FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Íþrótta- og tómstundanefnd - 313

Haldinn á fjarfundi,
13.05.2020 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Brynjar Þór Gestsson, Tinna Hallbergsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Elísabet Ólafsdóttir, Sunna Magnúsdóttir.
Fundargerð ritaði: Geir Bjarnason
Stella Björg Kristinsdóttir, fagstjóri frístundastarfs var gestur fundarins.

Kristín Ólöf Grétarsdóttir fulltrúi Foreldraráðs Hafnarfjaðar sat fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
3. 2001110 - Sumarstarf Hafnarfjarðarbæjar 2020
Stella Björg Kristinsdóttir fagstjóri frístundastarfs fór yfir framboð og kynningar sumarnámskeiða í Hafnarfirði 2020.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fyrir góða yfirferð. Nefndin fagnar fjölbreyttu framboði námskeiða og lýsir sérstakri ánægju yfir auknu aðgengi að upplýsingum um framboð og þýðingar á kynningarefni.
6. 2005214 - Tímaúthlutun fyrir íþrótta- og sundkennslu 2020-2021
Lögð fram til samþykktar tímaúthlutun í sund- og íþróttakennslu í íþróttamannvirkjum Hafnarfjarðar fyrir grunnskóla fyrir skólaárið 2020-2021
Samþykkt.
7. 2005215 - Tímaúthlutun til ÍBH fyrir 2020-2021
Lagt fram til samþykktar tímaúthlutun fyrir næsta vetur fyrir Íþróttabandalagið í íþróttamannvirkjum Hafnarfjarðarbæjar og í Skessunni.
Samþykkt.
8. 2003508 - Covid 19, aðgerðaráætlun
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti þau verkefni sem tengjast Íþrótta- og tómstundanefnd aðhaldi í rekstri í kjölfar COVID-19.
Lagt fram.
10. 2001513 - Listdansskóli Hafnarfjarðar
Drög að sumarþjónustusamning milli Listdansskólan og Vinnuskóla Hafnarfjarðar lagður fram.
Samþykkt.
Umsóknir
4. 2005145 - Sundfélag Hafnarfjarðar, styrkbeiðni
Sundfélag Hafnarfjarðar fékk beiðni frá Sundsambandi Íslands um hvort SH gæti tekið að sér að halda AMÍ (Aldursmeistaramót íslands) dagana 2-5 júlí 2020. Hyggst SH taka það að sér og óska eftir því að Hafnarfjarðabær styðji félagið í tengslum við mótið.

Á sundmótið eru um 400 þátttakendur og þeim fylgja eitthvað af foreldrum. SH óskar eftir gisti aðstöðu fyrir keppendur í nærliggjandi skólum.

Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar auknu mótahaldi í Hafnarfirði og heimilar að Sundfélag Hafnarfjarðar fái Ásvallalaug undir mótið 2. - 5. júlí.
Fundargerðir
1. 1509776 - Ungmennaráð, fundargerð
Síðustu fundargerðir ungmennaráðs Hafnarfjarðar lagðar fram.
Fundur nr.175 5 april 2020.docx
Fundur nr. 174 21. apríl 2020.docx
Kynningar
2. 2004322 - Tómstundamiðstöðvar, reglur og samþykktir
Stella B. Kristinsdóttir fagstjóri frístundastarfs Hafnarfjarðarbæjar kynnti nýjar starfsskrár tómstundamiðstöðva og ungmennahúsa í Hafnarfirði.

Starfsskrá Tómstundamiðstöðva Hafnarfjarðar lögð fram til kynningar.

Starfsskrá Tómstundamiðstöðva - 2020 tilb.lokaskjal.pdf
Starfskrá UMH 2019.pdf
5. 2004421 - Ungt fólk 2020 í 8. - 10. bekkur, vímuefnakönnun
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti niðurstöður úr Ungt fólk rannsókn Rannsóknar og greininar.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar kynninguna og lýsir yfir aukinni áfengisnotkun ungmenna í Hafnarfirði og leggur til við fræðsluráð að bregðast við hratt og örugglega.
9. 2004372 - Fjarþjálfun íþróttafélaga vegna Covid 19
Framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Hafnarfjarðar fór yfir hvað íþróttafélög Hafnarfjarðar hafa verið að gera í fjarþjálfun síðastliðnar vikur á tímum Covid 19.
Íþrótta- og tómstundanefnd lýsir yfir ánægju sinni yfir öflugri fjarþálfun íþróttafélaganna í Hafnarfirði í samkomubanni.
11. 1901298 - Vinnuskóli 2019
Skýrsla starfshóps um Vinnuskóla Hafnarfjarðar lögð fram.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar starfshópnum kærlega fyrir störf sín. Nefndin lýsir yfir ánægju með skýrsluna og þau sjónarmið sem fram koma í henni svo sem aukin umhverfissjónarmið, aukin kennsla og fræðsla, aukin sköpun og aukin upplýsingagjöf til foreldra.

Fulltrúi foreldraráðs bókar eftirfarandi: Foreldraráð óskar eftir lengra starfstímabili og fjölbreyttari starfsmöguleikum.
Skýrsla vinnuhóps_loka_með fylgigögnum.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til baka Prenta