FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags- og byggingarráð - 708

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
16.06.2020 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Ólafur Ingi Tómasson. Ágúst Bjarni Garðarsson. Lovísa Björg Traustadóttir. Einar Pétur Heiðarsson. Sigurður Pétur Sigmundsson. Gísli Sveinbergsson. Sigurjón Ingvason.
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2001526 - Reykjanesbraut, tvöföldun, aðalskipulagsbreyting
Skipulags- og byggingarráð samþykkti skipulagslýsingu aðalskipulagsbreytingar vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar á fundi sínum þann 7.4. s.l. og að málsmeðferð yrði í samræmi við 30.gr. skipulagslaga. Lögð fram tillaga að breyttu Aðalskipulagi Hafnarfjarðar ásamt umsögn skipulagsstofnunar dags. 11.6.2020 vegna skipulagslýsingarinnar.
Skipulags- og byggingarráð vísar ábendingum skipulagsstofnunar samanber bréf dags. 11.06.2020 til áframhaldandi vinnu við greinagerð aðalskipulagsbreytingarinnar vegna tvöföldunar á Reykjanesbraut við Straumsvík.
Reykjanesbraut sunnan Straumsvíkur.pdf
2. 1407063 - Norðurgarður, endurbygging
Tekin til umræðu bókun Hafnarstjórnar frá 3.6.sl. "Hafnarstjórn samþykkir að láta hanna útfærslu grjótvarnar við Norðurbakka og undirbúa útboð á verkinu. Verkið verði unnið í nánu samstarfi við framkvæmdasvið bæjarins."
Skipulags- og byggingarráð fagnar og samþykkir fyrir sitt leiti fyrirhugaðar endurbætur á Norðurbakka sem felur í sér gerð sjóvarnargarðs við þil Norðurbakka.
3. 2006102 - Háibakki, deiliskipulag
Fyrir hönd Hafnarfjarðarhafnar sækir hafnarstjóri þann 5.6.2020 um deiliskipulagsbreytingu vegna nýs hafnarbakka, Háabakka, sem byggður er framan við Fornubúðir 5, á milli Suðurbakka og Óseyrarbryggju. Á landfyllingu við þennan hafnarbakka er lítil lóð fyrir veituhús sem fær götunúmerið Fornubúðir 20.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Háabakka í samræmi við skipulagslög og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Fornubúðir 20 - Þjónustuhús - Tillaga að breyttu deiliskipulagi 2020.06.15.pdf
4. 2003320 - Mjósund 8, deiliskipulag
Þann 16. mars s.l. sótti Kári Eiríksson fh. lóðarhafa um deiliskipulagsbreytingu. Í breytingunni fólst að byggingarreitur húss yrði færður til á lóð og mænisstefnu breytt. Einnig að heimilað yrði að reisa skúr á lóð að lóðarmörkum Mjósunds 10. Nýtingarhlutfall lóðar yrði óbreytt. Skipulags- og byggingarráð heimilaði fyrir sitt leyti að auglýsa umrædda deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga. Tillagan var auglýst frá 30. apríl til 11. júní. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytt deiliskipulag að Mjósundi 8 og að málinu verði lokið í samræmi við 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga.
mjósund8-dsk.br.AUGLÝST.pdf
Miðbær_Hraun_Vestur_Greinargerð_2018.pdf
5. 1905097 - Vitastígur 12, fyrirspurn, stækkun lóðar
Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarráðs þann 11.02.2020 var samþykkt að grenndarkynna tillögu að skiptingu lóðarræmu sem er staðsett á milli Álfaskeiðs 36 og Vitastígs 12. Um er að ræða 123,5 m² lóðarskika á forræði bæjarins. Fyrir liggur ósk lóðarhafa Vitastígs 12 um stækkun þeirrar lóðar. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa að kynna meðfylgjandi tillögu að skiptingu landsvæðisins fyrir lóðarhöfum beggja lóða. Athugasemdir bárust. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 2. júní. s.l. var skipulagsfulltrúa falið að svara innkomnum athugasemdum. Umsögn skipulagsfulltrúa vegna framkominna athugasemda lögð fram.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15.6.2020.
Vitast. 12 umsögn.pdf
6. 1909118 - Hlíðarbraut 10, þétting byggðar
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 10. mars. s.l. var samþykkt að auglýsa tillögur að breyttu deiliskipulagi og aðalskipulagi vegna lóðanna við Hlíðarbraut 10 og Suðurgötu 41. Erindið var staðfest í Bæjarstjórn þann 18. mars. Tillagan ásamt fylgigögnum var auglýst frá 23.04-04.06.2020. Athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð vegna framkominna athugasemda.
Fulltrúi Bæjarlistans bókar eftirfarandi: Með vísan í ítarlegar athugasemdir Hollvinafélags St. Jósefsspítala, Lífsgæðaseturs St.Jó og íbúa í nágrenninu við tillögur um þéttingu byggðar við Hlíðarbraut 10 tel ég mikilvægt að bæjaryfirvöld gefi sér góðan tíma í að ræða nýtingu og framtíðarmöguleika þessa svæðis. Þess vegna er ekki tímabært að breyta aðalskipulagi og deiliskipulagi vegna umræddra lóða á þessari stundu.
7. 1610397 - Hjallabraut, aðalskipulagsbreyting
Tillaga að aðalskipulagsbreytingu við Hjallabraut vegna breyttrar landnotkunar hefur verið auglýst. Frestur til að skila inn athugsemdum var framlengdur til 2. júní. Athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð vegna framkominna athugasemda.
8. 2006235 - Hjallabraut, bílastæði
Tekið til umræðu bílastæðamál við Hjallabraut.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð um þróun breytinga á bílastæðum á svæðinu og skoða aðkomur að þeim.
9. 0809375 - Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi
Tekin til umræðu umhverfisskýrsla vegna deiliskipulags við Ásvelli, Haukasvæði.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa umhverfisskýrslu sbr. umsögn skipulagsstofnunar.
10. 1807074 - Reglur um girðingar og skjólveggi við lóðarmörk
Tekið til umræðu girðingar og skjólveggir við lóðarmörk.
Lagt fram.
11. 2005480 - Ungmennaráð, tillögur 2020 - 3. Nýtt hundasvæði
Eftirfarandi tillögu ungmennaráðs var vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs frá bæjarstjórn þann 27.5.2020. "Ungmennaráð leggur til að aðstaða fyrir hundaeigendur verði bætt með nýju hundasvæði." Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar þann 3.6.sl. framkominni tillögu til skipulags- og byggingarráðs.
Skipulags- og byggingarráð vísar tillögunum til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
12. 2005489 - Ungmennaráð, tillögur 2020 - 12. Hleðslustöðvar í miðbæinn
Eftirfarandi tillögu ungmennaráðs var vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs frá bæjarstjórn þann 27.5.2020. "Ungmennaráð leggur til að komið verði upp fleiri hleðslustöðvum fyrir bíla og rafskútur í miðbæ Hafnarfjarðar." Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar þann 3.6. sl. framkominni tillögu til skipulags- og byggingarráðs.
Skipulags- og byggingarráð vísar tillögunum til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
Fundargerðir
13. 2006005F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 799
Lögð fram fundargerð 799. fundar.
Lagt fram.
14. 2006012F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 800
Lögð fram fundargerð 800. fundar.
Lagt fram
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:40 

Til baka Prenta