FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Fræðsluráð - 444

Haldinn í Krosseyri, Linnetsstíg 3,
16.06.2020 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen. Margrét Vala Marteinsdóttir. Bergur Þorri Benjamínsson. Sigrún Sverrisdóttir. Hólmfríður Þórisdóttir. Karólína Helga Símonardóttir.
Fundargerð ritaði: Valgerður Sveinbjörnsdóttir
Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri,Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Leifur Garðarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Lilja Kolbrún Steinþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Karla Þórisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1801612 - Stöðumat og íhlutun vegna nemenda af erlendum uppruna, þróunar- og samstarfsverkefni
Kynning á stöðu verkefnisins.
Fræðsluráð þakkar fyrir kynninguna.
2. 2006213 - Fjárhagslíkan kennsluúthlutana til grunnskóla
Kynning á forsendum og ráðstöfunum fjármuna í grunnskóla.
Fræðsluráð þakkar fyrir kynninguna.
3. 1907017 - Hafnarsvæði, Aðalskipulagsbreyting
Lagt fram
Lagt fram til kynningar.
4. 1811277 - Menntastefna
Lögð fram fundargerð 3. fundar stýrihóps með menntaleiðtogum.
Lagt fram.
3_fundur með menntaleiðtogum.pdf
5. 1908381 - Hraunvallaskóli minnisblað
Erindi lagt fram að nýju og ósk skólastjóra um að flýta verkefninu.
Fræðsluráð tekur jákvætt í erindi Hraunvallaskóla og vísað til umhverfis og framkvæmdasviðs.
6. 1903239 - Sumaropnun leikskóla
Erindisbréf lagt fram að nýju. Ósk um breytingar.
Meirihluti fræðsluráðs, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn og óháðir samþykkja að fjölga fulltrúum foreldra í starfshópi um sumaropnun úr einum í tvo. Fulltrúi Miðflokks og Samfylkingarinnar sitja hjá.

Fulltrúi Miðflokksins bendir á að skipan í starfshópinn hefur tekið óvenju langan tíma og vandræðagangur hefur verið í kringum sumaropnun leikskóla frá upphafi. Kostnaður við verkefnið er óljós en ekki hafa komið fram neinar tölur eða áætlanir um það hver kostnaðurinn við þessar breytingar á opnunartíma verður. Byrjað var á verkefninu frá öfugum enda eins og margoft hefur verið bent á. Enn og aftur er lagt til að þessi ákvörðun meirihlutans verði dregin til baka.
Hólmfríður Þórisdóttir (sign)

Fulltrúi Samfylkingar óskar eftir að bóka að á þeim forsendum að ákvörðun um sumaropnanir í leikskólum var ekki tekin í samráði við það starfsfólk sem þar vinnur þá sit ég hjá við afgreiðslu málsins í dag. Fulltrúinn telur ekki rétt að breyta starfsumhverfi í leikskólum með jafn afdrifaríkum hætti og raun ber vitni án þess að eiga samráð við starfsfólk þar fyrst.
Sigrún Sverrisdóttir (sign)
7. 2005028F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 315
Fundagerð ÍTH lögð fram til samþykktar.
Lögð fram fundargerð 315. fundar íþrótta-og tómstundanefndar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:15 

Til baka Prenta