FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 805

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
22.07.2020 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi,
Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður,
Anna María Elíasdóttir starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 2006226 - Malarskarð 9-11, breyting
Dagný Lóa Sigurðardóttir og Sigurður Björn leggja þann 11.6.2020 inn umsókn vegna breytinga samkvæmt teikningum Vigfúsar Hróbjartssonar dagsettar 09.6.2020. Um er að ræða breytingu á gluggapósti í eldhúsi, fækkun herbergja í mhl01, minnkun stofu og þvottarhúss auk stækkunar á forstofuherbergi. Nýjar teikningar bárust 13.07.2020.
Nýjar teikningar bárust 20.07.2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
2. 2007476 - Einhella 11, breyting
Eignatak ehf sækir þann 15.07.2020 um breytingu á samþykktum áformum sem lúta einungis að breytingu á málsetningu úthliðar norður og suðurhliðar.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
3. 2004265 - Hlíðarás 26, stoðveggur
Bjarni Frostason sækir þann 16.4.2020 um samþykki fyrir þegar gerðum stoðvegg sem settur var upp vegna mikils landhalla við götu. Nýjar teikningar unnar af Haraldi Ingvarssyni bárust 13.05.2020. Nýjar teikningar bárust 16.07.2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
4. 2007406 - Reykjavíkurvegur 64, mhl 04, breyting
VIV ehf. sækir þann 10.07.2020 um að innrétta kjallara fyrir Pílukastfélag Hafnarfjarðar með bar og sölu léttra aðkeyptra veitinga. Max 80 manns í sal samkvæmt teikningum Erlends Birgissonar dags. júní 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
5. 2007472 - Vesturvangur 48, breyting
Byggingafélagið Ögur ehf. sækir þann 15.07.2020 um stækkun tengibyggingar og ýmsar breytingar á innra skipulagi hússins. Þá er einnig sótt um að sameina 3 matshluta í 1 matshluta samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dags. 14.07.2020.
Erindinu er synjað. Sjá umsögn arkitekts.
B-hluti skipulagserindi
6. 2007620 - Vesturgata 8, deiliskipulagsbreyting, Norðurbakki
Hafnarfjarðarkaupstaður leggur fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu á deiliskipulagi Norðurbakka er nær til lóðarinnar við Vesturgötu 8.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir breytingarnar enda hafa breytingarnar ekki áhrif á aðra hagsmunaaðila. Jafnframt er erindinu vísað til skipulags- og byggingarráðs til staðfestingar.
7. 2007536 - Norðurhella 1, deiliskipulagsbreyting
Þann 16.7.sl. leggur Festir fasteignir um umsókn um breytingu á deiliskipulagi Selhellu suður er nær til lóðarinnar við Norðurhellu 1. Óskað er eftir stofnun nýrrar lóðar innan Norðurhellu 1 fyrir færanlega veitustöð. Með erindinu er uppdráttur er sýnir fyrirhugaðar breytingar.
Byggingarfulltrúi samþykkir að tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Norðurhellu 1 skuli auglýst í samræmi við skipulagslög þegar uppfærðir deiliskipulagsuppdrættir berast.
8. 1907168 - Reykjavíkurvegur 24, umsókn til skipulagsfulltrúa
Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 13.maí 2020 var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi er nær til Reykjavíkurvegar 24 í samræmi við 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst frá 2.6.-14.7.2020. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir deiliskipulagsbreytingarnar og að málsmeðferð skuli lokið í samræmi við skipulagslög 123/2010.
D-hluti fyrirspurnir
9. 2007253 - Lækjarkinn 12, fyrirspurn svalir
Eiður Páll Sveinn Kristmannsson sendir þann 3.7.2020 inn fyrirspurn er varðar léttar svalir við suður- og vesturhlið.
Tekið er neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir þar sem það samræmist ekki gildandi deiliskipulagi Kinna.
10. 2007477 - Skógarás 2, fyrirspurn um stækkun lóðar
Guðný S. Gísladóttir lagði þann 15.7.2020 inn umsókn um breytingu á stærð lóðar. Með erindinu fylgja teikningar er gera grein fyrir stækkuninni.
Erindinu er vísað til bæjarráðs. Fallist bæjarráð á stækkun lóðarinnar skal leggja inn umsókn um deiliskipulagsbreytingu þar sem stækkunin er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Allur kostnaður við breytingu á deiliskipulagi fellur á lóðarhafa.
