FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Hafnarstjórn - 1574

Haldinn á hafnarskrifstofu,
19.05.2020 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen. Ágúst Bjarni Garðarsson. Magnús Ægir Magnússon. Jón Grétar Þórsson. Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Lúðvík Geirsson
Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1701604 - Háibakki - undirbúningur og framkvæmdir
Lögð fram fundargerð frá opnun tilboða í verkið "Háibakki Trébryggja" frá 15. maí sl. 3 tilboð bárust í verkið. Tvö þeirra voru gild: Frá Hagtaki að upphæð 29.470.500 kr. og Bryggjuverki ehf að upphæð 20.633.800 kr. Kostnaðaráætlun var 22.400.000 kr.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda Bryggjuverk ehf. um fyrirkomulag og framkvæmd verksins.
Haíbakki - Trébryggja opnun tilboða maí 2020.pdf
2. 1907017 - Hafnarsvæði, aðalskipulagsbreyting
Lögð fram skipulagslýsing sbr. 30. gr. skipulagslaga vegna breytinga á aðalskipulagi hafnarsvæðis. Skipulags- og byggingaráð samþykkti framlagða skipulagslýsingu á fundi sínum þann 19. maí og vísaði til afgreiðslu hjá hafnarstjórn.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlagða skipulagslýsingu sbr. 30 gr. skipulagslaga og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Skipulagslýsing-Hafnarsvæði_15.5.2020.pdf
3. 2004268 - Ársreikningur 2019
Ársreikningur Hafnarfjarðarhafnar fyrir árið 2019, síðari umræða. Til fundarins mætti Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs.
Hafnarstjórn samþykkir ársreikninginn og leggur til við bæjarstjórn að staðfesta hann.
Ársreikningur 2019 loka loka.pdf
4. 2005380 - Leyfi vegna aksturs bátalyftu
Lagt fram erindi frá Trefjum ehf. dags 18. maí 2020 þar sem óskað er eftir leyfi hafnarstjórnar til flutninga með færanlegri bátalyftu frá skipalyftu við Suðurbakka til og frá starfsstöð að Óseyrarbraut 29. Til fundarins mætti Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði.
Hafnarstjórn samþykkir akstur bátalyftu á hafnarsvæði milli skipalyftu og starfsstöðvar að Óseyrarbraut 29.
Ósk um leyfi vegna akstur bátalyftu.pdf
Minnisblað SI_Flutningar með færanlegri bátalyftu (13.05.2020).pdf
RE Undanþága vegna bátalyftu.msg
5. 1112202 - Óseyrarbraut 31, lóða- og byggingamál
Tekin fyrir að nýju umsókn Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. um girðingar við lóð fyrirtækisins að Óseyrarbraut 31. Jafnframt lagt fram erindi VOOV dags. 18. maí sl. Til fundarins mætti Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að girðingu lóðarinnar og hliði við enda Óseyrarbrautar. Tryggja skal að allt að 10 m. breitt vinnutæki komist í gegnum hliðið.
Bréf f.h. Vélsmiðju Orms og Víglundar.
Tillaga að girðingu og hliði 2020.pdf
Bref Velsmidju Orms og Viglundar til Hafnarfjardarhafnar 18.5.2020.pdf
Kynningar
6. 1905304 - Landtengingar skipa, háspenna
Lögð fram endurskoðuð drög að greinargerð um framkvæmdir Hafnarfjarðarhafnar við landtengingar árin 2020-2025. Jafnframt lögð fram tilkynning frá umhverfis- og auðlíndaráðuneyti dags. 15. maí sl. um styrkveitingu til verkefnsins að fjárhæð 12 milljónir.
Greinagerð drög II 7.maí.pdf
Úthlutun styrkja til orkuskipta maí 2020
7. 1407063 - Norðurgarður, endurbygging
Farið yfir undirbúning framkvæmda vegna grjótvarnar við Norðurgarð og kynntar tillögur að útfærslu á grjótfyllingum við Norðurbakka ásamt grófri kostnaðaráætlun.
8. 2005366 - Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2019
Lagður fram til kynningar, ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2019.
Ársreikningur Hafnasambands Íslands
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til baka Prenta