FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 797

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
20.05.2020 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir. Þormóður Sveinsson. Guðrún Guðmundsdóttir. Gunnþóra Guðmundsdóttir.
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 1710412 - Vitastígur 5, hækkun á þaki
Haraldur Ingvarsson, fh. lóðarhafa, sækir þann 19.10.2017 um að hækka þak og setja kvist og þaksvalir.
Nýjar teikningar unnar af Haraldi Ingvarssyni bárust þann 28.04.2020. Nýjar teikningar bárust 13.05.2020.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
2. 2005289 - Reykjavíkurvegur 74, klæðning á stigahús
Reginn atvinnuhúsnæði ehf. sækir þann 13.05.2020 um að setja nýja utanhússklæðningu á stigahús. Cembrit klæðning í stað steinflísa samkvæmt teikningum Sigríðar Ólafsdóttur dags. 4.5.2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
3. 2005429 - Matarvagn, stöðuleyfi
Götubiti ehf. sækir þann 19.5.2020 um stöðuleyfi fyrir 8 matarvagna á bílastæði Hraunvallaskóla, Drekavöllum 9, föstudaginn 22. maí næstkomandi frá kl 16 - 20:30.
Byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfi fyrir 8 matarvagna í Hafnarfirði tímabilið 20.5.2020-20.8.2020.
4. 2005435 - Hraunskarð 2, byggingarleyfi mhl02
Hraunskarð 2 ehf. sækja 20.5.2020 um að byggja mhl.02 byggt á umsókn 2004046 þar sem sótt var um byggingu 6 fjölbýlishúsa tveggja og þriggja hæða samtals 32. íbúðir samkvæmt teikningum Jóhanns Jónssonar dagsettar 3.4.2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
5. 2005436 - Hraunskarð 2, byggingarleyfi mhl03
Hraunskarð 2 ehf. sækja 20.5.2020 um að byggja mhl.03 byggt á umsókn 2004046 þar sem sótt var um byggingu 6 fjölbýlishúsa tveggja og þriggja hæða samtals 32. íbúðir samkvæmt teikningum Jóhanns Jónssonar dagsettar 3.4.2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
6. 2005437 - Hraunskarð 2, byggingarleyfi mhl04
Hraunskarð 2 ehf. sækja 20.5.2020 um að byggja mhl.04 byggt á umsókn 2004046 þar sem sótt var um byggingu 6 fjölbýlishúsa tveggja og þriggja hæða samtals 32. íbúðir samkvæmt teikningum Jóhanns Jónssonar dagsettar 3.4.2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
7. 2005438 - Hraunskarð 2, byggingarleyfi mhl05
Hraunskarð 2 ehf. sækja 20.5.2020 um að byggja mhl.05 byggt á umsókn 2004046 þar sem sótt var um byggingu 6 fjölbýlishúsa tveggja og þriggja hæða samtals 32. íbúðir samkvæmt teikningum Jóhanns Jónssonar dagsettar 3.4.2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
8. 2005439 - Hraunskarð 2, byggingarleyfi mhl06
Hraunskarð 2 ehf. sækja 20.5.2020 um að byggja mhl.06 byggt á umsókn 2004046 þar sem sótt var um byggingu 6 fjölbýlishúsa tveggja og þriggja hæða samtals 32. íbúðir samkvæmt teikningum Jóhanns Jónssonar dagsettar 3.4.2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
B-hluti skipulagserindi
9. 1903247 - Einhella 9, breyting
Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 15. apríl sl. var samþykkt að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsingatíma er lokið og engar athugasemdir bárust.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir breytt deiliskipulag að Einhellu 9 og að málinu verði lokið í samræmi við skipulagslög.
D-hluti fyrirspurnir
10. 2004290 - Hverfisgata 52b, fyrirspurn, verkfæraskúr
Óli Örn Eiríksson sendir inn fyrirspurn þann 20.4.2020 um að byggja verkfæraskemmu við lóðarmörk sem snúa að Lækjarskóla. Einnig er óskað eftir gangstíg milli lóðar umsækjanda og skólans.
Tekið er jákvætt í erindið að uppfylltum skilyrðum, sjá umsögn arkitekts.
E-hluti frestað
11. 2005286 - Suðurgata 35b, viðbygging, stækkun
Davíð Snær Sveinsson og Ásbjörg Jónsdóttir sækja þann 13.05.2020 um viðbyggingu og stækkun á íbúð. Viðbyggingin tengist núverandi húsi með tengibyggingu á jarðhæð samkvæmt teikningum Hjördísar Sóleyar Sigurðardóttur dags. 17.04.2020.
Frestað gögn ófullnægjandi.
12. 2004265 - Hlíðarás 26, stoðveggur
Bjarni Frostason sækir þann 16.4.2020 um samþykki fyrir þegar gerðum stoðvegg sem settur var upp vegna mikils landhalla við götu. Nýjar teikningar unnar af Haraldi Ingvarssyni bárust 13.05.2020 í tvíriti.
Frestað gögn ófullnægjandi.
13. 2005271 - Álhella 7, byggingarleyfi, breyting, innra skipulag
Lagnir og Hiti ehf sækir þann 30.04.2020 um heimild til breytinga á innra skipulagi í eignarhluta 0102 skv. þegar innsendum teikningum.
Frestað gögn ófullnægjandi.
14. 2005273 - Víðivangur 5, klæðning
Víðivangur húsfélag sækir 27.04.2020 um heimild til álklæðningar á austur og suðurhlið húss skv. teikningum Garðars Guðnasonar dags. 07.01.2020.
Frestað gögn ófullnægjandi.
15. 2005284 - Álhella 4, viðbygging
VR- 5 ehf. sækir þann 12.5.2020 um heimild til að reisa viðbyggingu við vesturgafl hússins. Forframleidd stálgrindarbygging klædd með steinullar samlokueiningum skv. teikningum Kjartans Rafnssonar dags. 15.4.2020.
Frestað gögn ófullnægjandi.
16. 2005378 - Völuskarð 3, byggingarleyfi
Edmunds Kampe sækir 18.5.2020 um að byggja steinsteypt einbýlishús á tveimur hæðum samkvæmt teikningum Inga Gunnars Þórðarsonar dagsettar 5.5.2020.
Frestað gögn ófullnægjandi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til baka Prenta