Fundargerðir



Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 796

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
13.05.2020 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir. Þormóður Sveinsson. Guðrún Guðmundsdóttir. Gunnþóra Guðmundsdóttir.
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 2002408 - Arnarhraun 40, viðbygging
Guðmundur Jónsson sækir þann 20.02.2020 um viðbyggingu á steyptri plötu en annars úr timbri og gleri. Þakið er einhalla og létt, klætt báru, samkvæmt teikningum Ingunnar Helgu Hafstað dags. 10.02.2020. Samþykki nágranna barst einnig.
Nýjar teikningar bárust 6.5.2020

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
2. 2004286 - Gjáhella 13, reyndarteikningar v/lokaúttektar
Sívaliturn ehf. leggur þann 21.04.2020 inn reyndarteikningar Sigurðar Þorvarðarsonar af Gjáhellu 13.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
3. 2004323 - Sléttuhlíð E1, byggingarleyfi
Drangshlíð ehf. sækir 22.04.2020 um leyfi til að byggja frístundarhús samkvæmt teikningum Lárusar Ragnarssonar dags. 30.03.2020. Nýjar teikningar bárust 29.04.2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
C-hluti tilkynningarskyldar framkvæmdir
4. 2005172 - Hvaleyrarvatn, Skátalundur, tilkynning, salernisgámur
St.Georgsgildið í Hafnarfirði leggja þann 7.5.2020 inn erindi vegna tilkynningarskyldrar framkvæmdar. Um er að ræða salernisgám á lóð.
Erindið er samþykkt framkvæmdin fellur undir undanþágu byggingarleyfis skv. 1.mgr. 9.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.
D-hluti fyrirspurnir
5. 2005216 - Hlíðarás 21, fyrirspurn um stækkun á svölum
Þann 11.5. sl. leggur Kuldi ehf inn fyrirspurn til skipulagsfulltrúa þar sem óskað er eftir stækkun á svölum við Hlíðarás 21 til suðurs að lóðarmörkum að Hlíðarási 23. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa liggur fyrir.
Tekið er neikvætt í fyrirspurnina, sjá umsögn arkitekts.
6. 2005005 - Norðurbraut 3, fyrirspurn, viðbygging
Þann 1. maí sl. leggur Sævar Ingi Sigurgeirsson inn fyrirspurn til skipulagsfulltrúa þar sem óskað er eftir að byggja viðbyggingu við húsið á Norðurbraut 3.
Í gildi er deiliskipulag frá 1972. Það tekur hins vegar ekki á uppbyggingarmöguleikum innan svæðisins. Verið er að endurskoða deiliskipulag svæðisins og eru framlagðar hugmyndir í takt við þær sem settar hafa verið fram í kynningargögnum Glámu Kím arkitekta um uppbyggingu innan lóðarinnar. Erindinu er vísað til skipulags- og byggingarráðs.
7. 2005074 - Ölduslóð 39, fyrirspurn, gróðurhús
Þann 4. maí sl. leggur Jón H. H. Sen inn fyrirspurn þar sem óskað er eftir að koma fyrir gróðurhúsi á lóðinni. Með erindinu er skissa sem gerir grein fyrir staðsetningu þess ásamt tæknilegum upplýsingum.
Tekið er jákvætt í fyrirspurnina.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til baka Prenta