FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Fjölskylduráð - 420

Haldinn á fjarfundi,
22.07.2020 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu: Valdimar Víðisson, Helga Ingólfsdóttir, Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, Árni Rúnar Þorvaldsson, Hulda Sólveig Jóhannsdóttir, Árni Stefán Guðjónsson, Sigurður Þórður Ragnarsson, Rannveig Einarsdóttir.
Fundargerð ritaði: Karlott Gunnhildarson
Einnig sátu Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri og Guðríður Guðmundsdóttir, lögfræðingur fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1512128 - Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA
Tillaga:
Tímagjald vegna NPA í Hafnarfirði verður eftirfarandi:
- Tímagjaldið verður 4468 kr. með hvíldarvöktum.
- Tímagjaldið verður 4724 kr. án næturvakta.
- Tímagjaldið verður 4903 kr. án hvíldarvakta.
Tímagjaldið tekur mið af launavísitölu og verður endurskoðað um hver áramót.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra samþykkja tillöguna. Fulltrúi Bæjarlistans samþykkir ekki. Fulltrúi Samfylkingar situr hjá.

Tillagan er samþykkt með þremur atkvæðum gegn einu. Einn situr hjá.

Vísað er til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Fulltrúi Bæjarlista gerir athugasemd við að upplýsingabeiðni hafi ekki verið svarað og að gögn varðandi málið vanti, s.s. reiknuð dæmi um áhrif svo hægt sé að taka upplýsta afstöðu. Fulltrúi Bæjarlista gerir einnig athugasemd við að aukafundur hafi verið settur á í miðju sumarleyfi bæjarstjórnar þar sem erfitt er að afla gagna yfir sumartímann og að um fjarfund hafi verið að ræða, sem er undarlegt fyrirkomulag utan samkomubanns. Að lokum ítrekar fulltrúi Bæjarlista mikilvægi samráðs við fulltrúa notenda.

Fulltrúi Miðflokksins leggur fram eftirfarandi bókun:
Það er ánægjulegt að komin sé ásættanleg niðurstaða á tímagjaldi vegna NPA samninga sem tekið hefur alltof langan tíma að leiðrétta. Það er eðlilegt að taxtinn sé á sama róli og taxtinn hjá samanburðarsveitarfélögunum, ekki síst Reykjavík. Með þessari ákvörðun í dag er því marki náð.

Fulltrúar Samfylkingar, Bæjarlist og Viðreisnar óska bókað:
Eitt verkefna starfshópsins var að koma með tillögu að tímagjaldi vegna NPA þjónustu sem endurspeglar heildarkostnað við hverja klukkustund að meðaltali. Það var einnig lagt fyrir hópinn að samræma tímagjaldið því sem gerist í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Frá því lífskjarasamningarnir voru undirritaðir fyrir ári síðan er ljóst að þörf hefur verið á því að hækka tímagjaldið vegna NPA samninga. Hafnarfjörður hefur því miður dregið lappirnar með það og það hefur valdið NPA notendum óþægindum. Reykjavíkurborg ákvað sl. haust að hækka tímagjaldið í kjölfar lífskjarasamninganna og í samræmi við útreikninga NPA miðstöðvarinna og var sú hækkun afturvirk til 1. apríl 2019. Um leið og fulltrúar Samfylkingar, Bæjarlistans og Viðreisnar fagna því að nú sé loks verið að taka ákvörðun um hækkun tímagjaldsins þá hörmum við hversu langan tíma það hefur tekið að taka þessa ákvörðun. Við bendum einnig á að tímagjaldið er ennþá lægra en í Reykjavík, Reykjanesbæ og Árborg. Við teljum að hækka verði tímagjaldið til samræmis við útreikninga NPA miðstöðvarinnar og tímagjaldið verði þá það sama og það er hjá Reykjavíkurborg.

Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra.
Í samræmi við skýrslu starfshóps um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) frá maí sl. er í dag lögð fram tillaga að breytingum á tímagjaldi þannig að í stað jafnaðargjalds fyrir hverja klukkustund þá verði tímagjald breytilegt eftir stærð samninga. Þannig verði áfram greitt jafnaðargjald fyrir samninga sem eru með 600 klukkustundir eða færri á mánuði en tekið verði upp nýtt fyrirkomulag vegna samninga sem eru með yfir 600 klukkustundir á mánuði. Þannig verði tímagjald samninga með hvíldarvöktum að fjárhæð kr. 4.468,- fyrir hverja klukkustund og samningar án hvíldarvakta verði með tímagjald að fjárhæð kr. 4.903,-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra þakka starfshópi um notendastýrða persónulega aðstoð(NPA) fyrir vel unnin störf og árétta mikilvægi þess að áfram verði unnið að því að þróa þetta mikilvæga þjónustuform fyrir fólk með fötlun sem hentar að stýra sjálft þeirri stoðþjónustu sem viðkomandi þarf á að halda.

Fyrirspurn fulltrúa Bæjarlistans varðandi ákvörðun um tímagjald NPA í Hafnarfirði.
Tímagjald er uppreiknaður taxti með tilliti til launavísitölu. Annars engin talnagögn í skýrslunni.

Hver er yfirskrift þrískiptingarinnar, er eitthvað af þessu dagtaxti?

Vantar upplýsingar um samanburð á var-verður í þeim tilvikum þar sem fólk færist frá venjulegum taxta yfir í nýjann. Fá einhverjir lægri taxta og þá lægri greiðslur en áður? Óska eftir reiknuðum dæmum hvernig áhrifin verða á notendur.

Fær starfsfólk greitt eftir kjarasamningum NPA miðstöðvarinnar? Sem þýðir þá hvað fyrir notandann?

Starfshópur tekur mið af kjarasamningum Hlífar, hvernig eru þeir kjarasamningar? Er Hlíf með samning við NPA starfsfólk?

Liggur álit Ráðgjafaráðs/notanda fyrir?

Mér skilst að bara sé kveðið á um hvíldarvaktir í NPA kjarasamningum, sem er hjá Eflingu. Ætlum við að gera nýjan? Ef svo er má hann vera lægri?

Á að reikna nýjar launatöflur aðstoðarfólks aftur í tímann, samanber samnings NPA miðstöðvar og Eflingar?

Spurningar eru lagðar fram með fyrirvara. Fleiri spurningar vakna væntanlega við nánari skoðun en þá sem tveggja daga frestur gaf kost á.
NPA taxtar - 15.7.2020.pdf
Reglur Hafnarfjarðar um notendastýrða persónulega aðstoð.pdf
Skýrsla starfshóps NPA_22mai 2020.pdf
10.fundur starfshóps um NPA.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til baka Prenta