11. 2007395 - Langeyrarvegur 16, 16a, 18, fyrirspurn til skipulagsfulltrúa
Þann 9.07.2020 leggur Ólafur Össur Hansen inn fyrirspurn um lóðarstækkun fyrir hönd lóðarhafa við Langeyrarveg 16, 16a og 18.
Erindinu er vísað til bæjarráðs. Fallist bæjarráð á stækkun lóðarinnar skal leggja inn umsókn um deiliskipulagsbreytingu þar sem stækkunin er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Allur kostnaður við breytingu á deiliskipulagi fellur á lóðarhafa.
12. 2007387 - Hlíðarbraut 5, ósk um lóðarstækkun
Þann 9. júlí sl. leggur Magnús B. Bragason og Karólína H. Símonadóttir inn fyrirspurn um lóðarstækkun við Hlíðarbraut 5.
Tekið er neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir nú. Ekki verður heimiluð lóðarstækkun út á almennan stíg líkt tillagan gerir ráð fyrir. Skoða má frekar hvernig stækkun geti orðið bakatil. Þar þarf að tryggja gott aðgengi að hinu opna svæði komi til lóðarstækkunar þar.
13. 2007344 - Hlíðarbraut 7, fyrirspurn um stækkun lóðar
Þann 8. júlí sl. sækir Harmann Kárason um lóðarstækkun við Hlíðarbraut 7.
Erindinu er vísað til bæjarráðs. Fallist bæjarráð á stækkun lóðarinnar skal leggja inn umsókn um deiliskipulagsbreytingu þar sem stækkunin er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Allur kostnaður við breytingu á deiliskipulagi fellur á lóðarhafa.
14. 2007445 - Stekkjarhvammur 9, fyrirspurn
Guðrún Bryndís Einarsdóttir leggur þann 13.7.2020 inn fyrirspurn vegna 24 fm byggingu sólstofu til vesturs með steyptri gólfplötu, járnklæddu timburþaki og veggi úr timbri og gleri.
Tekið er neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir.
15. 2007416 - Suðurhvammur 22, fyrirspurn
Þann 13.07.2020 leggur Anna Bergmann Björnsdóttir inn fyrirspurn vegna svalahurðar þar sem nú er stofugluggi ásamt gerð nýs glugga auk breytinga innanhúss.
Tekið er neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir.
16. 2007602 - Hnoðravellir 12, fyrirspurn skjólveggur
Fyrirspurn barst þann 28.5.2020 frá Elísabetu Karlsdóttur vegna byggingu skjólveggs á lóðarmörkum til móts við Hnoðravelli. Hæð veggs er 160cm í samræmi við skjólveggi samliggjandi húsa.
Tekið er jákvætt í erindið.
E-hluti frestað
17. 2007478 - Erluás 1, breyting
AHK ehf. sækir þann 15.07.2020 um breytingu eignarhluta 0201 úr verslun í íbúð, verönd 0210 stækkuð, hurð teiknuð á norðvesturhlíð samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarssonar dags. 10.07.2020.
Frestað gögn ófullnægjandi.
18. 2007598 - Krýsuvíkurkirkja, endurreisn, byggingarleyfi
Vinafélag Krýsuvíkurkirkju sækir þann 20.07.2020 um leyfi til að endurreisa kirkju eftir bruna. Kirkjan verður nákvæm eftirmynd fyrri kirkju samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dags. 22.06.2020.
Frestað gögn ófullægjandi.
F-hluti önnur mál
19. 2007612 - Strandgata 6, baklóð, stöðuleyfi tjald
Páll Eyjólfsson fh. Bæjarbíós sækir um stöðuleyfi fyrir samkomutjald og söluvagn á baklóð tímabilið 20.7-25.8.2020.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir stöðuleyfi samkomutjalds og söluvagns tímabilið 20.7-25.8.2020.
20. 2007414 - Ölduslóð 42, umsókn um leyfi til hænsnahalds
Erlendur Eyvindasson sækir 13.07.2020 um leyfi til hænsnahalds að Ölduslóð 42.
Erindið er samþykkt með fyrirvara um samþykki aðliggjandi lóðarhafa.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til baka Prenta