FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 3542

Haldinn á fjarfundi,
08.04.2020 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Ágúst Bjarni Garðarsson formaður,
Kristinn Andersen varaformaður,
Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður,
Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður,
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður,
Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Ívar Bragason, Lögmaður á stjórnssýslusviði
Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2003508 - Covid 19, aðgerðaráætlun
Farið yfir stöðu mála í samþykktri aðgerðaráætlun.

Lögð fram tillaga að reglum um frestun/niðurfellingu á leigugreiðslum lögaðila í húsnæði í eigu sveitarfélagsins.

Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.
Farið yfir stöðuna.

Bæjarráð samþykkir að heimilt verði að fella niður leigu yfir það tímabil sem samkomubann varir í þeim tilfellum sem aðilar verða fyrir verulegu tekjutapi. Beiðni ásamt rökstuðningi skal send á fjárreiðudeild Hafnarfjarðar fjarreidudeild@hafnarfjordur.is.
Aðgerðir Hafnarfjarðarbæjar COVID 1 apríl 2020 LOK.pdf
Bref_sveitarfelog_COVID19.pdf
2. 2004050 - Hamranes 1. áfangi, úthlutun lóða 2020
Lögð fram tillaga um að auglýsa 6 lóðir til úthlutunar til lögaðila á reitum 6, 10 og 11 í Hamranesi.

Lóðirnar eru eftirfarandi:
Hringhamar 1, 24 íbúðir 1 hús
Hringhamar 3, 25 íbúðir 2 hús
Hringhamar 7, 28 íbúðir 1 hús
Nónhamar 2, 24 íbúðir 1 hús
Nónhamar 4, 27 íbúðir 2 hús
Nónhamar 8, 20 íbúðir 1 hús
Bæjarráð samþykkir að auglýsa lóðirnar lausar til úthlutunar til lögaðila.

Bæjarráð samþykkir framlagða úthlutunarskilmála fyrir lóðirnar.
Hamranes nýtt dsk. reitir 6, 10 og 11. Í GILDI.pdf
Hamranes.1.áf.lágmarkslóðarverð.1.4.20.pdf
Hamranes.1. áf. Hringhamar 1,3,7 og Nónhamar 2,4,8 úthl.skilm. 7. apríl 2020.pdf
3. 1903474 - Hestamannafélagið Sörli, framkvæmdasamningur, erindi
Lögð fram drög að samkomulagi við Hestamannafélagið Sörla um uppbyggingu á athafnasvæði félagsins.

Til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
drög að samkomulagi við Sörla06.pdf
Skýrsla starfshóps Sörla 12 april 2019_loka.pdf
Forhönnun með kostnaðaráætlun.pdf
loka húsrýmisáætlun vegna Sörla.pdf
4. 2002146 - Malarskarð 1-3, lóðarumsókn
Lögð fram lóðarumsókn um lóðina nr. 1-3 við Malarskarð. Umsækjendur Ana Tepavcevic, Mladen Tepavcevic, Milena Solecka og Mariusz Solecki.
Bæjarráð samþykkir að lóðinni verði úthlutað í samræmi við umsókn og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.
5. 2004065 - Hjálparstarf kirkjunnar, styrkbeiðni
Lagt fram bréf, beiðni um stuðning við innanlandsstarf Hjálparstarfs kirkjunnar.
Bæjarráð óskar eftir umsögn frá fjölskyldu- og barnamálasviði um erindið.
Hjálparstarf kirkjunnar, styrkbeiðni.pdf
Fundargerðir
6. 2003014F - Hafnarstjórn - 1570
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 25.mars sl.
7. 2001039 - Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2020
Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 30.mars sl.
8. 2003012F - Menningar- og ferðamálanefnd - 344
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 24.mars sl.
9. 2001038 - Samband ísl.sveitarfélaga, fundargerðir 2020
Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.mars sl.
10. 2001037 - Sorpa bs, fundargerðir 2020
Lagðar fram fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 17.febrúar, 3.,13. og 23.mars sl.
11. 1904277 - Strætó bs., eigendafundir, fundargerðir 2019,2020
Lögð fram fundargerð 22.eigendafundar Strætó bs. frá 25.mars sl.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:59 

Til baka Prenta