FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Fræðsluráð - 442

Haldinn í Hafnarborg,
20.05.2020 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen. Margrét Vala Marteinsdóttir. Bergur Þorri Benjamínsson. Sigrún Sverrisdóttir. Bjarney Grendal Jóhannesdóttir. Auðbjörg Ólafsdóttir. Birgir Örn Guðjónsson.
Fundargerð ritaði: Valgerður Sveinbjörnsdóttir
Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Leifur Garðarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Lilja Kolbrún Steinþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Karla Þórisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1910202 - Ytra mat grunnskóla í Hafnarfirði vor 2020
Boð um ytra mat á Setbergsskóla sem mun fara fram á haustönn 2020 lagt fram til kynningar
Lagt fram.
Boðunarbréf Setbergsskóla haust 2020.pdf
2. 2005337 - Íslensku menntaverðlaunin 2020 tilnefning óskast
Lagður fram tölvupóstur Samband íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir tilnefningum til íslensku menntaverðlaunanna 2020.
Í hafnfirsku skólasamfélagi er mikil gróska og þróun. Fræðsluráð vill hvetja hafnfirskt skólasamfélag, foreldrafélög og einstaklinga til að senda inn tilnefningar til íslensku menntaverðlaunanna. Umsóknarfrestur er til 1. júní 2020 tekið er við tilnefningu á slóðinni http://skolathroun.is/menntaverdlaun.
3. 1503055 - Heilsueflandi samfélag
Fundargerð stýrihóps um heilsueflandi samfélag lögð fram og tillaga að fjölgun og fjármögnun ærslabelgjar á Óla Run túni lögð fram.
Fræðsluráð fagnar ákvörðun heilsueflandi samfélags um að setja fjármagn í fjölgun ærslabelgja í bæjarfélaginu og staðsetja hann á Óla Run túni. Ærslabelgurinn á Víðistaðatúni hefur vakið mikla lukku hjá ungum sem öldnum.
Fundargerð 12. maí 2020.GIF
4. 1905382 - Frístundaakstur haustið 2019
Útboðsgögn vegna frístunda- og skólaakssturs lögð fram til samþykktar.
Fræðsluráð þakkar innkaupastjóra fyrir kynninguna.
Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi útboðsskilmála og felur fjármálasviði að auglýsa útboð vegna skóla- og frístundaaksturs.
5. 1903239 - Sumaropnun leikskóla
Erindisbréf starfshóps um sumaropnun leikskóla lagt fram til samþykktar.
Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf fyrir starfshóp um sumaropnun leikskóla. Meirihluti fræðsluráðs skipar Kristínu MaríuThoroddsen, Sjálfstæðisflokki og Margréti Völu Marteinsdóttur, Framsókn og óháðra. Minnihluti fræðsluráðs tilnefnir Karólínu Helgu Símonardóttur, Viðreisn.
Fulltrúum foreldraráðs, leikskólakennara og leikskólastjóra er falið að skipa hver sinn fulltrúa í hópinn.

Fulltrúar Miðflokksins og Samfylkingarinnar í fræðsluráði lýsa enn einu sinni yfir vanþóknun sinni á því hvernig ákvörðun fræðsluráðs um sumaropnun leikskóla 2021 var tekin og telja að fyrst hefði átt að skipa starfshóp til að kanna málið og síðan taka endanlega ákvörðun hvort af sumaropnun yrði eða ekki. Við vonumst til að litið verði á málið réttum, hlutlausum og gagnrýnum augum þegar kemur að vinnu við útfærslur og jafnframt að sérstaklega verði hlustað og tekið tillit til þeirra sem starfa við leikskólana þar sem við teljum að það sé sá hópur sem ætti að hafa mest um málið að segja.
Undir þetta rita Bjarney Grendal Jóhannesdóttir fulltrúi Miðflokksins og Sigrún Sverrisdóttir fulltrúi Samfylkingarinnar.
E R I N D I S B R É F_sumaropnun.pdf
6. 1701317 - Hamravellir, þjónustusamningur
Minnisblað um aðgerðir vegna erindis Hamravalla lagt fram.
Lagt fram.
7. 2004421 - Ungt fólk 2020 í 8. - 10. bekkur, vímuefnakönnun
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram.
8. 2005215 - Tímaúthlutun til ÍBH fyrir 2020-2021
Lagt fram til samþykktar.
Samþykkt.
9. 2005415 - Viðurkenningar fræðsluráðs 2020
Viðurkenning fræðsluráðs 2020.
Viðurkenningar fræðsluráðs
Á hverju vori veitir fræðsluráð Hafnarfjarðar viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf í leik- og grunnskólum bæjarins. Leik- og grunnskólar Hafnarfjarðar
sinntu hlutverki sínu með miklum sóma og sýndu einstaka fagmennsku, lausnarmiðun, framsækni og áræðni á erfiðum tímum í samfélaginu á tímum samkomubanns. Með stolti og gleði vill fræðsluráð Hafnarfjarðar veita öllum skólum bæjarins viðurkenningu fyrir störf sín á erfiðum tímum og fyrir að standa í framlínunni og sinna starfi sínu af mikilli álúð og öryggi. Sviðsstjóra er falið, fyrir hönd fræðsluráðs að senda öllum skólum í Hafnarfirði viðurkenningu fyrir störf sín.
10. 2004032F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 313
313 fundagerð ÍTH lögð fram.
Lögð fram fundargerð 313. fundar íþrótta-og tómstundanefndar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:15 

Til baka Prenta