FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Íþrótta- og tómstundanefnd - 318

Haldinn í Lóninu Linnetsstíg 3,
02.09.2020 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Brynjar Þór Gestsson, Tinna Hallbergsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Sunna Magnúsdóttir.
Fundargerð ritaði: Geir Bjarnason
Elísabet Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ÍBH, Kristín Ólöf Grétarsdóttir, fulltrúi foreldrafélags Hafnarfjarðar og Kristrún Bára Bragadóttir fulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2007638 - Pílufélag fatlaðra, erindi
Bæjarráð vísaði erindinu til íþrótta - og tómstundafulltrúa til frekari skoðunar.

Kynntar viðræður við aðila málsins og sagt frá heimsókn í nýja aðstöðu fyrir pílukast.

Óskað var eftir þjónustusamningi við Pílukastfélagið og að börn gætu nýtt sér frístundastyrkin við að æfa pílu.

Erindi um þjónustusamning er vísað til fjárhagsáætlunarvinnu sem er að hefjast.

Uppfylli húsnæði skilyrði heilbrigðisyfirvalda og tryggt verði að barnastarf fari fram þar sem ekki er verið að neyta áfengis eða kynna það með auglýsingum þá samþykkir nefndin að heimila starfsmönnum að semja við aðila málsins um að mega nota frístundastyrkinn.
2. 2008733 - Ungmennaráð, bréf frá umboðsmanni barna
Bréf frá Umboðsmanni barna lagt fram þar sem hann áréttar gildi ungmennaráða fyrir sveitarfélög og að börn á áldrinum 13-17 ára skuli vera í því. Umboðsmaður vísar í nýlega rannsókn þar sem eru 44 af 51 ungmennaráðum í sveitarfélögum landsins skipuð, að hluta til eða jafnvel að öllu leyti, ungu fólki sem er orðið 18 ára.
Það eru eingöngu fulltrúar 13 til 18 ára í Ungmennaráði Hafnarfjarðar eins og lög þess kveða á um en starfsmenn ráðsins eru fullorðnir.

Hinsvegar voru kynjahlutföll í ráðinu á síðasta starfsári þess óhagstæð og unnið verður að því að jafna hlutfall kynjanna fyrr næsta starfsár.
3. 1911720 - Gæðaviðmið, gátlisti
Drög að gæðaviðmiðum vegna stuðnings Hafnarfjarðarbæjar til íþróttafélaganna lögð fram.
Vísað til umsagna hjá Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar og óskað eftir viðbrögðum þeirra fyrir 9. október.
4. 1901090 - Frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs
Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs tók til starfa á vormánuðum. Samskiptaráðgjafi er óháður aðili sem getur aðstoðað og leiðbeint einstaklingum sem telja sig hafa verið beittir ofbeldi eða misrétti í íþrótta- eða æskulýðsstarfi. Opnuð hefur verið heimasíða sem auðveldar notendum að fá leiðsögn eða tilkynna atvik https://www.samskiptaradgjafi.is/

Íþróttabandalag Reykjavíkur var að gefa út bækling sem kallast Kynferðislegt ofbeldi og kynferðisleg áreitni í íþróttum - forvarnir, viðbrögð og verkferlar. Bæklingarinn er staðfærður og má finna hér
https://ibr-is.cdn.prismic.io/ibr-is/ccefd0e2-a4a6-41bc-8d9f-e9040aab7262_IBR20-Sidamal-baeklingur.pdf

Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar því að samskiptaráðgjafinn hafi hafið störf og hvetur félög til þess að leita til hans þegar á þarf að halda.

Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir því að ÍBH skoði hvort ástæða sé til að endurskoða siðareglur sínar eða nota þessa sem fyrirmynd varðandi kynferðilega áreitni og kynferðislegt ofbeldi.
5. 2003508 - Covid 19, aðgerðaráætlun
Farið yfir takmarkanir og viðbrögð í tengslum við íþrótta- og tómstundastarf í Hafnarfirði. Almannavarnir hafa kynnt viðmið og reglur sem hafa áhrif á starfsemi íþróttahúsa og sundstaða en lítil áhrif á tómstundastarf barna.
6. 2008789 - Íþrótta- og viðurkenningarhátíð 2020
Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar verður ekki haldin með hefðbundnu sniði í ár.

Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir hugmyndum og umsögn frá ÍBH og embættismönnum bæjarins sem stýra viðburðum.

7. 2009074 - Íþróttafélög, aðskilið bókhald fyrir barnastarf
Á fundi Íþrótta- og tómstundanefndarinnar 13.desember 2019 óskaði nefndin eftir upplýsingum frá Eftirlitsnefnd um fjármál íþrótta- og æskulýðsfélaga hvort hún hyggist taka fyrir lán frá barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar FH til meistaraflokks sömu deildar.
Íþrótta- og tómstundanefnd ítrekar fyrirspurn sína frá 13.des.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til baka Prenta