FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags- og byggingarráð - 704

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg,
05.05.2020 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Ólafur Ingi Tómasson formaður,
Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður,
Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður,
Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður,
Óli Örn Eiríksson aðalmaður,
Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi,
Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2004431 - Hrauntunga 5, deiliskipulag
Halldór Svansson fh. GS Húsa sækir um breytingu á deiliskipulagi. Um er að ræða fjölgun íbúða úr 5 í 8 skv. tillögu Sveins Ívarssonar dags. 11.3.2020.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og vísar erindinu til staðfestingar bæjarstjórnar sbr. skipulagslög 123/2010.

Fulltrúi Samfylkingarinnar minnir á að gildandi deiliskipulag fyrir Hrauntungu 5 sem samþykkt var í bæjarstjórn 12. júní, 2019, var unnin í nánu samráði við íbúa á svæðinu. Það sótti innblástur í húsagerðahefð í Hafnarfirði frá ýmsum tímabilum, samtímis því að vísa til nútímans með það að morkmiði að tengja byggingarnar við staðinn sem þær eru byggðar og um leið styðja við fallega götumynd. Núverandi deiliskipulagstillaga gerir það ekki enda um allt aðra húsagerð að ræða og einnig er verið að verið að fjölga íbúðum og bílastæðum og þá getur breytt húsagerð haft áhrif á skuggavarp. Allt þættir sem íbúar gerðu athugsemdir við á sínum tíma. Því miður er þetta enn eitt dæmið um hringlandann hjá meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarmálum sem bitnar nú einkum á íbúum svæðisins sem þurfa að ganga enn einu sinni í gegnum deiliskipulagsbreytingar á lóðinni.

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 24. mars sl. var lagt fram erindi ásamt uppdráttum Sveins Ívarssonar arkitekts, þar sem farið er fram á að fjölga íbúðum um þrjár, bílastæðum er fjölgað og nýtingarhlutfall lóðar er óbreytt 0,4. Fulltrúi Samfylkingarinnar, ásamt öðrum fulltrúum ráðsins, tók jákvætt í erindið. Enn og aftur verður stefnubreyting hjá Samfylkingunni á undraskömmum tíma og í stað þess að viðurkenna slíkt og eigin vandræðagang innan sinna raða; er bent á meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Slíkur vandræðagangur og vinnubrögð dæma sig sjálf.


Fulltrúi Samfylkingarinnar bendir á að hann hefur haft athugasemdir við fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu frá því að þær komu fram fyrst en nú liggur fyrir endanlega tillaga í málinu. Fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga er enn eitt dæmið um stefnuleysi meirihlutans í skipulags- og byggingarmálum í Hafnarfirði, en innan við ár er síðan samþykkt var í ráðinu ítarleg tillaga fyrir lóðina, sem núna er að engu haft. Minnt er á að góð sátt náðist við íbúa svæðsins um gildandi deiliskipulag, sem nú er í upplausn. Þetta eru ekki góð vinnubrögð og ekki til þess fallin að skapa traust íbúa til skipulagsmála í Hafnarfirði.

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:
Í ljósi afgreiðslu ráðsins og þeirrar samstöðu sem um hana ríkti - meðal annars hjá fulltrúa Samfylkingarinnar - þann 24. mars síðastliðinn, vísum við ásökunum um stefnuleysi í þessu máli og öðrum til föðurhúsanna. Að öðru leyti ítrekum við fyrri bókun meirihlutans hér undir sama lið.
Tillaga-29-04.pdf
skyring-1.pdf
skyring-2.pdf
skyring-3.pdf
skyring-4.pdf
2. 1701084 - Hamranes I, nýbyggingarsvæði
Uppfærð greinargerð aðalskipulagsbreytingar þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar ásamt tillögu að aðalskipulagsbreytingu lögð fram.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breyttri greinargerð aðalskipulags Hamraness í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
3. 1809389 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, endurskoðun
Endurskoðun aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 tekið til umræðu. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa á fundi sínum þann 11.02.2020 að ljúka vinnu við lýsingu endurskoðunar aðalskipulagsins. Lögð fram drög að lýsingu.
Tekið til umræðu.
4. 1907168 - Reykjavíkurvegur 24, umsókn til skipulagsfulltrúa
Jón Bjarni Jónsson óskar eftir breytingu á deiliskipulagi þannig að viðbygging verði innan deiliskipulags. Áætluð stærð eftir stækkun er 197 fermetrar.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Reykavíkurvegar 24 í samræmi við 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.
Reykjavíkurvegur 24 - Deiliskipulagsbreyting - 20.04.2020.pdf
5. 2004147 - Hringbraut við Flensborg, þétting byggðar
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 21 apríl s.l. var tekin til umræðu þétting byggðar við Hringbraut á Flensborgarreit. Skipulagslýsing var gerð og kynnt í janúar 2019.
Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa að leggja fram hugmyndir að byggð á svæðinu. Lagðar fram frumhugmyndir að íbúðarbyggð.
Tekið til umræðu.
6. 2004440 - Hreinsunarátak, iðnaðarsvæði
Tekið til umræðu umhirða og hreinsun atvinnusvæða.
Skipulags- og byggingaráð samþykkir að hafinn verði undirbúningur að átaki í hreinsun iðnaðarhverfa og nýbyggingarsvæða.
Mikilvægt er fyrir uppbyggingu atvinnulífs hér sem annarsstaðar að umhverfið sé snyrtilegt og umgengni góð. Sama má segja um nýbyggingarsvæði bæjarins þar sem framkvæmdir eru í þegar byggðum hverfum eða á nýbyggingarsvæðum. Snyrtilegt umhverfi bætir ímynd bæjarins sem verður eftirsóknarverðari sem valkostur fyrir rekstraraðila svo og fjölskyldur og einstaklinga.
Skipulags- og byggingarráð leggur til við umhverfis- og skipulagssvið að leggja fram tillögu fyrir næsta fund ráðsins að aðgerðum um sérstakt átak sem felst í hreinsun á iðnaðar- og nýbyggingarsvæðum í bænum sem felst í því að hvetja lóðahafar á iðnaðarsvæðunum á Hraunum, Hellnahrauni, hafnarsvæðinu og framkvæmdaraðilum á nýbyggingarsvæðum til að taka til á lóðum sínum og gæta góðrar umgengni, umhverfinu og okkur öllum til hagsbóta.
Fundargerðir
7. 2004021F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 794
Lögð fram fundargerð 794 fundar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:45 

Til baka Prenta