsókn um viðbyggingu, þak hækkað og andyrisbyggingu bætt á húsið.
Grenndarkynna þarf erindið í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga.
3. 2005273 - Víðivangur 5, klæðning
Víðivangur húsfélag sækir 27.04.2020 um heimild til álklæðningar á austur og suðurhlið húss skv. teikningum Garðars Guðnasonar dags. 0.01.2020. Nýjar teikningar bárust 21.08.2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
4. 2007478 - Erluás 1, breyting
AHK ehf. sækir þann 15.07.2020 um breytingu eignarhluta 0201 úr verslun í íbúð, verönd 0210 stækkuð, hurð teiknuð á norðvesturhlíð samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarssonar dags. 10.07.2020. Nýjar teikningar bárust 17.08.2020 ásamt samþykki nágranna.
Umsóknin samræmist ekki gildandi aðalskipulagi og erindinu vísað til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.
5. 2007740 - Fífuvellir 22, sólstofa
Jósep Hafþór Þorbergsson og Hrefna Sigurjónsdóttir sækja þann 31.07.2020 um leyfi til að byggja sólstofu úr timbri með einhalla þaki við suðurhlíð núverandi íbúðarhúss samkvæmt teikningum Guðmundar Jónssonar dags. 27.07.2020.
Nýjar teikningar bárust þann 24.08.2020.
Nýjar teikningar bárust þann 28.08.2020.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Vakin er athygli á að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Verktrygging er ekki skráð á verkið né ábyrgðaraðilar.
6. 2008761 - Hafravellir 2, reyndarteikningar vegna lokaúttektar
Karl Magnús Karlsson leggur 28.8.2020 reyndarteikningar af Hafravöllum 2 teiknað af Karli M. Karlsyni dagsettar 15.8.2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
B-hluti skipulagserindi
7. 2008353 - Ásvellir 1, knattspyrnuvöllur, framkvæmdaleyfi
Knattspyrnufélag Hauka og Hafnarfjarðarkaupstaður sækja þann 19.8.2020 um framkvæmdaleyfi til slóðagerðar og gróffyllingar knattspyrnuvallar á lóð Hauka við Ásvelli.
Skipulagsfulltrúi gefur út framkvæmdaleyfi til slóðagerðar og gróffyllingar knattspyrnuvallar á lóð Hauka við Ásvelli.
8. 2007029 - Dofrahella 7, fyrirspurn, breyting á deiliskipulagi
Grétar Jón Elfarsson leggur 01.07.2020 inn fyrirspurn varðandi bílastæði og aðkomu að þeim vestan og norðan við húsið. Einnig hvort heimilt væri að inn- og útkeyrsla væri frá Búðahellu. Nýjar teikningar bárust þann 24.07.2020.
Tekið er jákvætt í að breyta innkeyrslu á lóð í samræmi við teikningu.
9. 2005177 - Móabarð 26, breyting á bílastæði og fleira
Elfa Björk Rúnarsdóttir sækir þann 7.5.2020 um stækkun bílastæðis við húsnæði, færslu á ljósastaur og breytingu á kantstein við lóðarmörk.
Tekið er neikvætt í erindið þar sem það er ekki í samræmi við deiliskipulag.
D-hluti fyrirspurnir
10. 2008295 - Móabarð 31, fyrirspurn
Lucyna Urszula Dabrowska leggur þann 19.08.2020 inn fyrirspurn vegna opinnar geymslu aftan við hús.
Tekið er jákvætt í erindið að uppfylltum skilyrðum.
11. 1912331 - Norðurbraut 19, fyrirspurn, bílskúr
Ólafur Granz leggur inn fyrirspurn þann 20.12.2019 vegna breytinga á bílskúr. Hæð þaks er lyft upp, hús endurklætt og klætt yfir innkeyrsluhurð samkvæmt teikningum Björgvins M. Péturssonar dags. 15.12.2019.
Tekið er jákvætt í erindið.
12. 2008628 - Mávahraun 25, fyrirspurn, skjólveggur
Ragnar Sveinn Svanlaugsson sendi þann 25.8.2020 inn fyrirspurn vegna þegar gerðrar endurnýjunar á klæðningu á skjólvegg á lóðarmörkum Mávahrauns 25 og bæjarlands við göngustíg.
Skjólveggur er þegar gerður, eigandi skal fjarlægja hluta af vegg við rafmagnskassa sambærilegt og var áður.
13. 2008760 - Suðurgata 73, breyting á deiliskipulagi
Ásmundur Kristjánsson óskar þann 28.08.2020 eftir heimild til að byggja jarðhýsi, geymslu, ásamt tengibyggingu á lóðinni.
Tekið er neikvætt í erindið þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi.
14. 2008067 - Hellisgata 21, fyrirspurn, breyting á stærð lóðar
Ólafur Friðrik C. Rowell leggur þann 4.8.2020 inn fyrirspurn vegna lóðar og viðbyggingar. Um er að ræða stækkun lóðar út að göngustíg í bæjarlandi og hugmynd um viðbyggingu.
Tekið er jákvætt í fyrirspurnina, sjá umsögn arkitekts dags 2.09.2020
E-hluti frestað
15. 2008147 - Mjósund 8, byggingarleyfi
Einar Þór Harðarson sækir 11.08.2020 um að fá að byggja einbýlishús skv. teikningum Kára Eiríks dags. 06.08.2020. Nýjar teikningar bárust þann 25.08.2020.
Frestað gögn ófullnægjandi.
F-hluti önnur mál
16. 2001149 - Stöðuleyfi, gámar, 2020
Eigendum gáma, sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir, hefur verið send bréf þar sem bent er á að sækja þarf um stöðuleyfi eða fjarlægja þá gáma sem eru án stöðuleyfa og upplýst um að dagsektir verða lagðar á ef ekki er brugðist við.
Dagsektir, 20.000 pr. dag, verða lagðar á eigendur gáma sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir frá og með 16.9.2020.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til baka Prenta